31.8.2022 | 09:51
Ekkert flóttafólk komið í Eiða
Ekki hefur enn ræst úr hugmyndum um komu flóttafólks frá Úkraínu í Eiða. Sveitarstjóri Múlaþings segir enn unnið að málinu þótt þörfin virðist heldur hafa minnkað.
Það er allt nánast tilbúið. Aðstaðan er tilbúin og búið að felda starfsmanni hjá okkur umsjón. Það er hins vegar ekki kominn á samningur milli sveitarfélagsins og ríkisins um málið.
Við funduðum í síðustu viku og ég á von á að hann klárist fljótlega, segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.
Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í lok febrúar buðu eigendur húsnæðis gamla Alþýðuskólans á Eiðum fram húsnæði á staðnum undir fólk á flótta. Þörfin var gríðarlega fyrst eftir að stríðið braust út en síðan virðist hafa dregið úr henni.
Þá var talað um þörf fyrir húsnæði fyrir meira en 100 manns. Við erum tilbúin með rými fyrir 30-40 manns og skilst það sé feyki nóg, segir Björn. Áfram sé þó haldið með málið.
Aðspurður um hvort til greina komi að taka á móti fólki á flótta annars staðar en frá Úkraínu segir Björn það ekki hafa verið rætt. Frá upphafi hafi verið stefnt á að taka á móti fólki frá Úkraínu og samkvæmt því sé enn unnið.
Eins og oft áður markast sjóndeildahringur þorra stjórnmálamanna við 150 km radíus frá styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, sem lengi hefur verið núllpunktur Íslands. Það er náttúrulega svo rosalega langt að fara út á land, að mati þeirra sem lifa og hrærast í ákveðnu póstnúmeri í Reykjavík.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.