Vísir október 2005
https://www.visir.is/g/2020115319d
Skiptar skoðanir eru um ágæti tæplega 20 ára gamallar vindmyllu sem stendur í Grímsey og grotnar niður. Raunvísindastofnun Háskólans gerði um 1985 tilraun með notkun vindorku til vatnshitunar í Grímsey.
Stofnunin hefur hins vegar ekki komið að málum myllunnar frá árinu 1986, að sögn Arnar Helgasonar, prófessors í eðlisfræði, sem umsjón hafði með tilrauninni. "Eins og málum er háttað þá myndi ég ekki syrgja það þótt hún hyrfi," segir Óttar Jóhannsson, oddviti í Grímsey. Hann telur ekki liggja fyrir hver beri ábyrgð á vindmyllunni. "Við höfum altént ekki neitt formlegt í höndunum um að Grímseyjarhreppur eigi þetta."
Óttar sagði annars skiptar skoðanir um vindmylluna úti í Grímsey. "Sumir vilja eiga hana sem minnisvarða en hún er hins vegar ekki til prýði eins og hún er." Örn Helgason segir að myllan hafi verið hönnuð og reist í kringum 1985, hugmyndin var að beisla vindorkuna í vatnshitaveitu.
Vindtúrbína knúði "vatnsbremsu" þar sem vatn var hitað upp með núningskrafti. "Þetta var gert þegar olíuverð var mjög hátt. Svo fór olíuverð hraðlækkandi og þá minnkaði áhuginn á þessu," sagði hann, en taldi þó ekki loku fyrir það skotið að hugmyndir í þessa veru gætu gengið í endurnýjun lífdaga nú þegar olíuverð er í hámarki.
Hagkvæmnismörkin sagði hann liggja við 23 til 27 dollara á tunnuna. "En það var ákveðið að halda þessu ekki áfram. Við skiluðum af okkur vindmyllunni til sveitarfélagsins sem hefði þá átt að getað hitað áfram þessi tvö hús sem voru tengd henni," sagði Örn, en bætti við að myllan hafi hins vegar bilað innan nokkurra mánaða.
Örn segist þeirrar skoðunar að áður en hagnýting vindorku í Grímsey sé íhuguð frekar beri að leita af sér allan grun um hvort jarðhita sé ekki að finna í eynni. "Vindorka er nefnilega frekar dýr. Að baki henni liggur öflug tækni sem kallar á mikið viðhald," sagði hann, en taldi þó að það hafi sýnt sig að vindorka væri samkeppnisfær við aðrar orkuleiðir. "Ef olíuverð helst í 40 dollurum áfram býst ég við að megi fara að líta á þetta í fullri alvöru aftur."
Þetta er sagan um eina vindmyllu í Grímsey. Vindmyllur hafa gert sitt gagn á Íslandi og fjallað er um sögu þeirra á vef Veðurstofunnar.
https://www.vedur.is/media/vedurstofan/utgafa/hlidarefni/VindurOgVindorka_20121220.pdf
Vindur og vindorka
Ísland er vindasamt land. Vindur er meiri að vetri en að sumri og vindáttir ráðast af sólfarsvindum og landslagi auk þeirra veðrakerfa sem eiga leið nærri landinu. Í vindinum býr orka sem má nýta til raforkuframleiðslu. Á þessum vefsíðum er fjallað um vindafar á Íslandi með mat á vindauðlindinni í huga.
Menn hafa öldum saman nýtt þá orku sem býr í vindinum til þess að mala korn, dæla vatni og auðvelda sér verk. Beislun vindorkunnar á sér merkilega sögu á Íslandi. Á 19. öld voru reistar tvær vindmyllur í Reykjavík, önnur við Hólavelli, Suðurgötu 20, árið 1830 og hin á horni Bakarastígs, nú Bankastræti, og Þingholtsstrætis árið 1847, kölluð hollenska myllan (mynd 1). Báðar vindmyllurnar voru reistar af P. C. Knudtzon kaupmanni (1789-1864) og nýttar við mölun á rúgi (Árni Óla, 1952). Vindmyllurnar settu svip á Reykjavík uns þær voru rifnar, Hólavallamyllan um 1880 og hollenska myllan 1902. Vindmylla var byggð í Vigur 1840 og stendur enn. Einnig voru vindmyllur á þessum tíma í Skagafirði, á Raufarhöfn og víðar.
Með rafvæðingunni á 20. öld urðu litlar vindrafstöðvar algengar við bóndabæi, og á síðustu áratugum hafa litlar vindrafstöðvar verið notaðar til að framleiða rafmagn fyrir sumarhús og tæki, s.s. veðurstöðvar.
Það sem vekur arhygli er að engin vindmylla frá fyrri tíð er til hvað þá í nothæfu ástandi. Á Seyðisfirði er vatnsaflsvirkjun enn til.
Fjarðarselsvirkjun í Seyðisfirði er elsta starfandi virkjunin á Íslandi; stofnsett 1913 og er enn lítt breytt frá upphafi. Hún er ein af þremur til fjórum virkjunum sem mörkuðu afgerandi tímamót á öldinni sem leið en hún var meðal annars fyrsta riðstraumsvirkjunin og frá henni var lagður fyrsti háspennustrengurinn. Aukinheldur var Fjarðarselsvirkjun aflstöð fyrstu bæjarveitunnar.
Mikill uppgangur var í atvinnulífi á Seyðisfirði um aldamótin 1900 og íbúafjölgun hröð. Stafaði það meðal annars af umsvifum kaupmanna sem höfðu mikil viðskipti við bændur á Fljótsdalshéraði en einnig höfðu norskir síldveiðimenn komið sér þar upp bækistöðvum og voru með ýmis umsvif. Bæjarfélagið var vel statt fjárhagslega og var fyrst til að hrinda af stað ýmsum framfaramálum. Meðal annars var þar lögð fyrsta vatnsveita í kaupstað á Íslandi árið 1906.
Fjarðará kemur af Fjarðarheiði. Að austanverðu er heiðin brött og fellur áin þar í mörgum fallegum fossum. Þegar niður á undirlendið kemur rennur hún um 2 km til sjávar í gegnum kaupstaðinn. Snemma var farið að líta til Fjarðarár til virkjunar og árið 1907 var leitað eftir tilboðum erlendis frá í virkjun til lýsingar fyrir Seyðisfjarðarkaupstað. Tilboð barst frá Kaupmannahöfn en bæjarstjórninni þótti það of hátt. Raflýsing yrði tvöfalt dýrari en olíulýsingin sem var fyrir. Var málinu því skotið á frest. Rúmlega fjórum árum síðar, 1912, barst tilboð í virkjun Fjarðarár sem fallist var á. Var það frá þýska fyrirtækinu Siemens & Schuckert.
https://vatnsidnadur.net/2022/02/02/fjardarselsvirkjun-i-seydisfirdi-elsta-starfandi-virkjunin-a-islandi/
Nokkrar öflugar vindmyllur hafa risið og gnæft yfir landi og lýð, fáum til yndisauka. Lítið lán hefur fylgt þeim sem veðjað hafa á vindorkuna og lítil reisn yfir þeim rekstri.
VATNSIÐNAÐUR - Nóvember 2015
https://vatnsidnadur.net/2015/11/24/fyrsta-vind%C2%ADmyll%C2%ADan-sem-tengd-var-vid-landsnetid-er-kom%C2%ADin-upp-i-fjorda-sinn/
Vindrafstöðin í Belgsholti er komin upp í fjórða skipti og starfar nú eðlilega, eftir því sem vindurinn í Melasveit gefur tilefni til.
Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti, reisti vindmyllu í júlí 2012 og var það fyrsta vindmyllan hér á landi sem tengd var við landsnetið. Síðar hafa mun stærri vindmyllur verið tengdar við kerfið, í Búrfelli og Þykkvabæ.
Vindmyllan hefur skemmst þrisvar, meðal annars vegna galla í hönnun og smíði, og hefur Haraldur eytt miklum tíma og fjármunum í að útbúa hana sem best. Allt er þegar þrennt er, sagði Haraldur í maí á síðasta ári þegar hann kom vindrafstöðinni af stað í þriðja skipti.
Vindmylla þessi virðist starfrækt ennþá.
Vísir Seftember 2022
https://www.visir.is/g/20222313848d
Tvær vindmyllur hafa staðið við Þykkvabæ í tæpan áratug en þær eyðilögðust báðar í bruna, önnur árið 2017 og hin um síðustu áramót. Önnur þeirra var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar 4. janúar síðastliðinn og eins og margir muna gekk það einstaklega illa. Sex tilraunum og átta klukkustundum síðar tókst sprengjusveitinni að fella mylluna.
Vindmylla sem eftir stóð í Þykkvabæ var felld nú á fjórða tímanum í dag, en hún var óstarfhæf eftir bruna fyrir nokkru.
RÚV september 2022
https://www.ruv.is/frett/2022/09/20/vindmyllan-i-thykkvabae-fallin-an-sprenginga
Margir muna eflaust eftir því þegar illa gekk að fella vindmyllu fyrirtækisins Háblæs í ársbyrjun, en alls þurfti sex sprengingar til þess að fella hana. Í þetta sinn var Hringrás fengin til verksins og var farið allt öðruvísi að en í janúar.
Við notum bara gastæki, eða logsuðutæki og við bara logskerum eftir kúnstarinnar reglum svona fláa í rörið, þannig að það falli alveg örugglega í rétta átt, sagði Ingvar Jóel Ingvarsson, starfsmaður Hringrásar til 40 ára, um það hvernig fella átti mylluna.
DV Nóvember 2022
https://www.dv.is/eyjan/2022/11/01/rumlega-308-milljon-krona-gjaldthrot-vindmyllufyrirtaekis-steingrims/
Skiptum er lokið í þrotabúi raforkufyrirtækisins Biokraft ehf. Lýstar kröfur í búið voru 308.018.303 krónur en upp í þær var úthlutað rúmum 80,2 milljónum króna. Búskröfur greiddust að fullu, samtals að fjárhæð kr. 2.328.987. Upp í veðkröfur ráðstafaðist kr. 35.000.000. Upp í almennar kröfur greiddust kr. 42.932.460.
Rekstur fyrirtækisins snerist um framleiðslurafmagns í gegnum vindmyllur í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra. Fyrirtækið gangsetti tvær vindmyllur í Þykkvabæ í júlí 2014 sem voru skömmu síðar tengdar inn á landsnetið. Um var að ræða 74,5 metra háar notaðar vindmyllur frá Þýskalandi. Heildarafl beggja mylla var uppá 1,2 megavött og árleg framleiðslugeta þeirra var á bilinu 4-4,5 gígavött.
Í júlí 2017 kviknaði í annarri vindmyllunni og eyðilagðist hún í brunanum. Stuttu síðar bilaði hin vindmyllan og hætti að framleiða rafmagn. Steingrímur Erlingsson, eigandi Biokraft, greindi frá því skömmu síðar að fyrirtækið hefði keypt nýjar og hærri vindmyllur og að hann vildi setja þær upp. Það fékk hann hins vegar ekki í gegn vegna andstöðu íbúa og sveitarfélags Rangárþings ytra.
Félagið var svo að lokum úrskurðað gjaldþrota í mars 2019.
Aðgerðir hófust um klukkan tvö, og nú um klukkan hálf fjögur var búið að fella mylluna.
Hver er ástæðan fyrir þessu brambolti og hvernig tekst þessum einstaklingum að fá fjármagn í þessi vafasömu tilraunaverkefni?
Er verið að nota opinbert fé í þessa tilraunastarfsemi?
https://www.bbl.is/skodun/lesendabasinn/hid-skituga-leyndarmal-vindorkuidnadarins
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.