Ég skora á Alþingi að samþykkja ekki......

.....að leggja fjármagn í Vaðlaheiðagöng. Þetta er gæluverkefni þingmanna og ráðherra til að kaupa atkvæði.

Ég legg til að það verði haft að leiðarljósi, að vinna við jarðgöng verði í eðlilegum farvegi óháð úreltu kjördæmapoti þingmanna og ráðherra.

Ég legg til að faglega verði unnið og heildstætt að forgangsröðun jarðganga.

Ég legg til að forgangsraða þannig, að slegnir verða af hættulegir fjallvegir og vetrareinangrun rofin.

Ég legg til að hæstu fjallvegir hafi forgang í jarðgangnagerð.

Ég legg til að auðvelda íbúum hinna dreifðu byggða að sækja heilsugæslu og þjónustu á þá staði sem hún er til staðar, án þess að leggja líf og limi í hættu um hásklega fjallvegi.

Ég legg til, að þar sem vetrareinangrun ríki og ekki þyki hagkvæmt að leggja jarðgöng, verði eignir afskrifaðar og íbúar styrktir með myndanlegu framlagi til að koma sér upp nýju heimili á heppilegri slóðum.

Ég legg til að hagkvæmir kostir í jarðgangagerð fari í einkaframkvæmd og ríkið komi það hvergi nærri, hvorki með fjármögnun né ábyrgðum.


mbl.is Alþingi samþykki fjármögnun Vaðlaheiðarganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband