Sannir íslendingar á ferð, allt er annað hvort svart eða hvítt.

Sorglegt að horfa upp á það ítrekað, hvernig fólk leggur upp hlutina annað hvort með eða á móti.  Fólki virðist fyrirmunað að setjast niður, ræða sig í gegnum málin á lausnarmiðaðan hátt.

- Það fylgir ekkert fólk þessari virkjun, henni verður fjarstýrt að sunnan - 

Hvað með það?  Það verður tryggara rafmagn í sveitinni, þriggja fasa og möguleikar aukast á að nýta rafmagn á fleiri vegu.

Ég veit ekki um neinn sem hefur keypt eldavél og kvartað síðan undan því að enginn matur fylgi.

- Það verða settar upp vinnubúðir og svo verða þær rifnar og fjarlægðar -

Er ekki ráð að gera samning um að reysa húsnæði yfir vinnuflokkana og gera það almennilega, þannig að nýta mætti húsnæðið í ferðaþjónustu? Hótel eða eitthvað þess háttar.  Semja um frítt rafmagn í einhvern tíma til að kynda upp og lýsa.  T.d. 20 ár.

Ræða málið, ekki reyna að nálgast það og leysa með upphrópunum og allra síst á síðum dagblaða.


mbl.is „Engin glóra“ í Hvalárvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband