13.10.2011 | 13:00
Róttæk uppstokkun er krafan
Núverandi skattkerfi er með innbyggða landsbyggðarfjandsamlega stefnu. Þetta óréttlæti hefur viðgengist í mörg ár og eru þar allir stjórnmálaflokkar jafn sekir. Landsbyggðin aflar en ríkisstjórn og borgaryfirvöld eyða.
Til þess að gæta jafnréttis milli ríkis og sveitarfélaga, verður að bylta skattkerfinu og gjörbreyta. Öll skattinnheimta verði í höndum bæjar- og sveitarfélaga, sem síðan verði gert að greiða í einn sjóð skv. höfðatölu, öll sömu krónutölu miðað við hvern einstakling óháð aldri og stöðu.
Fjármunum á að verja á þeim stöðum er þeirra er aflað og þá kemst á jafnvægi í byggðum landsins.
Byggðastofnun, Jöfnunarsjóður, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa verða í framhaldi óþarfar einnig mætti spara stórfé í nefndarstörfum og sértækum björgunaraðgerðum sem oftast hefur átt við landsbyggðina, en er nú að tilla tánum niður á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Lítið og dýrt skref er nú áformað, að tillögu Jöfnunarsjóðs, að slengja fram milljarða gulrót í meðgjöf ef Alftaneshreppur fellst á að sameinast einhverjum öðrum. Hvilíkt rugl.
Eina vitræna sameiningin er að sameina öll sveitarfélög í landnámi Ingólfs í eitt.
Til þess að gæta jafnréttis milli ríkis og sveitarfélaga, verður að bylta skattkerfinu og gjörbreyta. Öll skattinnheimta verði í höndum bæjar- og sveitarfélaga, sem síðan verði gert að greiða í einn sjóð skv. höfðatölu, öll sömu krónutölu miðað við hvern einstakling óháð aldri og stöðu.
Fjármunum á að verja á þeim stöðum er þeirra er aflað og þá kemst á jafnvægi í byggðum landsins.
Byggðastofnun, Jöfnunarsjóður, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa verða í framhaldi óþarfar einnig mætti spara stórfé í nefndarstörfum og sértækum björgunaraðgerðum sem oftast hefur átt við landsbyggðina, en er nú að tilla tánum niður á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Lítið og dýrt skref er nú áformað, að tillögu Jöfnunarsjóðs, að slengja fram milljarða gulrót í meðgjöf ef Alftaneshreppur fellst á að sameinast einhverjum öðrum. Hvilíkt rugl.
Eina vitræna sameiningin er að sameina öll sveitarfélög í landnámi Ingólfs í eitt.
Skaðar okkur öll að bíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.