24.8.2019 | 00:24
Jarðgöng sem gagnast fleirum
Á heimasíðu Samgönguráðuneytisins má finna eftir farandi frétt:
Verkefnishópur skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skilað skýrslu um Seyðisfjarðargöng. Niðurstaða hópsins er að með hliðsjón af ávinningi samfélags og atvinnulífs á Seyðisfirði og Austurlandi í heild sé vænlegast að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Slík hringtenging færi samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur.
Þetta er nú svo sem gott og blessað, að loks eftir áratuga baráttu, sjái til í lands með samgöngubætur til Seyðisfjarðar. Ljóst er að þessi útfærsla hefur verið sumum stór biti að kyngja og því hefur þurft að gefa einhver sleipiefni til að fá þessa útfærslu til að renna ljúflega.
Mikið verk er framundan að hanna endanlega útfærslu og því er tímabært að kom á framfæri hugmyndum um útfærslu, sem henta mundi heildinni best, án þess að kvika frá megin stefi um úrbætur til Seyðisfjarðar.
Meðfylgjandi er tillage að fyrirkomulagi, sem henta mundi meirihluta íbúa Austurlands best, að mati síðuhafa (sjá mynnd).
- Seyðfirðingar fengu sín langþráðu göng
- Einangrun Mjóafjarðar yrði rofin með göngum út úr þeim göngum
- Í fyllingu tímans yrðu grafin göng undir Eskifjarðarheiði
Með því að grafa hliððargöng út úr Seyðisfjarðagöngum sparest einn vegskáli. Á Vestfjörðum eru þríarma göng á milli Ísafjarðar, Suðureyrar og Flateyrar. Ekki er annað vitað að þetta fyrirkomulag hafi reynst prýðilega.
Auk þess að spara einn vegskála við gangagerð til Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar, væri hægt að stytta verktíma verulega með því að vinna sig inn frá Mjóafirði og grafa þaðan í sitthvora áttina. Með þessar útfærslu væri loftræsting jafnframt betri í öllum göngunum og auk þess væri komin flóttaleið úr göngunum, ef til þess kæmi að rýma þau og mun skemmri tíma gæti tekið að koma þeim í gagnið.
Göng undir Eskifjarðarheiði væri mun meiri samgöngubót fyrir þorra íbúa Austurlands, en aðrar lausnir sem eru í spilunum. Nánast sama vegalengdin er frá Egilsstöðum og að Álveri Alcoa á Reyðarfirði og greiðari leið um hávetur að fara þar á milli, en að fara um Fagradal. Hagstæðast yrði þetta fyrir Eskfirðinga að komast til Héraðs t.d. að komast í flug. Lítið lengra er fyrir Norðfirðinga að fara sömu leið, - í langþráða ferð til Héraðs.
Fyrir Reyðfirðinga og þá sem á Suðurfjörðum búa, er þetta einnig varaleið, þegar válind veður herja á Fagradal.
Samtals yrðu þetta um 25 km, eða svipuð vegalengd og bráðabirgða útfærsla um jarðgöng, sem kynnt var á dögunum og trúlega jafnframt eitthvað ódýrari.
Athugasemdir
Göng milli Norðfjarðar og Seyðisfjarðar gegnum Mjóafjörð og nota Fjarðaheiði áfram er skinnsamasti kosturinn, það er hægt að vinna í báðum göngum samtímis tekur mun skemmri tíma og nýtis vel, fyrir alla, Þá daga sem Fjarðaheiði er illfær geta menn lagt krók á lykkju sína upp í Egilsstaði.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 24.8.2019 kl. 09:44
Sæll Hallgrímur og takk fyrir þína hlið. Verð að hryggja þig með því að þarna erum við mjög ósammála. Samgöngubætur eiga að vera til að stytta leiðir og bæta flæðið, en ekki þegar vegur er illfær geta menn lagt krók á lykkju sína.
Benedikt V. Warén, 24.8.2019 kl. 10:29
Ég hryggjist ekkert þótt við séum stundum ósammála, en Þetta styttir leiðir og bætir flæðið vel yfir 90% á árinu fyrir Seyðfirðinga og Norrænufarþega upp á Hérað og allt árið suðureftir, ásamt að vera 35 milljörðum ódýrara sem gætu nýst í aðrar samgöngubætur á Austurlandi td jarðgöng undir Berufjörð við Djúpavog ásamt holu gegnum Breiðdalsheiði. Ég held að fjármagnið muni ráða í þessum efnum.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 24.8.2019 kl. 11:15
Það er styttra og samfélagslegra gáfulegra að fara Seyðisfj.- Mjóifj.-Norðfj. og taka göngin upp á Hérað þar sem þau nýtast öllum landsmönnum. Hægt að vinna með sama genginu í tvennum göngum í einu, þ.e. 3 gengi í tvennum göngum. Það má síðan hugsa Eskifjörð-Eyvindarárdal eða jafnvel Reyðarfjörður - Hérað. Það setur enginn heilvita stjórnmálamaður 35 milljarða í göng fyrir tæplega 700 manns.
Túristarnir munu fara Fjarðarheiði yfir sumartímann í stað þess að borga vegtoll í göng. Uppistaða umferðar eru túristar.
Sindri Karl Sigurðsson, 24.8.2019 kl. 12:17
Hallgrímur. Þú ert kominn út um víðan völl í þínni færslu. Við erum að tala um göng til Seyðisfjarðar og í Fjarðabyggð og það kemur kvorki Breiðdal né Djúpavogi við. Það er seinni tíma umræða.
Það er pólitísk ákvörðun að hafa byggð á Seyðisfirði og það er á ábyrgð kjörinna fulltrúa á Alþingi að samgöngur séu í lagi þangað, - stystu og öruggustu leið. Þó einhver finni út að sautján daga sé ófært yfir Fjarðaheiði eru fleiri dagar sem stórhættulegt er að fara þar yfir á illa búnum ökutækjum með óvana bílstjóra undir stýri. Nagladekk má ekki nota hluta úr ári, það er í lögum, og Vegagerðin er hvorki að sinna snjómokstri né hálkuvörnum þegar fjármunir eru upp urnir í vetrarviðhaldið.
Visindamenn hafa jafnframt spáð, að í framtíðinni muni rigna meira á Íslandi. Það er því hreinn og klár barnaskapur ef menn telja að það sé ávallt rigning sem falla mun á Fjarðaheiði, sem er í um sjöhundruð metra hæð yfir sjó.
Benedikt V. Warén, 24.8.2019 kl. 18:28
Sindri Karl. Þú ert að viðra þina skoðun gegn vilja Seyðfirðinga. Er ekki rétt að þessir 700, sem þú nefnir, - hafi meira vægi?
Snúðu dæminu við. Hefði einhver norðfirðingur verið ánægður með gömlu Oddskarðsgöngin gegn því að fara um Mjóafjörð til Seyðisfjarðar og yfir Fjarðaheiði til að fara í flug, eða sinna öðrum erindum á Héraði?
Svo pæling í þínum anda. Oddskakrðsgöng, ný Eskifjarðagöng og nú er krafan um göng til Mjóafjarðar, - þrenn göng fyrir 1532 íbúa??
Benedikt V. Warén, 24.8.2019 kl. 18:36
Pelli minn ætli ég fari ekki um víðann völl vegna þess ég er víðsýnni en þú en samt sé ég ekki kostinn um Eskifjarðaheiðina frekar en Nes-Mjóa. Sem nýtist betur fyrir fyrirtæki sem eru með starfsstöðvar á Seyðis og Nes ásamt þeim sem vilja koma útflutningi með Norrænu. Svo er stytting fyrir þá Seyðfirðinga og Mjófirðinga sem vilja vinna í suðurátt. Tímir nokkur orðið að fljúa þannig að sú röksemd hefur æ minna vægi
Ég er samt hræddur um að fjárveitinganefnd alþingis svelgist á kostnaði Fjarðaheiða gangna og velji ódýrari kost.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 24.8.2019 kl. 23:26
Opnaðu bæði augun Hallgrímur.
Það er fjórðungssjúkrahús í Neskaupstað. Stysta leiðin þangað frá Héraði er undir Eskifjarðarheiðina um ný Eskifjarðagöng á fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Það sjúkrahús er ekki bara fyrir Fjarðabyggð, rútuslys og önnur óhöpp hafa orðið á Héraði og aðliggjandi leiðum þangað, þá er mikilvægt að komast brátt undir læknishendi.
Hvað varðar fiskinn, þá er verið að aka honum þvers og kurs um landið til að koma honum á markað, sem síðan er ekið til baka í vinnslu, svo enn einu sinni til að koma honum í skip. Þá hann langa ferð fyrir höndum til neytenda. Hvað ert þú að tala um nokkra kílómetra milli fjarða?
Auðvita er einhver stytting sem nokkrir starfsmenn t.d. í álveri mundu græða á, en eru þeir fleiri en þeir sem eru í ME, fara í verslunarferð í Bónus og nýta (ennþá ) flugið? Auk þess er stór hópur að fara ýmissa erinda norður til Akureyrar. Hvers eiga þeir að gjalda?
Innn tíðar verður ferskum fiski í auknum mæli flogið á markað, þá þarf leiðin að vera greið á næsta flugvöll.
Erfiðast fyrir þungaflutninga er að klifra um brattar brekkur yfir fjallvegi.
Talandi um víðsýni, er ég búinn að vinna á vinnustað með góða yfirsýn, - hver hefur löngum verið þinn vinnustaður????
Benedikt V. Warén, 25.8.2019 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.