Verkfælin og vonlaus ríkisstjórn

Ofanflóðasjóður er tómur, en stjórnin sjóðsins er með það á hreinu hvað skal gera, hvar og hvenær.  Það vantar bara stolnu peningana og eitt orð frá ríkisstjórninni. "GO"

Nei....það er ekki svona einfalt vinnuferlið hjá ríkisstjórninni. Það þarf nauðsynlega að skipa nefnd til að fara yfir málið. TIL HVERS????

Þegar Útlendingaeftirlitið vinnur eftir reglum sem Alþingi setur vegna erlendra reglugerðafargans og býr sig undir að vísa fólki úr landi eftir landslögum, tekur fólkið í landinu sig til og mótmælir brottvikningunni.  Ráðherra nýtir þá rétt sinn, vegna þess að hann vill ekki dala í skoðanakönnunum og frestar því brottvikningunni.  Þá kemur enn og aftur að því að það vantar peninga frá ríkisstjórninni til að ná upp hraða hjá Útlendingastofnun. 

Þar að auki sannast eina ferðina enn, að það kostar minna að hafa þrýstihópa sem ráða, því við höfum handónýtt kerfi til að fara yfir þessi mál og verklausan ráðherrann sem setur ekki nothæfar leikreglur að vinna með.  Greinilegt er hver er ekki að vinna vinnuna sína, en fær samt greitt fyrir úr sjóðum almennings. TIL HVERS???

Auðvita bíður maður hundspenntur eftir því, að ríkisstjórnin skipi millinefnd og aðalnefnd yfir allar nefndirnar, til að fylgjast með hinum nefndunu, sem eru að vinna óþarfa vinnu að málum sem ríkisstjórnin á að vera vinna í. 

Ríkisstjórn??  TIL HVERS??  

 

 


mbl.is „Múhammeð og fjölskylda eru örugg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er spurning hvor "aðalnefndin" ætti ekki að fá inni í samhæfingarmiðstöðinni Skógarhlíðinni og lýsa yfir gulu óvissustigi.

Magnús Sigurðsson, 3.2.2020 kl. 06:30

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Magnús.  Það þarf greinilega að skipa samhæfinganefnd til að greina tillögu þína. wink

Benedikt V. Warén, 3.2.2020 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband