Ráðlagður dagsskammtur af sparnaði

Ekki er annað hægt en að verða hugsi á stefnu ríkisstjórnarinnar.  Það er að sjálfsögðu hvorki gömul sannindi sannindi né ný, en hugsi verð ég, - segi og skrifa.

Margar ríkistjórnir hafa haft það að leiðarljósi, að auka við störf á landsbyggðinni.  Öfugt við þá stefnumörkun, hefur stöðug sigið á hina hliðina í opinbera geiranum, þar sem stjórnvöld hafa puttann í rekstrinum.  Harðast gengur núverandi „Vinstri Velferðastjórnin“ fram í þessu og sérstaklega verða kvennastéttir fyrir barðinu á fyrsta kvennforsætisráðherra lýðveldisins.

Einhverjir EXEL-snillingar í ráðuneytum og stofnunum, eru daglangt að reiknað sig fram til þeirrar niðurstöðu, að með því að loka sem mest á landsbyggðinni, fáist ráðlagður dagsskammtur af sparnaði í boði ríkisstjórnar Íslands.

Eflaust er þetta satt og rétt, en í EXEL ekki hægt að færa inn huglægt mat á störfum á landsbyggðinni né hver ruðningsáhrifin verða í litlu samfélagi, þar sem  hvert starf er á við tugi í Reykjavík.

Missi einn vinnuna, þá þar fjölskyldan jafnvel að flytja, sennilegast til Reykjavíkur.

-Þar með fækkar í sveitarfélaginu

-Þá hverfa einnig á braut börn fjölskyldunnar

-Þar með fækkar í barnaskólanum og/eða leikskólanum

-Við það verður erfitt að reka skólann/leikskólann og honum lokað

-Við það missa einhverjir vinnuna og þurfa að leita annað

-Verslun og þjónusta dregst saman

-Við það missa einhverjir vinnuna og þurfa að leita annað

Svona er lengi hægt að telja, en loka niðurstaðan er að samfélagið deyr.

Er það stefna „Vinstri Velferðastjórnarinnar“?

Það sem sjaldnast kemur fram í EXEL-skjölunum og lítið er minnst á, er að það kostar alltaf eitthvað að byggja upp nýja aðstöðu.  Oftast hafa þær áætlanir farið all hressilega fram úr upphaflegum áformum, en þá er farið með þær upplýsinga eins og mannsmorð.  Þetta er nánast náttúrulögmál í Reykjavík, á því svæði þar sem fasteignaverð er hæst og kaupið einnig. 

Eitthvað kostar einnig að flytja stofnunina og hvað svo með leigu á fyrra húsnæði.  Þar hafa landsmenn undanfarið fengið all sérkennilegar útfærslur frá yfirvöldum, svo ekki sé ný dýpra í árina tekið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Var það ekki m.a. Exel sem olli hruninu.... Ég held að það hafi einmitt verið tilfellið.. Tölur á pappír eru ekki bara tölur á pappír.. á bakvið tölurnar er fólk, fjölskyldur og störf...

Exel er snilld en ekki ef hann er rangr notaður...

Eiður Ragnarsson, 13.10.2011 kl. 16:11

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Rétt hjá þér Eiður.  EXEL er hjálpartæki, ekki töfralausnatól.  EXEL leysir engann undan því að hugsa rökrétt og beita heilbrigðri skynsemi við úrlausn mála.

Svipað er með Biblíuna og EXEL, þar trúa menn í blindni.  En, - Biblían er með endanlegan texta og mönnum gengur misvel að túlka niðurstöðu hennar.  EXEL gefur endanlega niðurstöðu en þar er hætta á að forsendur skolist til í innslætti, eða jafnvel að þær komast aldrei inn.

Benedikt V. Warén, 13.10.2011 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband