Votir draumar um sæstreng

Að selja orku úr landi er ein arfavitlausasta hugmynd sem upp hefur komið lengi og ég er mjög dapur yfir þætti forseta vors í þessu sambandi.  Þeir sem vilja selja, sjá gróða í hverju horni, en þegar betur að gáð, hefur þetta sömu áhrifin og að pissa í skóinn sinn, - tímabundin áhrif.

"Gróðinn" sem menn sjá, er vegna þess að lítið sem ekkert á að greiða landeigendum fyrir vatnsréttindin, heldur á "ágóðinn" að renna beint í hítina fyrir sunnan, eins og allar "góðu " hugmyndirnar sem koma frá EXECL-tæknunum.  Summan sem fæst fyrir orkuna, rennur beint til Landsvirkjunar og sama og ekkert er greitt af því fyrirtæki í fasteignagjöld fyrir stíflumannvirki, sem með réttu ætti að renna til sveitarfélaga.

Orkan okkar er hrein og verðmæt afurð, og vilji erlendir menn nýta hana, þá "versgú" komið og nýtið hana hér.  Skapið vinnu á Íslandi.  Sé eins mikil orka til í "kerfinu" eins og menn vilja vera láta, getum við nýtt hana í eigin þágu t.d. matvælaframleiðslu, ylrækt, fullvinnslu iðnaðarvöru, þar sem raforka er stór áhrifavaldur.

Orkan okkar er hrein og verðmæt afurð, því á ekki að eyða henni í tap í köplum milli landa.


mbl.is Segir sæstrenginn ekki ganga upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband