Mismunandi vægi frétta í Morgunblaðinu

Auðvitað á rétt að vera rétt
ræðst það á því hvað telst frétt.
Frétt er hjá sumu fólki slík
að smella betur að pólitík

Oft furðar maður sig á fréttamati blaðamanna. Nokkrum sinnum hefur því verið slegið upp í frétt þegar fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur "lent í þeim hremmingum" vera sent út á land til að leita bót meina sinna.  Það er frétt, en ekki þegar landsbyggðarfólk þarf hundruðum saman, ár hvert, að koma sér til lækninga í Reykjavík með tilfallandi kostnaði og óþæginda.

Það sama á við fréttir, sem eru "of langt í burtu til að skipta máli" og fréttamat Reykjavíkurmiðlanna nær ekki yfir.

Fyrir nokkru var upphlaup í stjórnsýslunni í Múlaþingi, sem beitti bolabrögðum til að þagga niður í minnihlutaflokki í sveitastjórninni. Málið varðaði heilbrigða umræðu um stórmál í framtíðarskipulagi fyrir íbúa á Egilsstöðum. Rök meirihlutans var eins og rjúkandi ruslahaugur. Þau tímamót urðu þá, að meirihlutinn samþykkti að tveir áheyrnarfulltrúar voru kosnir vanhæfir til setu undir umræðu um vegalagningu vegna Seðisfjarðaganga.

Ekki hefur tekist að upplýsa eftir hvaða lagabókstaf sá gjörningur styðst við.

Hér veltir maður fyrir sér fréttamati Morgunblaðsins. Hveragerði þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta og Múlaþingi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta.

https://xmulathing.blog.is/blog/xmulathing/

https://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/2280626/


mbl.is Fundurinn boðaður einni mínútu of seint
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband