Var bara til góðs að færa út landhelgina?

  • Vorum Íslendingar tilbúnir að takast á við markaðsöflin við útfærslu landhelginnar? 
  • Hafa útgerðamenn umgengist auðlindina með þeirri virðingu sem hún á skilið? 
  • Hefur stuðningur þjóðarinnar við útgerðina alltaf skilað sér í réttlátri úthlutun tekna til þjóðarinnar? 


Oft hafa þessar spurningar angrað mig. Þegar ég var tappi bjó ég í Neskaupstað og var áhorfandi á það mannlíf sem tengdist sjónum og upplifiði asa síldaráranna. Inn á firði lágu mörg skip, stór og smá frá ýmsum löndum.  Skip, sem voru hér á norðurslóð til að sækja björg í bú. Sum þessara skipa voru að elta síldina á meðan aðrar útgerðir voru uppteknar að botnsjávarafla og enn aðrar í leið til Grænlands á hval- og selveiðar.

Á þessu árum þurfti að brauðfæða stóran hóp erlendra sjómanna, sem kom í land til að sækja vistir og þjónustu. Kjöt og annað ferskmeti rann út “eins og heitar lummur” og ekki þurfti að greiða niður íslenska lambakjötið í þessa erlendu “íbúa” landsbyggðarinnar. Verslanir þurftu að hafa tiltækar vörur í búðum sínum, langt umfram þarfir innfæddu íbúanna.

Í landlegum gat “íbúatalan” sjávarplássa hækkað margfalt og þá þurfti eitthvað til að bíta og brenna. Kjöt, mjólk, kartöflur og svona mætti llengi áfram telja.  Lanbúnaðurinn blómstraði.  Þetta voru einnig uppgangstímar hjá ollum í landi, s.s. skipasmiðum, vélvirkjum, rafeindavirkjum og verslunarmönnum. Þessi uppgangur var vegna fjölda erlendra útgerðamanna, sem sendu skip sín á Íslandsmið.


Þá kemur að efanum. Höndluðum við rétt útfærsluna? Hefur allur veiddur afli komið á land til að skapa atvinnu í landi?  Hafa útgerðamenn hreint mjöl í pokahorninu? 

Rétt til að halda því til haga, þá er ég þeirri aðgerð sammála, að hafa yfirráðarétt á auðlindum okkar og landgrunni. En, - hefði ekki verið réttara að stjórna veiðum erlendra fiskiskipa og leyfa þeim að veiða hér áfram, - gegn gjaldi?

Þeir hefðu þá haldið áfram að koma í land og sækja vistir og þjónustu. Þeir hefðu þurft að taka alla áhættuna vegna veiðanna, bæði hvort fiskaðist og þurftu að takast á við heimsmarkaðsverði olíu á hverjum tíma. Þeirra var einnig að afla markaða og selja.

Var ekki ástæðulaust að hreinsa erlenda flotann út á einu bretti? Innlendir útgerðamenn hefðu haft samkeppni, því ekki er ég að fjalla um að þeir fengu ekki "sína sneið af kökunni".  

Er ekki samhengi í útfærslu landhelginnar og því að landsbyggðinni fór að blæða út? Fyrir útfærslu var verið að selja landbúnaðarafurðir "úr landi" gegn gjaldeyri, án niðurgreiðslu, sem síðar þurfti að grípa til, svo hægt væri að selja þær afurðir á erlendum mörkuðum.

Var ekki verið að færa útgerðarmönnum tækifæri á kostnað bænda? Var réttur bænda fyrir borð borinn og ekki hugsað á hvern hátt átti að koma á móts við þá?  Þurfa útgerðamenn ekki ögn að kæla sig niður og skoða hlutina í víðu samhengi?


mbl.is Ekki annað eins í 32 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er umhugsunarvert. það er margt í mörgu sko. þetta er ekki alveg eins einfalt og hreinar línur eins og seinni tíma saga vill kenna innbyggjurum.

En útfærsla landhelgi/efnahagslögsögu gerist í nokkrum skrefum og einnig ber að hafa í huga að fyrr á tímum máttu erlendir stunda hérna útgerð. Sem sest strax ef saga sumra sjávarþorpa sýnir. þetta voru oft fyrir/um/eftir 1900 erlendir útgerðarmenn. Norskir aðallega. það þarf að rannsaka og skrifa þessa sögu miklu betur, að mínu mati. Td. er athyglisvert hve erlendir útgerðarmenn voru að gera margt á eigin reikning. Byggjandi vita og ég veit ekki hvað og hvað.

Ennfremur, almennt séð, er fólk stundum að segja, að íslendingar hafi ,,barist" fyrir útfærslu uppí 200 mílur kringum landið ,,í allar áttir". það er náttúrulega ekki rétt. það er miðlína milli Færeyja og Grænlands. Einnig er það þannig að mestur fiskurinn er nálægt landi. Eitthvað uppí 25-30 mílur. Jú jú, það eru nokkur svæði utar og þá ber að nefna Halamið sem eru um 50 mílur og svo Lónsdjúð sem er eitthvað styttra.

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=52707

það var bara vitleysa að vera að sperrast þetta við 200 mílurnar. Reyndar var það alþjóðleg þróun. þ.e. að ríki ættu að hafa stjórn á veiðum upp að 200 mílum og opinbera sögutúlkun herna uppi varðandi útfærsluna er mestanpart mýta. Var ekkert eins og haldið er að fólki. Málið með íslendinga var - að þeir vildu aldrei semja og gera hlutina í rólegheitum og sátt. Nei nei, það þurfti að derra sig sem mest við vonda útlendinga.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.6.2012 kl. 11:57

2 identicon

Svo má náttúrulega ekki gleyma hvernig Síldarævintýrið endaði. Af vef Síldarminjasafns Íslands: „Árið 1969 hvarf síldin. Hinn stóri norsk-íslenski síldarstofn var ofveiddur og ábyrgðina báru mestu síldveiðimenn þess tíma, Norðmenn, Íslendingar og Sovétmenn.“

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband