RÚV best einkavætt. Öryggisþátturinn ofmetinn.

Þegar eingöngu ein útvarpsstöð var starfrækt og tæknin takmörkuð við að fá lesna tilkynningu vegna válegra tíðinda, var hægt að skýla sér á bak við öryggisþáttinn. Nú eru margar stöðvar og tæknilega hægt, með samkomulagi við stöðvarnar, að senda sameiginlega tilkynningu í gegnum allar stöðvarnar beint frá Almannavörnum.  Það væri langt um áhrifaríkara, en að senda eingöngu á einni ríkisrás, sem ekki hefur almenna hlustun.


mbl.is Ekki brýn þörf lengur fyrir RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Öryggisþáttur RÚV hefur verið brandari í 20 ár, að minnsta kosti.

Ég man til dæmis vel þegar þeir ákváðu að Suðurlandsskjálftinn væri minna merkilegur atburður en einhver fótboltaleikur.

Stöð 2 hélt annað.  Þangað fór maður til að fá fréttirnar AD 2000.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.4.2019 kl. 10:53

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það laukrétt hjá þér Ásgrímur, þetta er orðinn langþreyttur brandari.  Hugsanlega væri hægt að líða það að ríkið ætti eina sjónvarpsrás, sem hefði það að markmiði að taka upp menningarlegt efni til dreifingar m.a. á landsbyggðinni, sem hefur ekki greiðan aðgang að slíku efni, s.s. frá sinfóníunni, Þjóðleikhúsinu, Hörpu og vinna með eldra efni, en dynur látlaust frá á síbylju hinna rásanna.

Benedikt V. Warén, 18.4.2019 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband