19.5.2021 | 18:47
Veit vinstri hönd ASÍ ekki hvað hægri hönd ASÍ er að gera
Bjarg íbúðafélag og IKEA í samstarf um hagkvæmar íbúðir
07.nóv | 2018
Bjarg íbúðafélag og IKEA hafa gert samkomulag um samstarf vegna íbúða Bjargs. Í samkomulaginu fellst að Bjarg mun leitast við að nota innréttingar IKEA í íbúðir félagsins. IKEA mun taka þátt í hönnunarferli íbúða og útfæra innréttingarnar með það að markmiði að ná fram hámarksnýtingu rýma.
Íbúðir Bjargs íbúðafélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og sem hafa verið virkir á vinnumarkaði og fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB í a.m.k. 16 mánuð, sl. 24 mánuði miðað við úthlutun.
Hvað með félaga innan vébanda ASÍ, sem eru að vinna við að smíða innréttingar í íbúðir?
Er í lagi að sniðganga vinnustað þeirra?
Hvað er PLAY að gera öðruvísi en ASÍ?
![]() |
ASÍ hvetur fólk til að sniðganga Play |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 21.5.2021 kl. 18:08 | Facebook
Athugasemdir
Play er að kjafta frá, -eða þannig. Svona eins og litli drengurinn sem benti á að keisarinn væri ekki í neinum fötum.
Magnús Sigurðsson, 19.5.2021 kl. 21:43
Íbúðir sem eru byggðar fyrir þá sem sem vinna einhver sérstök verk, eiga að vera sterkar og góðar, sólstofa á svölum og bílskúr.
Blokkirnar eiga að þola vel jarðskjálfta, verkfræðingarnir vita hvort gáfulegt er að hafa hús og blokkir fljótandi, og þá lagnir sveigjanlegar til að þær slitni ekki.
Fyrir löngu var mér sagt að í Svíþjóð væru alltaf til á hverju svæði tvær eða þrjár blokkir tómar, til að geta stýrt íbúðaverði og leigu.
Þá voru alltaf aðrar í byggingu og komu inn ef ein fylltist og kominn slatti í aðra.
Mundu að þegar þú hefur úthýst verkamanninum og sagt að enginn þörf sé fyrir hann verður hann andsnúinn þjóðfélaginu og reynir að fá tekjur, og verður jafnvel veikur.
Muna að bankinn lánar ekki neitt, skrifar aðeins töluna.
Þó þykist bankinn eiga húsið, íbúðina sem hann lánaði í, hann lánaði ekki neitt, hann skrifaði aðeins töluna.
Húsbankinn, Húsnæðismálastjórn, skrifar tölu í Sjóði-0.
framhald.
slóð kemur inn eftir 10 klst.
Mundu að þegar þú hefur úthýst verkamanninum og sagt að enginn þörf sé fyrir hann verður hann andsnúinn þjóðfélaginu og reynir að fá tekjur, og verður jafnvel veikur. Aldrei á að taka lán hjá fjármálastofnunum, aðeins hjá sjóði-0.
Egilsstaðir, 20.05.2021 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 20.5.2021 kl. 02:10
Sæll Magnús.
Eins og spurt var forðum.
Afhverju eru vegvísar kallaðir Vegprestar?
Vegna þess að þeir vísa veginn en vara hann ekki sjálfir.
Benedikt V. Warén, 21.5.2021 kl. 10:11
Sæll Jónas.
Þetta er alltaf spurningin heilbrigða skynsemi.
Ef ASÍ er að grafa undan atvinnu félaga sinna fyrir hverja eru þeir þá að vinna í raun?
Spyr sá sem ekki veit.
Benedikt V. Warén, 21.5.2021 kl. 10:15
Síðasta línan á #3
Vegna þess að þeir vísa veginn en fara hann ekki sjálfir.
Benedikt V. Warén, 21.5.2021 kl. 13:42
Þú átt semsagt við Pelli að Playboy benti á prestinn?
Magnús Sigurðsson, 21.5.2021 kl. 15:32
Já, Magnús og presturinn er ASÍ.
Benedikt V. Warén, 21.5.2021 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.