Stöð2 búin að stimpla sig út sem hlutlaus.

Er hægt að koma því skýrar á framfæri, að Stöð2 er ekki hlutlaust fréttaafl?
Er hægt að treysta því að það sem frá Stöð2 kemur sé hlutlaust?
Er hægt að byggja aftur upp traust á Stöð2, eftir dapurlega framgöngu í forsetakynningunni?
Er hægt að eiga einhver vitræn samskipti við Stöð2 sem kemur þannig fram við viðmælendur sína?
Er hægt að treysta því að Stöð2 komi fram og biðji frambjóðendur og áhorfendur afsökunar á klúðri aldarinnar?

Það tekur a.m.k.langan tíma hjá Stöð2.
Starfsmenn hjá Stöð2 þurfa mergir hverjir að fara á námskeið í almannatengslum.


mbl.is Hvað mun Stöð 2 gera?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Á hvern hátt ekki hlutlaus Benedikt ?

hilmar jónsson, 4.6.2012 kl. 14:51

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Upphaflega að reyna handvelja inn í þátt skoðun tveggja frambjóðenda Hilmar, og hunsa hina fjóra.

Eru ekki líkur á að þetta viðgangist þá einnig á flleiri stðum innan veggja Stöðvar2? T.d. á fréttastofunni.

Ég lít "hlutleysi" Stöð2 öðrum augum eftir kvöldið í gær.

Hvað með þig Hilmar? Hugnast þér þessi háttur á þáttagerð?

Benedikt V. Warén, 4.6.2012 kl. 15:07

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég er fyrst og fremmst furðu lostinn yfir lélegum stjórnendum og ófaglegum vinnubrögðum við þáttinn, en ég vil þó ekki ganga það langt að ætla þeim hlutdrægni.

hilmar jónsson, 4.6.2012 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband