Sveitarfélögin skaffa.....

....ríkið hirðir.  Fjármálaráðherrann ætti frekar að nefnast......Fjárhirðir

Þetta leiðir enn og aftur hugann að skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga.  Þar hefur lengi hallað verulega á, - sveitarfélögum í óhag. 

Sitjandi ríkistjórnir hafa ávallt búið að því að eiga ráð til að skattleggja borgara landsins, ef illa árar, - það heita landslög.  Þegar sveitarfélögin lenda í fjárhagserfiðleikum, þá tala þingmenn og ráðherrar um óráðssíu.

Þetta þarf að laga.  Sveitarfélögin eiga að fá að njóta stærri hluta þeirra tekna og verðmæta, sem verða til í heimabyggð.

Alþingi á að sjá um löggjafavaldið og framkvæmdavaldið á í ríkara mæli að vera hjá fólkinu, þ.e. hjá sveitarfélögunum.

Til þess að gæta jafnréttis milli ríkis og sveitarfélaga, verður að bylta skattkerfinu og gjörbreyta.

Öll skattinnheimta verði í höndum bæjar- og sveitarfélaga, sem síðan verði gert að greiða í einn sjóð skv. höfðatölu, öll sömu krónutölu miðað við hvern einstakling óháð aldri og stöðu. 
mbl.is Fleiri verkefni til sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband