8.4.2019 | 19:00
Fyrsti, annar og þriðji orkupakkinn.
Hvað hafa fyrstu tveir orkupakkar skilað sér í hagkvæmni til raforkukaupa á Íslandi?
Hvað mun þriðji orkupakkinn framkalla mikinn ávinning fyrir Íslenska orkukaupendur?
Hvers vegna er verið að taka þetta rugl fyrir og eyða tíma Alþingis?
------------------
Hvernig væri að koma rafmagni í hafnir og minnka kolefnaspor Íslands vegna semmtiferðaskipa?
Hvernig væri að styrkja raforkukerfið á landsbyggðinni, svo ekki þurfi að framleiða rafmagn með innfluttri olíu?
Væri ekki rétt að fjalla um þetta á ALþingi í stað þess að fjalla um tilgangslausa tilskipun ESB?
--------------------
Hvernig væri að laga þann mismun sem er í dreifingu raforku til íbúa dreifbýlis?
Er mismunun ekki bönnuð hjá ESB?
Furðulegt jafnræði það, að dreifbýli þurfi að greiða hærra raforkugjald, vegna skilgreiningu RARIK á því hvað er að vera í dreyfbýli.
Á þetta ekki að vera öfugt?
Á rafmagnið ekki að ódýrara í dreifbýli?
Þaðan kemur rafmagnið!!
Úr dreifbýlinu!!!
Tókust á um fjarveru Sigmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í Kastljósi í kvöld birtist gamall draugur frá fyrsta ári Sjónvarpsins, þegar ráðherrar vildu sjálfir fá að ráða því hvað spurningar væru lagðar fyrir þá.
Því var að sjálfsögðu ekki ansað frekar en í fjölmiðlum erlendis.
Guðlaugur Þór gekk þó skrefinu lengra í kvöld og ávítaði þáttarstjórnandann fyrir að hafa ekki lesið skjalið sem rætt var um í þættinum. Ósannaðar dylgjur og hroki.
Á þingi í dag skammaðist hann út í Sigmund Davíð fyrir að hafa ekki hætt við fyrirhugaða erindisför á vegum þingsins til að vera viðstaddur upphaf umræðunnar um 3. orkupakkann á þingi.
Ómar Ragnarsson, 8.4.2019 kl. 20:57
mbl.is í dag:
Guðlaugur Þór hafi sagt að samið hefði verið um það við forystu Miðflokksins að málið yrði tekið fyrir í dag.
Þetta segir Sigmundur að sé rétt. En það hafi verið til þess að utanríkisráðherra gæti farið til útlanda. „Um hvað samdi hann? Að umræðunni yrði flýtt svo hann, ráðherrann, fengi að yfirgefa umræðuna til að fara til útlanda!“
Ef Guðlaugur eru tilbúnir að fara niður á þetta plan í umræðunni um mætingu, munar hann ekkert um að vera á sama stað með þriðja orkupakkann.
Eins og sagt var:
”Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði”.
Trúi hver sem vill, að þriðji pakkinn sé eitthvað annað en baneitrað peð.
Benedikt V. Warén, 8.4.2019 kl. 22:11
Þakka þitt innlegg Ómar.
Benedikt V. Warén, 8.4.2019 kl. 22:12
Oftsinnis er búið að halda því fram, að hægt sé að semja um inngöngu í ESB á öðrum forsendum en ESB. Margsinnis er búið að hrekja þessa fullyrðingu.
Oft hefur verið bent á, að ef vistin í ESB hugnist ekki aðildalandi, er hægt að segja upp aðild. Hvernig rímar það við BREXIT?
Hvernig eru samningar um makríl við ESB? Ef ekki er farið að vilja ESB er hótað viðskiptabanni.
Viðskiptabann ESB gagnvart Rússlandi skaðaði viðskiptalega hagsmuni Íslands. Þýskaland var með nær óbreytt viðskipti frá upphafi við Rússa.
Merkilegt hve margir eru tilbúnir að kyssa á ESB-vöndinn.
Benedikt V. Warén, 8.4.2019 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.