Fúsahola til Mjóafjarðar

image001Nú eru talsverðar líkur á að skynsemin fái að ráða og hlustað verði á þá sem mesta hagsmuni hafa í málinu. 

Þá á ég við Fjarðaheiðargöngin milli Héraðs og Seyðisfjarðar, sem nú sér fyrir endann á að komist inn í fjárlög og því fyrr því betra.

Best væri á því, að göngin verði í boga og þá væri hægt að bora Fúsaholu fyrir Sigfús Brekkubónda til þess að hann komist af bæ á öllum tíma árs frá Mjóafirði(sjá mynd).

Enn fremur hefur það þá kosti:

Sparar einn vegskála.

Hægt er að flýta vinnu við göngin, með því að grafa frá sitthvorum enda og til beggja átta frá göngum, sem liggja til Mjóafjarðar.  Þannig má flýta gangagerðinni svo að þau komist í gagnið á sem skemmstum tíma.

Síðast en ekki síst, þá er komin göng sem nytast sem flóttaleið, ekki eingöngu fyrir Fúsa til Héraðs, heldur sem flóttaleið ef eitthvað gerist í göngunum.  Auk þess verður betri loftræsting í göngunum.

Aukaafurð, væri svo að byggja orkuver inni í göngunum og nýta vatn á Gagnheiðinni og koma því í fallpípu niður í túrbínur.  Fallið er umtalsvert og hægt að framleiða mikið rafmagn með til þess að gera litlu vatnsmagni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband