Auðlindagjald / veiðigjald. Hver er mismunurinn???

Þann 21.10.2017 bloggaði ég um sama mál.

Af hverjur er eingöngu talað um veiðigjald (lesist: auðlindagjald) á fiskinn í sjónum?

Hvað með aðrar auðlindir?:

- Heita vatnið

- Kalda vatnið

- Gufuaflið

- Raforkuna

- Landið sem fer undir vegi

- Landið sem fer undir raflínur, ljósleiðara og aðrar lagnir

- Sand og möl í byggingar, flugvelli og vegi

Allt sem nefnt er hér að ofan tengis atvinnustarfsemi, eins og útgerðin og þeir sem eru að nýta sér þjónustuna, borga uppsett verð.

Nefni þetta bara sem dæmi um atriði, sem sumir hafa meiri aðgang að en aðrir.  

Hvað á að skattleggja og hvað ekki?
Hverja á að skattleggja og hverja ekki?
Er það ekki mismunun að leggja þyngri birgðar á sum byggðarlög en önnur?
Hver er jafnræðisreglan í stjórnarskránni?
Er þessi mismunun undanþegin henni?


mbl.is „Gríðarlegt högg fyrir svona samfélög“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þeir sem ætla sér að nýta heitt eða kalt vatn, framleiða rafmagn eða moka upp möl og sandi þurfa að eiga eða kaupa afnotarétt af landi, sé það yfirleitt í eigu einhvers. Ef ég vil moka upp möl á landi nágranna míns verð ég fyrst að semja um það við hann.

Ástæðan fyrir því að veiðigjöld eru lögð á er sú að ríkisvaldið takmarkar aðgang að fiskimiðunum og afhendir sumum útgerðarmönnum réttindi til að nýta þau meðan öðrum er meinað að gera það. Veiðigjaldið er greiðsla fyrir þessi einkaréttindi.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.11.2018 kl. 23:21

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Þorsteinn. Hvað með vatnið.  Hvers vegna á ekki að skattleggja það.  Landeigand ætti ekki að hafa ráðstöfunarrétt á vatni, þó hann fái greitt fyrir landspjöll undir vegi, línur og hús. 

Ef einhver bakar brauð, er hann ekki að kaupa af ríkinu.  Samt kemur 24.5% til ríkisins fyrir utan öll önnur gjöld sm þarf að greiða, áður en kaupandinn fær brauðið í hendurnar. 

Veit ekki betur en að raforkan sé að mestu háð einkaleyfi.  Hvers vegn kemur ekki meira í hlut ríkisins úr þeim pakka?

Benedikt V. Warén, 5.11.2018 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband