6.8.2020 | 22:55
Hvað er hægt að spara mikið í brúargerð???
Það er þyngra en tárum taki að horfa ítrekað fram á kostnað við brúargerð á Íslandi. Löngu er búið að finna upp forsteyptar einingar og eru þær notaðar óspart í útlöndum, svo það eru engin geimvísindi við slíkar framkvæmdir, bara kynna sér hvað aðrir eru að gera og nýta það.
Flest brúarmannvirki er þannig í sveit sett að það er einungis spurningin að hliðra vegstæði og hafa sveig öðru hvoru megin við brúna, en ekki akkúrat á brúarstæðinu. Beinir kaflar eru á Íslandi en gjarnan er því þannig háttað að koma fyrir sveig akkúrat í brúarstæðinu.
Það er útilokað að ekki sé hægt að nýta forsteyptar einingar. Ef hönnuðir fá það verk að hanna brú og veg í sammfellu á sem hagkvæmastan hátt. Jafnframt eiga að vera til mót til að steypa upp varnarvegg við sinn hvorn bakka árinnar, sem henta forsteyptum einingum að leggja yfir ána. Tímasparnaður yrði ótvíræður við að eiga býr á lager.
Vissulega þarf stundum að byggja brýr sem ekki hentar að nota forsteyptar einingar í. Það eru hins vegar til þess að gera fá tilfelli. Ísland er viðfermt land og óþarfi að leggja sig í líma við að gera einfalda brú flókna einungis til að skaffa hönnuðum vinnu.
Breikkun brúa mun kosta á annan milljarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.