Er Jens Garðar með ríkisstjórnina í vasanum?

Hef grun um að stjórnendur Fjarðabyggðar leggi enn ríkari áherslu á að göng til Seyðisfjarðar verði tengd Fjarðabyggð, eftir niðurstöðu kosninga um vilja Seyðfirðinga til að sameinast Héraði.  Nú er komið að ögurstund Sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð að rústa því. 

Á sínum tíma voru ráðamenn í Fjarðabyggð á móti "Samgöngum" og eru nú búnir að missa af lestinni.  Þeir virðast hins vegar ekki ennþá vera búnir að átta sig á því, en hugsanlega getur pótitíkskur tengibúnaður snúið þessu Fjarðabyggð í vil, jafnframt því að vinda hressilega upp á ráðherra samgöngumála í Framsókn.

Rétt væri að meðfram sveitastjórnakosningunum, yrði kannaður vilji Seyðfirðinga til tengingar með jarðgöngum.

_____________________

Vilt þú að Seyðisfjarðagöng verði gerð:


A  Til Héraðs

B  Til Mjóafjarðar og Norðfjarðar
________________________

Fjarðabyggð er þeirrar gæfu aðnjótandi, að búið er að taka í notkun Eskifjarðargöng til Norðfjarðar.  Til hamingjumeð það.  Allir Íslendingar, sérstaklega Austfirðingar, gleðjast innileg með íbúum Fjarðabyggðar, sérstaklega Norðfirðingum. 

Ekki eru mörg ár síðan sambærilegt mannvirki var vígt milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar.

Það er því miður er ekki hægt að yfirfæra þá gleði á stjórnendur Fjarðabyggðar, þegar kemur að öðrum samgöngbótum í fjórðungnum.  Þá virðast öll sund lokast og verkefni verða lítt fýsileg og í flestum tilfellum arfavitlausar framkvæmdir, að mati þeirra.  Þeir eru að vísu nokkuð einangraðir með þá skoðun, en eru á hinn bóginn handvissir um að allir sérfræðingarnir í samgöngumálun Íslands, - sitji í Fjarðabyggð. 

Fáráðnlegt er að halda því fram að þeir séu á móti vegabótum.  En þær verða klárlega að koma Fjarðabyggð til góða á einn eða annan hátt, sérstaklega litlu Moskvu.  Því kemur það ekkert sérlega á óvart, þegar  rætt er um bættar samgöngur um Öxi eða jarðgöng til Seyðisfjarðar, að sérfræðingarnir í Fjarðabyggði umhverfist og séu á öndverðu meiði við aðra á Íslandi. 

Sérstakleg er athyglivert, hve þeim er óskaplega í nöp við þann fjölda, í öðrum austfirskum sóknum, sem eiga allt undir bættum samgöngum til Héraðs.

Því kveður Egill rauði:

Götur vilja bæir byggja
og bæta líf í gleði og sorg
En allar leiðir skulu liggja
lóðbeint heim á Rauðatorg


mbl.is „Seyðfirðingar vilja lifa lífinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband