Í boði B-listans með málfrelsi og tillögurétt.

Það er fróðlegt að velta fyrir sér könnun í Austurfrétt vegna væntanlegra kosninga í okkar sameiginlega sveitarfélagi 19. september n.k. og sjá hvaða niðurstöður er unnið með þar.  Eins og vera ber skal taka slíkum könnunum með fyrirvara, vegna þess að þær hafa nær eingöngu skemmtanagildi, ef orða má það þannig.

Hins vegar er það freistandi að láta hugann reika og velta upp þeirri hugmynd ef niðurstaðan verður eitthvað á þá leið, sem Austurfrétt birtir.  Hvernig á að fara með fulltrúa Framsóknarflokksins í nefndum og ráðum?  Eiga þeir að sitja þar eingöngu með málfrelsi og tillögurétt?  Það er komið fordæmi fyrir því.

Framsóknarflokkurinn mælist með 16% fylgi í þessari könnun en í síðustu kosningu til sveitastjórnar á Fljótsdalshérað fékk Miðflokkurinn 17%.  Þegar skipað var í nefndir og ráð eftir kosningar 2018, sannmæltust D-listi (ásamt leifum Á-listans) og L-listinn að frumkvæði B-listans, að ganga þvert á samþykktir sveitarfélagsins, og sniðganga M-listann.

Með þessu samkomulagi var gengið þannig frá hlutunum að Miðflokkurinn tæki einungis sæti sem áheyrnarfulltrúar með málfrelsi og tillögurétt í nefndum og ráðum sveitarfélagsins. Miðflokkurinn fékk hvergi stöðu samkvæmt atkvæðavægi og þetta var gert með dyggum stuðningi VG í sameiginlegu framboði L-listans.  Undanskilinn var kjörni fulltrúinn í bæjarstjórn, sem hélt sínum lögvarða rétti.  Lengra varð ekki komist í aðförinni og einn snjallasta lögfræðingur sögunnar, varð að lúta í gras fyrir gildandi kosningalögum. Talsverður urgur var í Miðflokksmönnum við þetta ráðslag, en samt látið gott heita.  Koma tímar koma ráð.

Þetta fyrirkomulag kom þó ekki í veg fyrir kraftmikið starf Miðflokksins í Atvinnu- og menningarnefnd, svo dæmi sé tekið. 

  1. Í janúar 2019 var flutt tillaga um Gagnaver, þar sem unnið yrði að því að skapa grundvöll fyrir byggingu slíks vers og fá upplýsingar frá Landsneti um afhendingaöryggi rafmagns á Fljótsdalshéraði og tímaramma þess. Afhendingaöryggi raforku mun jafnframt nýtast öðrum, sem hyggja á starfsemi í sveitarfélaginu og þurfa tryggt rafmagn.  Krafa Miðflokksins er að 2024 verði afhendingaöryggi rafmagns tryggt á svæðinu. Í nýrri sveitastjórn mun Miðflokkurinn gera kröfu um jöfnun raforkuverðs og að skilgreining á þéttbýli og dreifbýli verði afnumin.
  2. Í janúar 2019 var lagt til að hefja svæðið upp til fyrra horfs í skógrækt, en Fljótsdalshérað hafði lengi frumkvæði og talsvert forskot yfir aðra í þeim geira.
  3. Í febrúar 2019 var lagt til þess að gerð yrði ítarleg könnun á því, hvort hagkvæmt gæti verið að útvíkka starfsemi HEF (Hitaveitu Egilsstaða og Fella) þannig að til yrði öflugt fyrirtæki, “Orkuveita Fljótsdalshéraðs”. Rúmt ár tók að koma erindinu yfir Lagarfljótið eftir að það var samþykkt í bæjarstjórn.
  4. Í febrúar 2019 var lagt til að ráðinn yrði Atvinnu-, ferða- og kynningarfulltrúa fyrir árið 2020. Gert yrði ráð fyrir ráðningu hans við fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2020.  Hvergi sjást þess merki, þrátt fyrir samþykkt bæjarstjórnar.
  5. Í febrúar 2019 var lagt til að skilgreint yrði í skipulagi á Valgerðarstöðum:
    1. Frístundahverfi á Fljótsdalshéraði
    2. Ræktunarhverfi á Fljótsdalshéraði

Verkefni a. miðaði að því að koma upp háþróuðu frístundahverfi í framhaldi af Vök og byggja upp frístundasvæði með víðtækri afþreyingu og heilsurækt í samvinnu við erlenda fjárfesta.  Til eru gögn um yfirbyggðan skemmtigarð frá tíð Þróunarstofu Austurlands og tímabært að taka upp þráðinn þar sem hann slitnaði, vegna jákvæðra aðstæðna í samfélaginu. 

Verkefni b. miðaði að því að koma upp lóðum fyrir stór gróðurhús á Valgerðastöðum og aðstöðu fyrir almenning til ræktunar. Auka Græna ímynd Fljótsdalshéraðs í víðustu mynd þessa orðs og marka sérstöðu í matarmenningu, s.s. Hollt úr heimabyggð, Hollur er heimfenginn baggi, beint frá býli  eða okkar eigin slagorð: Hollur fengur úr Héraði.

  1. Í mars 2019 var lagt til til að gera úttekt á framboði flugsæta til Egilsstaða og hvaða verð væru í boði á flugleiðinni til og frá Egilsstöðum. Framkvæmdastjóri Austurbrúar mætti á fund Atvinnu- og menningarnefndar til að skýra frá vinnu Austurbrúar vegna markaðssetningar Austurlands og tengingu flugvallarins inn í þá vinnu.  Í september var haldinn gagnlegur fundur að frumkvæði Miðflokksins með Árna Gunnarssyni framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands.  Þar var farið yfir málið og hann spurður  áleitinna spurninga um hvers vegna færri flugsæti væru í boði til Egilsstaða en Akureyrar og hvers vegna fargjöld til og frá Egilsstöðum væru umtalsvert hærri.  Fátt var um svör en lofað að farið yrði yfir málið syðra. 
  2. Í maí 2019 var lagt til að kanna með byggingu sjúkrahúss á Egilsstöðu, vegna þess að það ríkir ófremdarástand í þeim málum hér þegar flytja þarf sjúklinga aukalega sextíu og sjö kílómetra í greiningu og sömu leið til baka í sjúkraflug frá Egilsstaðaflugvelli. Niðurstaðan úr nefnd var að krefja heilbrigðisyfirvöld um greiningarstöð á Egilsstöðum.  Lítill áfangi en þó í rétta átt.
  3. Í ágúst 2019 var lagt til að undirbúin yrði atvinnulífssýning sumarið 2020 með málssvara ungs fólks á Austurlandi, Ungt Austurland. Ekki tókst að þoka því verkefni áfram og vegna ástands í þjóðfélaginu og sameiningu sveitarfélagaga á mið-Austurlandi, þótti henta betur að halda slíka sýningu 2021.  Þráðurinn verður tekinn upp strax eftir eftir kosningar.
  4. Í nóvember 2019 var lögð fram tillaga um „Landsbyggðalínu“ samning við ríkisstjórnina um flugsamgöngu- og lífsgæðasáttmála á sömu nótum og borgarlína og lífsgæðasáttmála í Reykjavík. Á sama fundi var varað við því að þrengt yrði svo að Egilsstaðaflugvelli að það hefði afleiðingar um framtíðarskipulag hans, nýtingu og frekari uppbyggingu. 
  5. Í febrúar 2020 var lagt til að sveitarfélagið ályktaði um brask með aflátsbréf um hreinleika orku, þar sem verulegur vafi var á því hver gæti hagnast á því undir hvaða formerkjum og hjá hverjum. Hvatt var til að finna leið til þess að fjarmagn, vegna vottunar hreinleika orku, enduðu í því sveitarfélagi sem sannanlega væri upphafspunktur orkuframleiðslu t.d. með að leggja til land undir uppistöðulón.
  6. Í mars 2020 var lagðar fram metnaðarfullar hugmyndir um heildstæða útfærslu á Egilsstaðaflugvelli til langrar framtíðar. Hugmyndin hefur vakið verðskuldaða athygli.

Þetta er brot af þeim verkefnum sem Miðflokkurinn hefur verið að vinna með og mun þoka áfram.  Hverjum er best treystandi til að koma verkefnum í framkvæmd.  Virkjum hugann og hugsum stórt.

Hér er að ofan er fjallað um Fljótsdalshérað fyrir sameiningu, sem þarf að aðlaga að breyttum veruleika eftir kosningar.

Benedikt V Warén

Skipar sæti 11 á lista Miðflokksins í Múlaþingi

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband