Er verkfallsrétturinn gólfmotta Hönnu Birnu?

Nýlega var haft í hótunum við félagsmenn FFR, SFR og LSS vegna lausra samninga við ISAVIA.  Engar sjáanlegar bætur fengust þó upp í kröfugerð þessara félaga, - bara hótun stjórnvalda.

Nú liggur í  loftinu hótun úr sömu gryfjunni, þó ekki sé málið jafn víðfermt og í fyrra dæminu, þar sem mörg flugfélög sinna nú millilandafluginu.

Nú virðast stjórnendur og samninganefndir fyrirtækja geta stólað á aðkomu ríkisstjórnarinnar til að berja menn til  hlíðni í samningum, - bótalaust.  

Áður fyrr var ítrekað talað um að starfsmenn hins opinbera gætu vel verið á lægri launum, vegna þess hve lífeyrissjóður þeirra var sterkur og með ríkisábyrgð.  Sú söguskýring stenst ekki lengur og því er verið að vega í sama knérunn, með því að skjóta einnig verkfallsréttinum út af samningaborðinu.

Icelandair er ekki eiginlegt ríkisfyrirtæki, þó það væri nánast á fjárlögum mörg ár í röð fyrir nokkrum árum.  Nú græða þeir hins vegar á tá og fingri, en þó má engu skila til almennings, ekki einu sinni til starfsmanna fyrirtækisins.
mbl.is Flugmannaverkfall kynnt í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Lækka launuin hjá ofrlauna forstjóranum. Við lífeyrisþegar höfum ekki efni á að borga svona ofurlaun eins og forstjóri Icelandair hefur, ég ættla ekki að segja töluna, því ég hef hana ekki nákvæmlega. En þeir sem vilja geta kynnt sér hana. Meðan menn hafa svona laun, þá er ekki nema von að aðrir hjá fyrirtækinu vilji góð laun líka!!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.5.2014 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband