Ófærð, kuldi og rafbílar.

Yfir 2500 bílar sátu fastir á E-18 hraðbrautinni í suður Noregi þann sjöunda desember sl. þegar stórir flutningabílar lentu þar í vandræðum vegna hálku og snjóa.  Öll umferð stöðvaðist þar sem flutningabílarnir tepptu alla aðra umferð.  Hátt í sólahring tók að greiða úr flækjunni.  Verst lentu eigendur rafbílanna í þessu, vegna þess að bílarnir urðu rafmagnslausir og ekki hægt að halda á þeim hita.

Vitað er að kuldi og rafgeymar eiga litla samleið, vegna kuldans dregur verulega úr afkastagetu rafgeyma.  Hvaða lausnir hafa boðberar rafbíla á Íslandi er kemur að ófærð, kulda og trekki upp á heiðum?

  • Á að setja upp hleðslustöðvar upp um allar heiðar?
  • Á að vera með rafstöð í kerru aftaní, til að hlaða rafgeyma í neyð?
  • Á Vegagerðin að vera með mannskap og rafstöðvar til bjargar?
  • Á að banna rafbíla utanbæjar að vetri til?

Ófærð og tafir eru þekkt fyrirbrigði á Íslandi jafnt og í Noregi og því svipuð vandamál sem skjóta upp kollinum.

Bíð spenntur lausna orkuskiptapostulana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Gleymdi að nefna það.  Auðvita er hægt að vera með lausa vindrellu í skottinu og henda henni á toppinn og framleiða rafmagn, a.m.k til að framleiða hita í farþegarímið.

Benedikt V. Warén, 8.12.2021 kl. 17:01

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Auðvita er rétt að skrifa ...farþegarýmið....

Benedikt V. Warén, 8.12.2021 kl. 17:05

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Á að vera með rafstöð í kerru aftaní, til að hlaða rafgeyma í neyð? 

Tvímælalaust, nú eru uppi hugmyndir um að leggja gjöld á twin bílana eins og gömlu bensín bílana. Twin bílarnir eru að mér skilst yfirleitt útbúnir með mótor sem má nota sem rafstöð til að hlaða batteríið eitthvað svipað og gömlu bílarnir hlaða á rafgeyminn, um leið og þeir eru keyrðir.

Með því að hafa rafstöðina í eftirdragi þá er hægt að slá tvær flugur í einu höggi og halda öllum ívilnununum. Passa sig bara á að hafa alla strolluna á nagla dekkum ef farið er út fyrir bæinn svo ekki fari illa.

Kannski væri rétt að hafa eina aukakerru aftaní öllu saman fyrir sumardekkin dekkin, svo ekki komi til sekta ef þegar komið er til byggða.

Magnús Sigurðsson, 8.12.2021 kl. 19:32

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þú ert alveg með þetta Magnús.  Skál fyrir því!  cool

Benedikt V. Warén, 8.12.2021 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband