Breimandi köttur á heitu tinþaki.

Drama í boð Samfylkingarinnar.  Sagan, eins og hjá Tennessee Williams, er fjölskyldudrama innan Samfylkingarfjölskyldunnar, þar sem ýmis óþægileg vandamálin skjóta upp kollinum.  Lengi vel var talið að ekki mundi neitt hvisast út um vandamálin, þar sem önnur fjölskylda var milli tannanna á fólki, vegna óheppilegra atvika á bar niðri í bæ sem vitni lak í fjölmiðla.

Athyglivert hve fjölmiðlar voru lengi að taka við sér, eins drjúgir og þeir eru þegar annar stjórnmálaflokkur á í hlut.  Voru þeir ef til vill hluti af plottinu, að þyrla upp nægjanlegu moldviðri, til þess að upp um hitt málið kæmist ekki???

Eru fleiri slík mál einhversstaðar föst milli þils og veggja, sem fjölmiðlar vita um og hentar að þegja í hel af pólitískum ástæðum. 

Eru fjölmiðlar á réttu róli að gæta jafnréttis og taka jafnt og hlutlaust á málum, hver sem á í hlut?  Einhvern veginn læðist efinn yfir, eins og hrollköld mara.

DÆMI:

a. Nei, nei, nei aldrei ESB.  Steingrímur J Sigfússon

b. Panamaskjölin.  Bjarni Benediktsson

c. IceHot1 á Ashley Madison.  Bjarni Benediktsson

d. Í ESB þótt að flokkurinn væri á móti slíkri aðild.  Katrín Jakobsdóttir

e. Borga, borga, borga ICASAVE.  Steingrímur J, Guðni Th., Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri.

f. Selja vistvæna orku og fá í staðinn stimpil að framleiða með kjarnorku, kolum, olíu og gasi.  Þarna þegja allir fjölmiðlar, nema besta blaðið á Íslandi, - Bændablaðið.

Þetta er ekki tæmandi list, en við hæfi að skrifa hann niður, til að sýna misvægið sem er í boði fjölmiðlanna. 

 


mbl.is Vika er langur tími í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Góðir punktar og hæglega gátu þeir legið á bilinu A -Ö ef menn leggja sig til við minnið. Það merkilega er að enginn fjölmiðill getur haft frumkvæði til að ræða um þá, eins og þú réttilega bendir á.

Ég vil nefna einn púnkt sem gæti verið undir liðnum D.1.  Það eru dómstólar og hvernig þeir hafa slegið samborgara okkar niður trekk í trekk, með sinni eigin túlkun á aðstæðum hverju sinni.

Dómstólar eiga ekki að skálda upp einhverjar aðstæður og segja í dómsorði að einhver banki hefði ekki lánað á þeim vöxtum sem þeir buðu viðskiptavinum sínum þegar viðkomadi lán voru dæmt ÓLÖGLEG síðar meir í dómum sínum. :eir gátu ekki séð sóma sinn í að líta til LAGA ALÞINGIS og dæmt út frá þeim lögum.

Ég persónulega hef engan dóm séð frá hruninu þar sem dómstólar landins hafa litið til þeirra laga sem að Neytandum er viðkemur Gengislánum og verðtryggðum lánum.

Þá vil ég einnig nefna svarleysi Ráðuneytis um kaup á eignum fallinna fjölskyldna, sem voru í boði ALÞINGIS og verkalýðsforingja.

Alþingismenn, þó helst sérstaklega einn sem þú nefnir í þinni færslu og er enn starfandi á þingi, hefur staðið upp á Alþingi og reynt að spyrna við fótum gagnvart því óréttlæti sem gekk yfir fjölskyldur þessa lands með yfirgangi fjármálakerfisins, sem þó var komið í eigu okkar allra. 

Nei, það voru gefnir bónusar til þeirra sem innheimtu sem mest - því meiri sorgir  hjá fjöskydum landsins- því meiri Bónus var veittur í boði ALINGIS.

Við gætum byrjað rólega að nefna dæmi undir líðum A og fikra okkur til liðs Ö, ef Alþinginsmenn hafa það ekki hjá sér að líta til samfélags síns og sína það í verki að snúa við óréttlætinu sem fólkinu fólkinu hefur verið  beitt undanfarin 10 ár.

Eggert Guðmundsson, 14.12.2018 kl. 20:51

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þakka innlitið Eggert.  Auðvita væri fróðlegt að taka saman lista, um mál þar sem lítið sem ekkert er fjallað um í fjölmiðlum.  Það er ekki laust við að það rugli mann oft í ríminu að hlusta á skýringar eins og sjálfstætt fréttamat fjölmiðlanna.  Það er náttúrulega bara argasta öfugmæli, vegna þess að fæstum fréttamiðlum tekst að gera þetta hlutlaust, oftast er hlaupið með atvik í fréttir, vegna þess að einhverjum þóknast sérstök útfærsla á fréttinni og þá gjarnan eins og almenningur upplifir hana á sinn öfgafyllsta hátt.  

Verst af öllu er, þegar dómstólar verða uppvísir af því að dæma í málum, undir almannaþrýstingi og umfjöllun fréttamanna.  Þá er hlutleysið lekið langt út í hafsauga.

Benedikt V. Warén, 15.12.2018 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband