Arnar Þór vill hengja bakara fyrir smið.

Hlutverk Þórólfs er að koma með tillögu um lýðheilsumál. Hann hefur málfrelsi og honum ber þar að auki að koma með tillögur.  

Ríkisstjórnin ber alla ábyrgð sem kjörnir fulltrúar og það er þeirra að vega saman kosti og galla aðgerða. Einn þátturinn í þeirri samantekt eru tillögur Þórólfs.

Ekki falla í þann fúla pytt að skella ábyrgðinni á Þórólf. Það er ríkisstjórnin sem ber ábyrgðina og ákvörðunin er heilbrigðisráðherra.


mbl.is Finnst að Þórólfur eigi að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Benedikt

maður hélt að Arnar Þór Jónsson væri frambærilegur og vel til fallinn stjórnmálin,

en því miður ég held að hann hafi verð að stimpla sig út hjá æði mörgum í dag.

gleðileg jól

hrossabrestur

Hrossabrestur, 21.12.2021 kl. 15:44

2 identicon

Margt gott sem hægrimenn ýmsir hafa fram að færa í pólitíkinni svona yfirleitt.

Vissulega nauðsynlegt að standa vörð um frelsi almennings, reyndar mættu þeir beita sér aðeins meira gegn EES samningnum ef þeir vilja vera trúir þeirri hugsjón sinni. 

Enn að ætla að pönkast svona út í Þórólf bendir fremur til málefnafátæktar eða lýðskrums.  

Vel má vera að ráðgjöfum og embættismönnum sbr. t.d. persónuvernd hafi verið gefin fullmikil völd á kostnað þingsins, en sé svo í tilfelli sóttvarnarlæknis þá má það teljast happ í hendi að pólitískir kjánar nái ekki að taka framfyrir hendurnar á honum meir en orðið er.  En að sjálfsögðu ber þingið og ráðherrann á endanum ábyrgðina. Efalaust geta þó einhverjir lagaþrasarar fitnað vel á að búa til ágreining um slíkt og velt slíku fyrir sér fram í rauðan dauðann á kostnað þjóðarinnar. 

Þeir ættu þó að hafa í huga grundvallarreglu þá sem gildir í smalamennsku. Númer eitt er að vera ekki fyrir! 

Það á líka við þegar verið er að berjast við lífhættulega farsótt!

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 21.12.2021 kl. 17:21

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Takk fyrir innlitið Hrossabrestur.

Þetta flokkast klárlega sem sjálfsmark hjá honum.

Sjálfur hafði ég talsvert álit á því sem hann hefur haft fram að færa til þessa.

Benedikt V. Warén, 22.12.2021 kl. 11:48

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Bjarni.

Góðir punktar hjá þér.  Kerfið okkar virðist byggja á því að gera einstaklingum erfitt fyrir.  Teknar eru upp greinar frá Brussel og hellt yfir landann hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

Mestu virðist skipta að gera öllum lífið leitt og ekki dettur neinum í hug að sækja um undanþágur, sem oft eiga við hér vegna legu landsins.

Schengen er ein vitlausasta ánauðin sem yfir okkur hefur dunið. Að gera örþjóð að ytri landamærum Evrópu er eitt það ógáfulegasra, sem möppudýrunum hefur tekist hella yfir okkur, öllu samfélaginu til byrgði.

Benedikt V. Warén, 22.12.2021 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband