Hvers virði er samningsrétturinn, - ef lög koma eins og af flæðilínu frá Alþingi?

Hvert á þá að vera framhaldið?  

Hver er réttur launþega?

Er eðlilegt að ríkisstjórn sé strengjabrúða atvinnurekenda?  


Hver verða afdrif farþega í útlöndum, ef vélar verða ekki afgreiddar vegna aðgerða stjórnvalda? 

Að setja lög á frjálsa samninga eru gróf inngrip í eðlilegan farveg samningsaðila.  Verkföll eru neyðarréttur launþega, ef ekkert þokast í samningsátt.

Það verður einnig að ætlast til af þeim sem hafa skoðun á málinu, að koma með vitræna tillögu til lausnar, - ekki bara upphrópanir.

Þá þarf að gera þá kröfu til löggjafasamkomunnar, að hún þoki málinu áfram, - en ekki að koma því í pattstöðu eða enn harðari hnút.

 


mbl.is Lög verða sett á flugmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Það væri fróðlegt að sjá hver viðbrögði stjórnvalda yrðu ef flugmenn Icelandair, allir sem einn, taka sig saman og hundsa lagasetninguna. Hver yrði refsingin?

Svo má ekki gleyma því að flugfreyjur eru líka búnar að boða verkfall. Þeirra aðgerðir verða væntanlega slegnar af áður en þær byrja.

Erlingur Alfreð Jónsson, 14.5.2014 kl. 15:51

2 identicon

þetta er athyglisverður punktur hjá þér Erlingur, það er spurningin ef ein stétt riði á vaðið og hefði svona lög að engu hvort fleiri myndu fylgja í kjölfarið og hvaða áhrif það gæti haft á þjóðfélagið.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.5.2014 kl. 19:39

3 identicon

Þessi lög breyta engu, þeir fara bara í einu og öllu eftir sínum kjarasamning. Það er ekki hægt að neyða þá til að vinna yfirvinnu. Gangi Icelandair vel að fara inn í stærsta ferðasumar sögunar undirmannaðir með flugmenn sem vinna ekki yfirvinnu. Varlega áætlað má reikna með að félagið sé nú þegar búið að brenna hátt í 1.5 ma kr. á þessari tæpu viku sem aðgerðir flugmanna hafa staðið, 1. 12 tíma verkfall ásamt yfirvinnubanni í tæpa viku. Þvergirðingsháttur stjórnenda Icelandair/SA í þessari kjaradeilu á því eftir að kosta félagið umtalsverðar fjárhæðir til viðbótar. Ábyrgð stjórnenda er ekkert síðri í þessari deilu.

afturbatinn (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 02:26

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Úr athugasemdum við lagafrumvarpið:

"Þegar hefur Icelandair þurft að aflýsa tugum flugferða með tilheyrandi kostnaði og óhagræði fyrir farþega. Það er því ljóst og ótvírætt að gríðarlegir samfélagslegir og efnahagslegir hagsmunir eru í húfi."

........
 

"Litið hefur verið svo á að verkfallsrétturinn sé hluti af réttinum til aðildar að stéttarfélögum. Framangreind ákvæði setja því löggjafanum ákveðin takmörk þegar kemur að inngripum í verkfallsaðgerðir. Þannig er einungis heimilt að takmarka réttinn með lögum ef nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum og til verndar heilsu eða siðgæði manna eða réttindum og frelsi.
    Það er sameiginlegt inngripum Alþingis í kjaradeilur að forða hefur þurft efnahagslegu tjóni eða lögbundnum verkefnum hins opinbera hefur verið stefnt í hættu. Eins og áður greinir verða slík inngrip að samræmast ákvæðum stjórnarskrárinnar og þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands."

Hvað við aðgerðir flugmanna ógnar þjóðaröryggi eða almannaheillum, skapar glundroða eða glæpi og ógnar eða siðgæði manna eða réttindum og frelsi?  Ég bara spyr. Það er hægt að komast frá landinu þótt Icelandair fljúgi ekki en vissulega skapar það óþægindi og framboð er takmarkað. Nú efast ég um að ég sé sammála öllum kröfum FÍA, en verkfallsrétturinn er mannréttindi sem stjórnvöld eiga ekki að grípa inn í af efnahagslegum sjónarmiðum. Aðilar verða að semja.

Við búum í þjóðfélagi þar sem allar athafnir stjórnast að efnahagslegum sjónarmiðum og réttindi fólks eru fótum troðin af græðgissjónarmiðum einum saman. Stjórnvöld skera hagsmunaðila miskunnarlaust úr snörunni í hvert einasta sinn, þvert á lögvarinn rétt almennings.  Ég yrði ekki hissa ef FÍA færi með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu og raunar hvet til að það sé gert.  Þetta lið sem stýrir þessu landi verður að fara að læra að virða rétt almennings til athafna án þess að veifa sífellt efnahagslegum hagsmunum.

Erlingur Alfreð Jónsson, 15.5.2014 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband