ESB og ropvatnið

Það kom fram hjá Gunnari Braga í Kastljósinu í gær, að CocaCola noti minna fé til auglýsinga en ropvatnsgengið hjá ESB. 

Þessu trúi ég vel, þó Já-sinnar reyni að halda öðru fram.  Auðvita neita þeir öllu og tefla eingöngu fram skilgreindum styrkjum í þetta verkefni. 

Mér er til efs að inn í þeirri tölu séu allir IPA-styrkirnir sem eru beinlínis til þess að kaupa atkvæði um inngöngu, þó reynt sé að klæða þá í einhverja felubúninga og látið í veðri vaka að þeir séu óháðir umsóknaferlinu. 
mbl.is ESB er og verður deilumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það hefur verið magsannað að þessi Coke líking er tóm lýgi.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.1.2014 kl. 20:10

2 identicon

" Evrópusambandið sem slíkt er deilumál og verður deilumál hvort sem menn ganga í það eða ekki." Sem er gott mál. Það væri eitthvað að ef allir þögðu. Hér á landi er einnig deilt um Hæstarétt, Alþingi, Landspítalann og flest annað. Gerir það þær stofnanir ómögulegar? Eigum við að leggja niður allar stofnanir sem deilt er um? Nei, og það væri lítilmannlegt bragð að notfæra sér ólíkar skoðanir fólks og heilbrigð skoðanaskipti til að reyna að sverta þær.

Með útúrsnúningum kemur Gunnar Bragi sér undan því að svara. Sumir mundu telja það bera vott um veikan málstað. Persónulega held ég að hann hafi einfaldlega ekki vit og þroska til að skilja spurninguna og svari því eins og skömmustulegur krakki. Því spurningin og málstaðurinn býður upp á heiðarlegt og vitrænt svar, viti ráðherrann hvað hann ætlar að gera.

Ufsi (IP-tala skráð) 14.1.2014 kl. 23:40

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Gunnar Bragi er með þetta á hreinu. Ekkert verður gert á meðan Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru í stjórn, nema takist að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Núverandi stjórnvöld hafa aldrei lofað því að hafa frumkvæði að slíkum gjörningi.

Auðvita munu SF-menn og VG halda landanum við efnið, en þeir flokkar töpuðu stórt í síðustu kosningu og ættu því að hafa hljótt um mál sem spýttu þeim úr ráðherrastólunum.

Ég kýs að trúa Coce samlíkingunni, vegna þess að hún hljómar mjög sannfærandi og þar til einhver hrekur hana hér á þessari síðu verður stendur sú staðhæfing.

Benedikt V. Warén, 15.1.2014 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband