Hvernig væri fyrir þingmanninn Þorstein að girða sig í brók....

...og sjá til þess að raforkumál þjóðarinnar verði með þeim hætti að sómi sé að, áður er farið er að leggja þetta fjöregg þjóðarinnar sem skiptmynt í spilakassa ESB.

Hvað hastar?
Hver er ávinningur Íslendinga?

Forgangurinn er:

-Sama orkuverð, hvort sem er í borg, bæ eða lögbýlum
-Rafvæða fyrst hafninar
-Sjá til þess að ekki þurfi að framleiða raforku með olíu á Íslandi nema í neyð

 


mbl.is „Algjörlega óþolandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þorsteinn kemur klökkur í ræðustól.  

Sáust krókudilstár á hvarmi?

Benedikt V. Warén, 9.4.2019 kl. 17:20

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Júdas sveik fyrir silfur-klink.

Þorsteinn er á sama stað fyrir EURO-klink.

Benedikt V. Warén, 9.4.2019 kl. 17:22

3 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Það er eftirtekatarvert að Þorsteinn nefnir aldrei nein dæmi í sínum málflutningi þegar hann skattyrðist útí aðra þingmenn sem eru á öndverðum meiði. Til að mynda þegar hann í ræðu, langhundum og viðtölum sakar þingmenn og aðra um populisma  þá er hann sjálfur að beita fyrir sig populisma.

Daníel Sigurðsson, 10.4.2019 kl. 00:41

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Daníel, Þakka þér fyrir innlitið. 

Já hann Þorsteinn, hann virðist gleypa allt hrátt, úr réttri átt, þegar honum hentar. 

Það sem mér finnst merkilegast í allri þessari umræðu, er að hvergi er minnst á ávinning Íslendinga eða þjóðarinnar í öllu þessu bixi. 

Hvergi er heldur talað um tapið í svo löngum streng, sem gæti numið einni Blönduvirkjun. 

Hver borgar það tap? 

Leggst það á íslensku þjóðina til að selja á "hagstæðu verði" rafmagn á sameiginlegan markað?

Þurfum við svo að auki að hækka raforkuverðið hér heima til að mismunun eigi sér ekki stað á sameiginlegum orkumarkaði?

Svör við þessu virðast ekki vera uppi á borðum, enda ekki von, þeir sem vilja þennan pakka vita ekki hvað rafmagn er, hvorki hvernig það er framleitt né hvernig hægt er að stýra framleiðslu í uppistöðulónum.

Með góðri kveðju.

Benedikt V. Warén, 10.4.2019 kl. 08:37

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna hitti Daníel akkúrat á það og þetta lýsir "vinnubrögðum" þorsteins mjög vel, bæði áður en hann fór á þing og eftir....

Jóhann Elíasson, 10.4.2019 kl. 11:36

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Jóhann.  Þorsteinn var sannfærandi í pontu Alþingis, grátklökkur yfir því að einhverjir var svo óforskammaðir að opinbera sannleikann í þingsal.

9CF7DB90 8F4D 404A 8700 8DF7D46D08A5

Benedikt V. Warén, 10.4.2019 kl. 12:58

7 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Þorsteinn Víglundsson fjargviðraðist yfir því nýlega að norskir einstaklingar sem hafa andæft innleiðingu 3. Orkupakkans í Noregi hafi gert ferðir sínar hingað til lands til að reka hér hræðsluáróður gegn pakkanum og hafi með því gert sig seka um frekleg afskipti af ínnanríkismálum Íslands.  Ja, heyra á endemi. Þorsteini væri nær að nefna mun alvarlegri heimsókn er norski utanríkisráðherrann gerði sér ferð hingað til lands í fyrri í þeim tilgangi einum að hvetja íslensku ríkisstjórnina til að fylgja norsku ríkisstórninni í pakkamálinu.  Ella væri voðinn vís og EES samningurinn í uppnámi með afleiðingum sem norska ríkisstórnin gæti ekki hugsað til enda.  Íslendingar yrðu að standa með frændum sínum Norðmönnum.  Skyldi sá norski hafa hugleitt að nota tækifærið tilað biðja íslendinga afsökunar á því að hafa ekki stutt þá í landhelgisstríðunum? Og heldur ekki í hruninu?  Svari hver fyrir sig.

Daníel Sigurðsson, 10.4.2019 kl. 22:36

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Í 7.tbl. Bændablaðsins á blá. 34, er kolsvört skýrsla um orkupakka 4, sem vert er að lesa. Ekki verður annað séð, en verið sé að afsala sér allri aðkomu að orku Íslendinga um alla framtíð.

Félegar andskoti það, svo ekki sé meira sagt.

Benedikt V. Warén, 11.4.2019 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband