Dýraníð. Hver er skilgreining Haga?

Forstjóri Haga áttar sig greinilega ekki á því, að eitt er samningur við bændur og annað er dýraníð.  Einkennilegt að til séu þingmenn, sem ekki átta sig á því heldur.

Það er ekkert samhengi þar á milli framleiðslusamnings og dýraníðs.  

Dýraníð er lögbrot, og ef erfitt er að stöðva það, eins og dæmin sanna, er það vegna þess að lögin eru gölluð.  Það ætti því að vera þingmönnum hæg heimatökin að kippa því í liðinn.

Fyrir forstjóra Haga, er rétt að benda á það, að dýraníð er viðtækara en einungis hvað varðar þann bústofn, sem fyrirtæki hans selur afurðir af.  

Hvað með hunda og ketti. Eigendur þeirra hafa orðið uppvísir að fara illa með dýrin sín og það er því miður ekki eingöngu við þessar dýategundir.

Níð á aldrei að líðast, sama hvaða lífvera á í hlut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband