22.12.2022 | 09:49
Á að moka snjó með skrifborðum eða snjóruðningstækjum?
Það er alveg með ólíkindum hvað það kemur mörgum á óvart að það skuli snjóa á Íslandi og ekki er síður áhugavert hvernig sumir telja að leysa eigi málið. Lausnarorðið er því LOKUN.
Til þess að koma megi þessum lokunum í framkvæmd, þarf að skipa starfshóp til að skoða stöðuna, senda út fyrirspurnir og bíða svara, fara yfir málin, velta vöngum og taka síðan afdrifaríka ákvörðun. LOKUN.
Enginn reynslubolti, sem notar vegakerfið að staðaldri, skilur neitt í þessum aðgerðum. Það er oftast hægt að finna aðrar lausnir, sem hafa minni inngrip í daglegt líf fólks og fyrirtækja, en þá þarf að sjálfsögðu að skipa nýjan starfshop til að fara yfir þau mál sérstaklega.
En það er auðvita komin lausn á vandamálinu hjá innviðaráðherranum, nefnilega að skipa starfshóp, sem á að fara yfir málin og finna lausn svo ekki þurfi að loka Reykjanesbrautinni næst þegar snjóar, til þess að innviðaráðherra geti sett "LOKUNAR-nefndinni" skýrari verklagsreglur. Ekki getur hann það sjálfur.
En ekki dettur honum heldur í hug það augljósa:
Að láta selja skrifborðin og kaupa snjóruðningstæki í staðinn!
Flokkur: Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 12:50 | Facebook
Athugasemdir
Það er sorglegt að þurfa að segja það Pelli, -svona rétt fyrir hátíð ljóssins, -en þetta eru fábjánar. Þessi sem skipaði stýrihópinn vegna LOKANNA hefur byggt hús með handaböndum undanfarin ár.
Ekki hefur samt tekist að handsala eina einustu íbúð ennþá yfir höfuðið á nágrönnum okkar á Seyðisfirði þó svo tvö ár séu liðin frá heimsókn heillar ríkisstjórnar sem skipaði bæði stafs-, og stýrihópa, gott ef ekki rýnihóp líka, og lofaði nýjum íbúðum yfir höfuð þeirra sem misstu sitt húsnæði strax sumarið 2021.
Ég tek undir með lögreglumanninum fyrir sunnan, sem sagði að fyrr gæti fólk búist við því að sjá geirfugl en snjóruðningstæki í borg óttans. Þetta eru því miður raktir fábjánar, og það þarf að moka út áður en skrifborð verður að skóflu.
Magnús Sigurðsson, 22.12.2022 kl. 14:02
Skýrslu starfshópsins þarf að prenta á ansi harðan pappír ef hún á að verða nothæf við snjómokstur...
Guðmundur Ásgeirsson, 22.12.2022 kl. 19:04
Takk fyrir innlitið Magnús og Guðmundur og ekki síður fyrir málefnaleg innlegg á liðnum misserum.
Maður hugsat sitt um bírókratana, þegar þeir fara að draga ýsur, nota þeir auðvitað augnkrókana.
Þegar þeir sömu fara að skera hrúta, er gott að hafa bréfahnífana vel brýnda.
En að alvöru dagsins. Gleðileg jól gott og farsælt bloggár.
Hátíðarkveðja úr ríki Hrafnkels Freysgoða.
Benedikt V. Warén, 23.12.2022 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.