14.1.2014 | 23:55
Vegurinn heitir Fagradalsbraut...
...en Vegagerð Íslands tók sér það alræðisvald að skíra upp Fagradalsbrautina og kalla hann Norðfjarðaveg um Fagradal. Dugleysi kjörinna fulltrúa, fyrst Egilsstaðabæjar síðan Austur-Héraðs og nú Fljótsdalshéraðs fólst í því að mótmæla ekki þeim gjörningi Vegagerðarinnar.
Mér er slétt sama þó umræddur spotti sé númer 92 til að einfalda vegabókhaldið, en alræðsvald Vegagerðarinnar nær ekki til að endurskýra fornar þjóðbrautir, þó hún liggi ekki alla leið nákvæmlega í því vegstæði þar sem forfeður okkar byggðu upp þá braut í öndverðu.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=291907&pageId=4301784&lang=is&q=Fagradalsbraut
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=347045&pageId=5441048&lang=is&q=Fagradalsbraut
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=346963&pageId=5439865&lang=is&q=Fagradalsbraut
Hvað varðar óhappið í dag, var lukka að enginn slasaðist.
Rann niður brekku með 40 tonn af fiski | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er bara fáránlegt, aldrei hefði mér dottið í hug að Norðfjarðarvegur væri rétt hjá Egilsstöðum !
Jóna (IP-tala skráð) 15.1.2014 kl. 08:22
Þetta er því miður langt frá því einsdæmi. Verkfræðingastóðið hjá Vegagerðinni þykist hafa rétt til þess sem veghaldari að breyta örnefnum um allt land. Þetta er svo þulið í síbylju á fjölmiðlum, karanablaðamennskan allsráðandi, þangað til á ótrúlega skömmum tíma hafa örnefni, sem notuð hafa verið af alþýðu manna um aldir, eru horfin úr daglegu máli.
E (IP-tala skráð) 15.1.2014 kl. 09:47
Verst er þó, þegar kjörnir fulltrúar Egilsstaða mótmæla ekki þessu ofríki og gerast meðvirkir í skipulagsuppdráttum með því að nota vitleysuna, jafnvel eftir að þeim er ítrekað bent á villuna.
Magnað er að Norðfjarðavegur "heitir" það alls ekki alla leið. Á Reyðarfirði var hann um Búðarveg en liggur nú um hafnarsvæðið sem heitir Ægisgata og um Austurveg um Hólmaháls og þaðan um Strandgötu á Eskifirði og um Oddskarð.
Hjá Vegagerðinni getur vegnúmerið verið 92 án þess að vera að rústa gömlum og gildum heitum.
Ekki heitir leiðin frá Egilsstöðum til Akureyrar, Akureyrarvegur, sem hann ætti að heita til að gæta samræmis í nafngiftum Vegagerðarinnar.
Benedikt V. Warén, 15.1.2014 kl. 11:15
Smá leiðréttig. Gatan heitir ekki Búðarvegur heldur Búðareyri.
Benedikt V. Warén, 15.1.2014 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.