31.5.2019 | 16:45
Miðflokkurinn þurrkaði upp stimpilpúða EES/ESB, sem...
...stjórna landinu um þessar mundir. Til hamingju með árangurinn.
Vonandi verður komin vitræn ríkisstjórn þegar þessi umræða kemst aftur á dagskrá, svo hægt verði endanlega að svæfa allar hugmyndir um að koma auðlindum þjóðarinnar í hendur braskara.
Fresta umræðu um orkupakkann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verum vongóðir Pelli, en vitræn ríkisstjórn er það ekki to much?
Magnús Sigurðsson, 31.5.2019 kl. 17:25
Fyrst tókst að berja Steingrím til að fresta umræðunni má alveg láta sig dreyma um vitræna ríkisstjórn. Auðvitað eru það svaka bjartsýnar væntingar, - ég viðurkenni það.
Benedikt V. Warén, 31.5.2019 kl. 18:15
Verst Magnús, ef þessi frestun endist bara yfir helgina.
Benedikt V. Warén, 31.5.2019 kl. 18:57
Svo er spurningin, hvaða hreðjartak hefur ESB mafían á þessum 54 Alþingismönnum, sem þegja flestir þunnu hljóði?
Hvernig í dauðanum halda þeir sömu að þeir komist upp með að undanskilja sæstreng úr þessari tilskipun?
Hversu bláeygir geta þingmenn verið?
Benedikt V. Warén, 31.5.2019 kl. 19:06
"Hvernig í dauðanum halda þeir sömu að þeir komist upp með að undanskilja sæstreng úr þessari tilskipun?" Það er to much að ætlast til að þessir 54 haldi annað. Þetta eru bæði bláeygar dúkkulýsur og b leikarar.
Magnús Sigurðsson, 31.5.2019 kl. 20:13
Satt segir þú Magnús.
Verst er þó að þeir sem kusu og fengu því framgengt að núverandi stjórnarhræringur settist í ríkisstjórn, munu trúlega kjósa D, VG og B aftur næst.
Sá hópur ætti að fá í kaupbæti, - löggildingu í heimsku.
Benedikt V. Warén, 31.5.2019 kl. 20:32
Ekki er hægt að átta sig á Pírötum í neinu máli á Alþingi. Þeir eru eins og gallaðar rakettur. Sumir springa þegar síst skyldi og hjá öðrum verður spítan eftir og enginn veit hvaða stefnu þeir taka.
Viðreisn er eins og ein stór fýlysprengja og Samfylkingin er með blautt púður og það eina sem gerist er að kveikurinn brennur upp.
Benedikt V. Warén, 31.5.2019 kl. 20:42
Það væri landhreinsun ef það væri hægt að losna við þetta lið til Brussel. En úr því að EES samningurinn dugði ekki til, þá er hæpið innganga í ESB breyti neinu hvað það varðar. Svo sennilega sitjum við uppi með stórgallaðar fýlusprengjur af öllu sortum.
Magnús Sigurðsson, 31.5.2019 kl. 21:03
Augnblik féll ég fyrir hugmyndinni Magnús, að senda þetta lið úr landi og jafnvel til í að skoða umsókn að ESB, en þá kom fréttin á RÚV um að verið væri að senda illa flokkað sorp til baka........
Benedikt V. Warén, 31.5.2019 kl. 21:37
Þegja flestir þunnu hljóði
þingmenn eins og ekkert sé
Kvartett sönglar, “kannski gróði”
og kyssir vöndinn ESB.
Benedikt V. Warén, 1.6.2019 kl. 12:10
Þegja flestir þunnu hljóði
þingmenn eins og ekkert sé
Kvartett sönglar, ´´kannski gróði´´
og kyssir vöndinn ESB
Benedikt V. Warén, 1.6.2019 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.