Er eitthvað líf austan Ártúnsbrekku?

Það er örugglega ekki margir meðvitaðir um gróskumikið atvinnulíf á landsbyggðinni þegar kemur að Tjarnar-Bakkabræðrum og -systrum.

Þau eru öll með MikluMýrarsyndromið.

Það lýsir sér í þeirri óbilandi trú:

- að ekki er hægt að flytja fólk til og frá Íslandi nema --

- að ekki er hægt að flytja vörur til og frá Íslandi nema --

- að ekki er hægt að flytja póst til og frá Íslandi nema --

                      -- það fari um gatnamót Miklu- og Kringlumýrarbrautar.

Auk þess fylgir þessari óværu nokkrar hliðarverkanir:

1. Allt stórt á að vera í sjónmáli úr turni Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti.

1.1. Sjúkrahús.

1.2. Stjórn landsins

1.3. Allar menntastofnanir landsins

1.4. Yfirstjórn alls fjármálakerfisins

1.5. Yfirstjórn allra stórfyrirtækja landsins

1.6. Fyrirtæki sem enga framleiðslu hafa í Reykjavík s.s. Landsvirkjun.

1.7-999. Sem er of langt upp að telja.

 

2. ER BARA EKKI BEZT AÐ GANGA Í ESB?

2.1 Þá flyst allt bixið til Brussels.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur sýni landsbyggð lítilsvirðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Pelli ég gæti trúað að þú þurfir ekki fara mikið lengra en að Sandskeiðinu til að sjá iðandi umferð og gætir jafnvel verið kominn út úr mestu auðninni í grennd við Selfoss.

Eins hef ég heyrt á skotspónum að nýja ríkisstjórnin hafi uppi áform um þjónustumiðstöð fyrir þjóðgarðinn á Akureyri í framtíðar plönum sínum, -sem ætti svo sannarlega að gleðja okkur öll sem döguðum uppi úti í auðninni.

En eins og kellingin sagði; -vertu bara feginn, það var ekki svo gáfulegt þegar þetta bjálfa bix birtist hérna náfölt og píreygt á miðju sumri og flissaði frá sér farsótt.

Magnús Sigurðsson, 30.11.2021 kl. 16:32

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Magnús.

Mér er til efs að það sjáist upp á Sandskeið frá Hallgrímskirkjuturni, svona almennt, - vegna rykmengunar.

Hvað varðar ríkisreknu brothættu byggðina í Eyjafirði, þá sást það langa leiðir í hvað stefndi með plott Steingríms Joð á Gunnarsstöðum, að þar kæmi ríkisreksturinn sterkur inn að lokum.

Við fyrstu sprenginguna fengu allir með lögheimili í Eyjafjarðar- og Suður-Þingeyjarsýslu, þvílíkar hellur fyrir eyrun að enginn heyrði nokkur varnaðarorð. Þeir sem voru á Tenerife á sama tíma og sprengjan sprakk, heyrðu ekki baun við heimkomuna. Svo mikil var meðvirknin.

Auðvita var sú gamla alveg með þetta.  

Benedikt V. Warén, 30.11.2021 kl. 17:45

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er bara að passa sig á Vaðlaheiðarvitleysunni ef þú ferð þá leiðina.

Magnús Sigurðsson, 1.12.2021 kl. 06:56

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Fer ekki svartholið ef val er um annað, svo einfalt er það. cool

Benedikt V. Warén, 1.12.2021 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband