23.9.2016 | 23:56
Hafði trú á Sigurði Inga....en....
...nú þegar hann fer fram, þvert á það sem hann hafði áður gefið í skyn, neita ég því ekki, að á mann renna tvær grímur.
Það er landlægt meðal krata, að skipta út formanni, í von um betra gengi. Síðasta útskipting þeirra virðist hins vegar hafa misheppnast, ef marka má skoðanakannanir.
Ég held að þetta framboð SIJ sé eingöngu til þess fallið að skemmta skrattanum rækilega og kljúfa Framsóknarflokkinn í herða niður og gera kosningar auveldar fyrir andstæðinga hans.
Skemmtileg afmæligjöf það, - eða hitt þó heldur.
Sigmundur ekkert hrópandi kátur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Valdagræðgi breytir karakter manna mjög oft, en eitt er víst að það er ekkert auðséð að Sigurður Ingi komist á þing, en mjög líklegt að Sigmundur David kemst á þing.
Verða þá formannskosningar aftur eftir kosningar?
Ja þvílík ósköp sem að viðbjóðurinn Guðni Águstsson getur hrynt af stað.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 24.9.2016 kl. 00:37
Hvenær er formaður orðinn svo vanhæfur til samvinnu innan flokks, að réttlætanlegt sé að skipta um formann?
Hvar eru mörkin?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.9.2016 kl. 00:58
Við höfum lært af frásögn þeirra sem verða fyrir einelti. Það er nákvæmlega að gerast núna þótt undirbúningurinn hafi byrjað fyrr. Hvers vegna eru peningamenn fremstir í flokki þeirra sem reiða fram milj.í gjörninginn?
Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2016 kl. 02:05
Getið þið nefnt mér þá flokka Anna og Helga... sem myndu vinna með Framsóknarflokknum með SDG sem formann?
Jón Bjarni, 24.9.2016 kl. 02:47
Jón Bjarni. Hvers vegna hefur þú áhyggjur af því? Ég spyr á móti, hvaða munstur sér þú í þessu 16 flokka úrtaki, að kærleiksríku samstarfi eftir kosningar. Einnig. Hvað hefur SDG gert í samvinnu við samstarfsflokkinn, sem ætti að fæla hann frá samstarfi?
Benedikt V. Warén, 24.9.2016 kl. 07:21
Afsakið. Samkv. kosningavef Alþingis eru framboðin 18. Minnkar flækjustigið við það?
Benedikt V. Warén, 24.9.2016 kl. 07:43
Sæll Benedikt.
Merkilegt að Sigurður skyldi láta
etja sér útá þetta forað.
Forsendur hans um óróa innan flokksins halda ekki vatni
því skoðanir eru skiptar í öllum flokkum.
En valið er skýrt: Vilja menn efla Framsóknarflokkinn
til framtíðar eða hann dagi uppi sem nátttröll þeirra
afla sem vilja sjá 'Gamla heyið' hans Guðmundar Frímann!
Húsari. (IP-tala skráð) 24.9.2016 kl. 12:19
Ég veit það ekki en mér finnst það bara heilbrigt í stjórnmálaflokkum að tekist sé á um sæti í flokkunum og sérsstaklega um efstu sætin, Þeir sem þora því ekki eru bara aftaníossar sem skipta engu máli. En þetta er bara mín skoðun.
Enda höfum við marga aftaníossana á þingi sem gætu aveg eins verið heima hjá sér.
Steindór Sigurðsson, 24.9.2016 kl. 14:07
Húsari.
Framapot getur tekið fram fyrir hendur þeirra, sem í því lenda og þá eru loforð svikin og drengskaparheit fara fyrir lítið.
Benedikt V. Warén, 24.9.2016 kl. 20:47
Steindór.
Það er ekkert að því að takast á í pólitík, jafnvel er það hraustleikamerki flokks að það séu skiptar skoðanir. En að fara í þessa vegferð korteri fyrir kosningar, tekur öllu fram í vitleysunni. Þetta er sá tími, sem menn eiga að nota til að berja í brestina og vinna að stefnumótun fyrir flokkinn.
Gamlir Jókerar, eins og Guðni, eiga að halda sig í stokknum, þar til þeirra verður leitað.
Benedikt V. Warén, 24.9.2016 kl. 20:52
Benedikt. SDG hefur farið á bak við eigin þingflokks-félagsmenn (samkvæmt frásögn Höskuldar Þórhallssonar að Sigmundi viðstöddum). En sumum finnst kannski slíkir ólíðandi samvinnuörðugleikar innan eigin þingflokks ásættanlegir, og jafnvel samvinnuþýðlegir? Hvernig getur slíkt kallast annað en svik?
Hvernig getur einhver varið slík svik af formanni flokks?
Skil ekki hvað Jón Bjarni er að spyrja um, og beinir þeirri spurningu meðal annars til mín?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.9.2016 kl. 02:19
Sæll Benedikt.
Bestu þökk fyrir svarið, skýrt og skorinort.
Ætli annarri eins manndrápsfleytu hafi nokkru sinni
verið ýtt á flot í íslenskri pólitík eins og nú
er reyndin til róta?
Hætt er við að þeirra sem ganga um borð bíði beisklegur
aldurtili, að rekast sem Hollendingurinn fljúgandi um höfin
til eilífðar eða sökkva lóðrétt til botns strax
að loknum kosningum.
Gifta Sigmundar Davíðs og yfirburðir á vettvangi stjórnmálanna
er meiri en svo að nokkur geti gengið gegn henni.
Húsari. (IP-tala skráð) 25.9.2016 kl. 20:21
Hugleiðing út frá orðum húsara
Reyndin er sú til róta,
að rán og svindl og prettir
bregðast, er lögin brjóta
bráðlyndir villikettir.
Þótt svika þeir sæki´ í að njóta,
þeir seint verða´ af þessu mettir.
4/10/16
Jón Valur Jensson, 6.10.2016 kl. 02:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.