9.5.2012 | 18:44
Höfuðborg án flugvallar er bara þorp
Óskar Borg, innkaupastjóri Alcoa Fjarðaáls flutti á dögunum erindi á Hótel Héraði, en þar var fjallað um innanlandsflugið og stöðu Reykjavíkurflugvallar í því samhengi. Óskar sagði það skipta miklu fyrir Alcoa að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sínum stað og tíðni ferða milli þess flugvallar og Egilsstaðaflugvallarins væri mikil.
Hann benti á samning Alcoa við Flugfélag Íslands, sem hafa aukið verulega framboð á flugsætum milli þessara staða.
Agl.is fjallar um þetta:
Það eru um 22 þúsund flugferðir farnar á vegum Fjarðaáls á hverju ári. Við höfum ekki einokað sæti heldur fjölgað þeim. Um helmingur ferða okkar er á dýrum fargjöldum sagði Óskar á ráðstefnu um innlandsflug sem haldin var á Egilsstöðum fyrir skemmstu.
Hann segir núverandi stöðu flugvallarins skipta máli fyrir greiðar samgöngur. Höfuðborg án flugvallar er bara þorp. Við viljum geta komist til borgarinnar að morgni dags og til baka um kvöldið. Menn hafa um sex og hálfan tíma milli fluga og reyna að afgreiða nokkur erindi í hverri ferð því flugið er dýrt. Tíminn sem við hefðum myndi styttast niður í fjóra tíma ef völlurinn væri í Keflavík. Það er ekki nóg.
Óskar segir að erlendir gestir sem heimsæki fyrirtækið séu almennt ánægðir með íslenska samgöngukerfið, utan eins staðar á Austurlandi.
Við fáum til okkar 20-30 manns á viku, hvaðanæva úr heiminum. Þeir eru ánægðir með hversu smurt samgöngukerfi okkar er smurt, fyrir utan Oddskarðsgöngin. Það kemur ekkert í staðinn fyrir flugið. Það er hryggjarstykkið í almenningssamgöngum á landsbyggðinni.
Hann benti á samning Alcoa við Flugfélag Íslands, sem hafa aukið verulega framboð á flugsætum milli þessara staða.
Agl.is fjallar um þetta:
Það eru um 22 þúsund flugferðir farnar á vegum Fjarðaáls á hverju ári. Við höfum ekki einokað sæti heldur fjölgað þeim. Um helmingur ferða okkar er á dýrum fargjöldum sagði Óskar á ráðstefnu um innlandsflug sem haldin var á Egilsstöðum fyrir skemmstu.
Hann segir núverandi stöðu flugvallarins skipta máli fyrir greiðar samgöngur. Höfuðborg án flugvallar er bara þorp. Við viljum geta komist til borgarinnar að morgni dags og til baka um kvöldið. Menn hafa um sex og hálfan tíma milli fluga og reyna að afgreiða nokkur erindi í hverri ferð því flugið er dýrt. Tíminn sem við hefðum myndi styttast niður í fjóra tíma ef völlurinn væri í Keflavík. Það er ekki nóg.
Óskar segir að erlendir gestir sem heimsæki fyrirtækið séu almennt ánægðir með íslenska samgöngukerfið, utan eins staðar á Austurlandi.
Við fáum til okkar 20-30 manns á viku, hvaðanæva úr heiminum. Þeir eru ánægðir með hversu smurt samgöngukerfi okkar er smurt, fyrir utan Oddskarðsgöngin. Það kemur ekkert í staðinn fyrir flugið. Það er hryggjarstykkið í almenningssamgöngum á landsbyggðinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.