23.5.2021 | 09:56
Stór-Reykjavíkursvæðið og Kraginn = Eitt kjördæmi
Um nokkurn tíma hefur talsverður þrýstingur á sveitarfélög Íslands að sameinast. Það ku vera svo hagkvæmt. Kjördæmaskipan hefur hins vegar verið óbreytt, að kalla, í langan tíma fyrir utan það að NA-kjördæmi varð til með hrókeringum frá Tröllaskaga að Lónsheiði.
Nú tel ég, að fenginni reynslu í NA-kjördæmi, að hafin verði vinna við sameiningu Stór-Reykjavíkursvæðisins og Kragans í eitt kjördæmi og jafnframt að innlima Akranes í leiðinni.
Þetta ætti að verða gríðarleg hagræðing í stjórnsýslunni, ekki síst ef Hafnafjörður, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnanes, Mosfellsbær og Reykjavík yrðu sameinuð. Illmögulegt er hvort eð er að vita innan hvaða bæjarmarka maður er í kerfinu eins og það er uppbyggt núna.
Flokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Facebook
Athugasemdir
Þetta er algerlega glórulaus hugmynd hjá þér Pelli.
Jafn glórulaus og þegar NA-kjördæmi var búið til, -illu heilli.
Vítin eru til að varast þau en ekki ana út í, , ,
-þó svo að það hafi verið háttur stjórnsýslunnar að bæta einni vitleysunni ofan á aðra.
Magnús Sigurðsson, 23.5.2021 kl. 13:21
Hvað er svo vitlaust við það Magnús?
Benedikt V. Warén, 23.5.2021 kl. 16:23
Hvers eiga Akurnesingar að gjalda?
Fólk þarf að hafa aðgang að þingmönnum sínum og það er best gert með því að minka kjördæmin landfræðilega.
Það eina sem ég man eftir í augnablikinu að BB hafi sagt að fullu viti er einmitt í þessa veru.
https://www.visir.is/g/20212107914d/bjarni-vill-minni-kjordaemi-ut-um-landid
Magnús Sigurðsson, 23.5.2021 kl. 16:35
Finnst þér eitthvað lítið samband við þingmenn kjördæmisins?
Eru þeir ekki reglulega um allt með fundi og samráð við íbúana?
Benedikt V. Warén, 23.5.2021 kl. 20:18
Er þetta orðin spurningakeppni Pelli?
Nei ég hef ekki séð þingmann í háa herrans tíð, sem betur fer.
Magnús Sigurðsson, 23.5.2021 kl. 22:28
Ég velti því bara fyrir mér, ef það er talið hagkvæmt og skilvirkara á landsbyggðinni að sameina og þjappa saman valdi, - hvers vegna þá ekki á Reykjavíkursvæðinu.
Þar er mesti akkurinn að ekki sé verið að skipuleggja hver í sínu horni og allir að ota sínum tota þar sem bæjarmörk eru löngu afmáð.
Afhverju gilda önnur lögmál þar?
Benedikt V. Warén, 24.5.2021 kl. 09:51
Það gilda nákvæmlega sömu lögmál í þéttbýlinu, það er bara misjafnt hverjir eru tilbúnir að láta hafa sig að fífli, sveitarstjórnarmenn eru sérfræðingar í því eins og þú veist. Búnir að gefa frá sér yfirráðréttinn yfir landi og legi í eigin sveitarfélagi, það er ekki einu sinni hægt að grafa fyrir húsi nema með leifi Mannvirkjastofnunar ríkisins auk ótal fleiri stjórnsýslustofnanna fyrir sunnan. Þeir sem búa við firðina hafa ekkert með þá að gera frekar enn kvótann.
Upp úr 1990 voru 27 sveitarfélög á Austurlandi, nú eru þau 3-5, eftir því hvernig menn vilja skilgreina Austurland. Þessi sveitarfélög réðu mun meira um sín mál þá en þessi 3-5 í dag.
Allt þetta sameiningabrölt átti að vera til að efla byggð og sjálfsákvörðunar rétt íbúanna, líttu í kringum þig, farðu rúnt um hinar dreifðu byggðir, þér nægir meir að segja að fara um Héraðið, allt á hverfandi hveli á kafi í órækt nema rétt svo á Grafarbakkanum.
Það eina sem hefur eflst er stjórnsýslubáknið sem sveitastjórnarmenn eru búnir að hlaða undir rassgatið á sér í tveimur kjörnum, og þér að segja þá hef ég ekki séð sveitarstjórnarmann í háa herrans tíð frekar en þingmann, kannski sem betur fer, -en ég er farinn að sakna gulu fíflanna andskotinn hafi það.
Magnús Sigurðsson, 24.5.2021 kl. 19:24
Magnús. Partur af þessu er vegna ólaga frá Alþingi. Þar er stöðugt að efla miðstýringaráráttuna. Nú síðast með fíflagangi umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð. Hvergi hef ég séð það sett fram að einungis ætti að skipa í Þingvallanefnd fulltrúa af landsbyggðinni, hvað þá að það sé nefnt að sameina hann Hálendisþjóðgarði.
Ekki er langt síðan reynt var til þrautar að sölsa undir ríkið þinglýstar landareignar bænda.
Ekki er hægt að færa megnið af framkvæmdavaldinu frá Alþingi vegna þess að þá misstu þingmenn einhver áhrif.
Þetta ber allt að sama brunni, það er verið að færa valdið hægt og hljótt í hendur fárra í Reykjavík.
Benedikt V. Warén, 25.5.2021 kl. 15:30
"Þetta ber allt að sama brunni, það er verið að færa valdið hægt og hljótt í hendur fárra í Reykjavík."
Til þess var leikurinn gerður strax í upphafinu sem var í kringum 1990.
Það þurfti ekki mikla glöggskyggni til að sjá það fyrir, sama sagan var uppi með sjávarútvegsfyrirtækin og kvótann allt var þetta hirt frá byggðunum í gegnum sameiningar og sveitarstjórnarmenn steinhéldu kjafti og gera enn.
Þeir sem hafa kosið með sameiningu skipti eftir skipti eru haldnir þeirri þráhyggju að það sé hægt að bæta einni vitaleysunni ofan á aðra til að laga málin, í stað þess að benda á það sem raunverulega er að, það er verið að færa allt vald frá fólkinu, hvort það er til sambandslausra sveifastjórnarmanna eða þingmanna skiptir ekki höfuð máli.
Það breytir engu þó svo að Kraginn og Reykjarvík verði sameinað Akranesi hvað þetta varðar.
Magnús Sigurðsson, 25.5.2021 kl. 17:02
Svona til að setja punktinn Pelli, þá ætla ég að benda þér á að lesa þennan pistil ef þú hefur ekki gert það á sínum tíma.
https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2237819/
Magnús Sigurðsson, 25.5.2021 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.