Nú erum við að tala saman, eða......

...er eingöngu verið að tala um stærri Fjarðabyggð?

Erum við tilbúin að taka þetta alla lelið, - eitt sveitarfélag??? 

Gaman væri að fá eitthvað að heyra um það frá frambjóðendum á Austurlandi.

Kveðja "All the way, - Austurland-city"


mbl.is Austurland myndi sterka heild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Benedikt jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Benedikt minn !

Kjaptháttur einn: um gæzku og hagræði sameiningar vitleysunnar, ágæti drengur.

I. 1998: runnu gömlu Stokkseyrar- og Eyrarbakka hreppar saman við Selfoss kaupstað:: ásamt gamla dreifbýlishreppnum Sandvíkur hreppi,neðan við Selfoss.

Afleiðingarnar fyrir Sjávarplássin geigvænleg - í 1 orði sagt / það litla þjónustustig sem þó örlaði á í plássunum, fór rakleitt í greipar Selfyssinga : verzlun - póstur - læknisþjónusta, m.a.

Eftir sitja mínir gömlu sveitungar (Stokkseyringar og Eyrbekkingar) með sár enni / skipti minna máli fyrir Sandvíkinga, enda byggðist Selfoss upp frá þeim:: líkt Hraungerðingum og Ölfusingum strax, á 4.og 5. áratugum síðustu aldar.

Nema: skuldir Eyrbekkinga og Stokkseyringa snar- jukust, úr tiltölulega lágum 5 stafa tölum í síhækkandi 6 stafa tölurnar, og aukast enn, þar sem skrifræðisbáknið á Selfossi er að verða stjórnlaust, innan ekki langs tíma (að nokkru leyti: má líkja við Reglugerða farganið við Austur- Þýzkaland 1949 - 1989, þó mælikvarðinn sé annar: reyndar).

II. Eftir - að Þykkvibær, ásamt Háfshverfinu austur í Rangárvallasýslu, auk nokkurra annarra dreifbýlishreppa í Júní 2002, varð nákvæmlega sama sagan þar Benedikt / Hella (hins gamla Rangárvallahrepps) sogaði skjótt til sín þá þjónustu, sem var þó farið að örla á í Þykkvabæ og nágrenni.

Þið Austfirðingar: ættuð aðeins að sjá til, hvort ekki væri rétt að staldra aeðins við, enda, ........ sameiningar hagræðingar bullið í fullkomnum anda Höfuð- glæpaflokks landsins, sem kennir sig við Sjálfstæði, með utanáliggjandi dingli Framsóknar hyskisins, ásamt Samfylkingu og Vinstri grænu óþokkunum, Benedikt minn.

Með - beztu Hægri (yzt af brúninni) kveðjum samt sem áður, af Suðurlandi utanverðu /   

  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.5.2018 kl. 18:28

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Óskar Helgi.  Þakkir fyrir þína hlið málsins. 

Rétt er það, að ekki er ávallt akkur að sameiningu.  Stundum jafnvel óviskulegt.  Hér eystra háttar þannig  til, að mörg verkefni eru í svokölluðu byggðarsamlagi.  Heilsugæsla, öldrunarþjónusta, verkefni fjölfatlaðra einstaklinga, skólar, brunavarnir, skíðasvæði og svo mætti áfram telja.  Fjármunir í þessi verkefni skila sér sumpart seint og illa, jafnvel ekki neitt.

Oft á tíðum skilur maður ekki, þegar svo margt er orðið sameiginlegt, hvers vegna skrefið er ekki tekið alla leið og sameiningu komið á koppinn, því oft eru hnökrar á samstarfi þannig, eitt sýnist þessum og hinum hitt, og eindalaus núningur er milli þéttbýsiskjarna og leiðindi.  Sameining leysir ekki allan þann vanda, en gerir hlutin ef til vill bærilegri, eins og ástir samlyndra hjóna, sem vinna saman úr ágreiningi án þess að skilja.  Sambúð er ekki alltaf dans á rósum, sambúð er verkefni sem þarf að leysa.

Vegabætur þurfa einnig að fylgja í pakkanum, þannig að þjónusta, sem á undir högg að sækja í einu samfélagi, geti nýst íbúum þess í öðru. Hér eystra eru mörg umferðarmannvirki í þannig ásigkomulagi, að það liggur beinast við að friða þau og setja á minjaskrá.

Lifðu heill á þinni ystu nöf.

Benedikt V. Warén, 6.5.2018 kl. 22:01

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Smá viðbót.

Skipting tekna af opinberum framkvæmdum er ekki alltaf sanngjörn.  Bæjarstjórninni hér tókst að klúðra málum þannig, að lítið fjármagn fékkst inn í sveitarfélagið vegna byggingu virkjunarinnar við Kárahnjúka, þó megnið af vatninu sé frá því komið og auk þess þarf að skila vatninu til hafs um miðbæ Egilsstaða.  Auk heldur þarf rafmagnið að fara um langan veg í sveitarfélaginu, áður en því er skilað á hreppamörkum í Fjarðabyggð.  Lítið sveitarfélag hirðir megnið af innkomunni við rafmagnsframleiðsluna á meðan hitt fær alla innkomuna vegna framleiðslu álsins.  Svona eru nú hlutirnir stundum "sanngjarnir".

Kveðjur sem fyrr.

Benedikt V. Warén, 6.5.2018 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband