3.9.2011 | 09:45
Það er þroskamerki að geta skipt um skoðun...
...ef rök eru fyrir því. Hins vegar þarf að setja í landslög hvaða jarðir og svæði má selja og hvað ekki.
Hópur bloggara hafa farið hamföum á netinu og hafa dregið heilindi þessa kínverska fjárfestis í efa, og þá tek ég vægt til orða. Þeir hika ekki við að slá fram staðlausum stöfum og enginn hörgull er á samsæriskenningum þessa hóps.
Þessi umræða ber mjög keim af hliðstæðu máli, þegar verið var að virkja við Kárahnjúka. Þá voru ítalirnir sem urðu fyrir aðkasti í bloggheimum. Stórfyrirtækið Impregilo var þá í sporum Huang Nubo. Bloggarar settu Impregilo á stall með helstu glæpaklíkum heimsins og oftar en ekki var bent á hve illa þeir færu með kínverja. Þá var samúðin öll með kínverjum. En, - nú er öldin önnur. Iprigelio er löngu gleymt, enda til þess að gera, flekklaust fyrirtæki. Því þarf að finna nýtt fórnarlamb.
Ítrekað var einnig bent á að verkefnið um Kárahnjúka hafi sett allt þjóðfélagið í upplausn, vegna þess að verkefnið þótti vera of stórt fyrir íslenskt hagkerfi. Ekkert samhengi var hins vegar í bloggheimum um ofvöxt bankakerfisins né að "hagræðingin" í þeim herbúðum hefði átt þar nokkurn þátt í skekkja heildarmyndina. Fráleitt var einnig talið að sjúkleg framkvæmdagleði verktaka í landnámi Ingólfs heitins Arnarsonar, hefði þar nokkur áhrif á þenslu og fráleitt var að það hringdi nokkrum viðvörunarbjöllum í bloggheimum.
Niðurstaða mín er því sú. Ef á að gera eitthvað úti á landi, þá er það "eitt alsherjar samsæri". Ef eitthvað á að gera í áðurnefndu landnámi, þá eru það "eðlileg framvinda".
Er ekki tímabært að hleypa Reykvíkingum úr þessari meintu ánauð þeirra vegna vandamála landsbyggðarinnar og gefa þeim fullt frelsi og sjálfstæði með landamærastöðvum, eins og borgastjóri þeirra boðaði í aðdraganda síðustu sveitastjórnakosninga. Mér fannst þetta fráleitt hjá viðkomandi frambjóðenda og núverandi borgarstjóra, - en nú er ég búinn að skipta um skoðun.
Hópur bloggara hafa farið hamföum á netinu og hafa dregið heilindi þessa kínverska fjárfestis í efa, og þá tek ég vægt til orða. Þeir hika ekki við að slá fram staðlausum stöfum og enginn hörgull er á samsæriskenningum þessa hóps.
Þessi umræða ber mjög keim af hliðstæðu máli, þegar verið var að virkja við Kárahnjúka. Þá voru ítalirnir sem urðu fyrir aðkasti í bloggheimum. Stórfyrirtækið Impregilo var þá í sporum Huang Nubo. Bloggarar settu Impregilo á stall með helstu glæpaklíkum heimsins og oftar en ekki var bent á hve illa þeir færu með kínverja. Þá var samúðin öll með kínverjum. En, - nú er öldin önnur. Iprigelio er löngu gleymt, enda til þess að gera, flekklaust fyrirtæki. Því þarf að finna nýtt fórnarlamb.
Ítrekað var einnig bent á að verkefnið um Kárahnjúka hafi sett allt þjóðfélagið í upplausn, vegna þess að verkefnið þótti vera of stórt fyrir íslenskt hagkerfi. Ekkert samhengi var hins vegar í bloggheimum um ofvöxt bankakerfisins né að "hagræðingin" í þeim herbúðum hefði átt þar nokkurn þátt í skekkja heildarmyndina. Fráleitt var einnig talið að sjúkleg framkvæmdagleði verktaka í landnámi Ingólfs heitins Arnarsonar, hefði þar nokkur áhrif á þenslu og fráleitt var að það hringdi nokkrum viðvörunarbjöllum í bloggheimum.
Niðurstaða mín er því sú. Ef á að gera eitthvað úti á landi, þá er það "eitt alsherjar samsæri". Ef eitthvað á að gera í áðurnefndu landnámi, þá eru það "eðlileg framvinda".
Er ekki tímabært að hleypa Reykvíkingum úr þessari meintu ánauð þeirra vegna vandamála landsbyggðarinnar og gefa þeim fullt frelsi og sjálfstæði með landamærastöðvum, eins og borgastjóri þeirra boðaði í aðdraganda síðustu sveitastjórnakosninga. Mér fannst þetta fráleitt hjá viðkomandi frambjóðenda og núverandi borgarstjóra, - en nú er ég búinn að skipta um skoðun.
Ólafur Ragnar skipti um skoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta er nú meiri dellan hjá þér, hefurðu verið að drekka vatnið ótæpilega þarna fyrir austan ?
drilli, 3.9.2011 kl. 15:07
heyrðu jú annars, þetta er nú ekki svo galið hjá þér. Held bara að ég sé sammála.
P.S. heldurðu ekki ég gæti orðið forseti ?
drilli, 3.9.2011 kl. 15:08
Gretar: Ég mun hiklaust mæla með þér sem borgarstjóra. Sjáum til með hitt síðar.
Hva!?....ert þú farinn að laumast í vatnið? Hvar fékkstu brúsa?
Benedikt V. Warén, 3.9.2011 kl. 15:23
Líklega er þetta þrálátri austanáttinni að kenna....... hic !
drilli, 3.9.2011 kl. 16:32
Tókuð þið eftir svari Ögmundar Jónassonar í fréttum Rúv kl. 18 í dag? Það var glæsilegt, en að sama skapi var þögnin um það alger í fréttum Sjónvarps kl. 19, og er þó tíðkað mjög á þeim bænum að endurtaka helztu 18-fréttir útvarpsins. Lesið hér af Rúv-vefnum, m.a. segir þar:
Innanríkisráðherra ósammála forseta
Fyrst birt: 03.09.2011 18:05 GMT
“Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er ósammála forseta Íslands um að tengsl kínversks fjárfestis, sem vill kaupa Grímsstaði á Fjöllum, við kínverska kommúnistaflokkinn skipti ekki máli. Stjórnvöld hljóti að líta til slíkra tengsla með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. …
„Það er mikilvægt að við stundum enga sjálfsblekkingu í þessari umræðu. Þegar við hugsum um hagsmuni Íslands þá hljótum við að horfa til tengsla við hugsanlega stórveldapólitík. Þau tengsl hljóta að skipta máli og koma til skoðunar. Mér finnst það bara gefa augaleið.“
Ólafur Ragnar vill að athafnamenn utan Evrópu sitji við sama borð og evrópskir þegar kemur að fjárfestingum hér á landi.
„Við eigum náttúrlega ekki að mismuna fólki á grundvelli þjóðernis. En ég er að vísa til þess að við horfum þá líka til annarra tengsla þegar við erum að skoða málið málefnalega,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.”
Jón Valur Jensson, 3.9.2011 kl. 20:31
Sæll Jón Valur: Þakka þitt innlegg hér.
Ekki get ég lýst mig sammála Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra í Reykjavík, um að tengsl við kínverska kommúnistaflokkinn sé eitthvað sem ráði úrslitum á því hvort hann kaupi jörð á Íslandi eða ekki. Í mínum huga viktar það jafnþungt og það, hvort hann á Toyota eða Benz, eða hvort hann Búddisti eða Múslimi. Margir hafa lýst því, að pólitík sé í eðli sínu trúarbrögð og er ég sammála því.
Pólitíkin blindar menn oft í því að skoða hlutina frá víðu sjónarhorni, það gerist í öðrum ofsatrúasöfnuðum einnig. Stefnan og markmiðin geta verið sannfærandi og ágæt, en svo kemur að breyskleika mannsins að túlka og oftar en ekki, að oftúlka og afbaka skrifað mál og hunsa alla heilbrigða skynsemi, sem þó er rauði þráðurinn í flestum lögum og reglum.
Skerpa þarf á reglum um kaup allra útlendinga á landi á Íslandi og setja þarf í lög hámark og hámarks hlutfall af Íslandi, sem má nýta í þeim tilgangi. Helstu auðlindir skulu vera í eigu þjóðarinnar og óheimilt að selja þær.
Þegar kaupin á Grímsstöðum eru skoðuð, er ég er sammála því, að það þarf að fá allt upp á borðið sem hægt er. Kaupandinn þarf að leggja fram ítarleg plön um hvað hann hyggst fyrir. Það þarf að kanna einstaklinginn rækilega og skoða hvort hann hafi eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu. Hann þarf að sætta sig við að fylgja þeim lögum og reglum, sem gilda á Íslandi. Ég er sammála því að kaupendur þurfi að sæta því að sækja um undanþágu um kaupin, nema alþjóðlegir samningar kveði á um annað. Þar er ég ósammála forseta vorum.
Ég er ósammála því, að væntanlegur kaupandi sé fyrirfram gerður tortryggilegur. Mér hugnast ekki vinnubrögð þeirra einstaklinga, sem eru að draga fram óhróður af netinu um menn og málleysingja og birta það á bloggsíðum. Netið er ekki sá sannleiksbrunnur sem sumir vilja vera láta. Þar verða menn að hafa þroska til að greina hismið frá kjarnanum.
Benedikt V. Warén, 4.9.2011 kl. 10:36
Já, pólitík getur blindað menn í málum, Benedikt, og líka hér. Eins hitt, að menn séu of auðtrúa. Það voru t.d. Afganir gagnvart Sovétríkjunum, njósnum þeirra. "vináttu" undirróðursstarfsemi frá því um eða upp úr 1930 og þar til Sovétið gerði sína innrás 1979 og skipti um stjórn.
Ef það eru í raun og veru stjórnvöld í Kína, kínverska ríkið sem stendur á bak við þessi áform Huangs, þá hlýtur að það ráða úrslitum um það, að "hann" fái EKKI að kaupa þessa risajörð.
Athugaðu líka, Benedikt, að hverjum sem væri ætti að duga að fá 10 hektara til að reisa hótel og leggja golfvelli -- í almesta lagi 30 hektara, þ.e.a.s. 1000 sinnum minna svæði en þessa 300 ferkílómetra! (1 fkm = 100 hektarar).
Jón Valur Jensson, 4.9.2011 kl. 10:48
Jón Varlur: Jörðin Grímsstaðir hefur alllengi verið til sölu og er í eigu margra, m.a. ríkisins skilst mér. Hvers vegna þessa stærð þegar minna dugar?
Einfalda svarið gæti verið "afþvíbara" . Næsta svar gæti verið viðskiptatækifærilegs eðlis, eins og margir íslendigar, þegar þeir keyptu jarðir án þess að nýta þær annað en að geta guma af því að eiga stóra jörð á Íslandi. Enn eitt svarið gæti verið, að hópur þeirra sem vill selja, settu skilyrði um, - allt eða ekkert?
Kaupandanum finnst ef til vill betra að ráða nærumhverfi sínu, sem fellur að viðskiptahugmynd hans? Ef viðskiptamódelið er gott, hvernig getur hann þá tryggt að einhverjir aðrir komi ekki og setji samskonar þjónustu upp við hliðina, sem við það rýrir ágóðann? Þú hefur sjálfur sett fram efasemdir um að verkefnið standi undir sér.
Hótelhugmyndin gæti einnig falið umhverfið og fámennið. Efnaðir kínverjar búa flestir í borgum. Ef til vill er það hugmyndin að selja þeim kyrrðina. Besta ráðið er þá að kaupa stærra svæði og hafa hönd í bagga hvað er í næsta nágrenni.
Ég sé heldur ekki glæpinn við að kaupa það sem er falt, - þó það sé margfalt.
Ótti þinn annarsstaðar, um að byggja þarna flugvöll er mjög fjarrænn, að mínu mati. Það er ekki nema um 134 km frá alþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum og svipað frá Akureyrarflugvelli. Einnig kemur flugvöllurinn á Húsavík sterkur inn.
Jón, rýndu nú smá stund framhjá samsærisgleraugunum þínum og sannað til, það er bjartara þarna úti en þú hyggur.
Benedikt V. Warén, 4.9.2011 kl. 12:20
Þú sýnir hér sem fyrr, Benedikt, að ekki ertu vandlátur um rök fyrir þessum grunsamlegu kaupum á Grímsstöðum. Nú eru t.d. "afþvíbara"-rök farin að vega sitt hjá þér.
Ef Huang vantar fyrst og fremst pláss undir hótel og golfvöll, væru ýmsar margfalt smærri jarðir, en niðri í byggð og með miklu lengra sumar ólíkt æskilegri, enda gæti hann þá sparað sér meira en 9/10 af milljarðinum sem hann ætlar að leggja út fyrir Grímsstaði; og það sem meira væri: þá væru kannski meiri líkur á því, að hann fengi jarðarkaupin samþykkt. En það vantar ekki, að djarfir aðilar (kínverskir ráðamenn eru það óneitanlega) reyna alltaf að komast sem lengst á dirfskunni. Svo mæta allir þeir meðvirku í umræðuna ...
Þú hlýtur að sjá, að þessi staðsetning hans er furðuleg, óhentug fyrir golfíþróttina og minnir einna helzt á "uppbyggingu" dr. No í Bond-myndunum.
Svo kemur ekki allt á einu bretti frá svona körlum. Einn daginn er beðið um jörð og lofað fjárfestingum upp á 22,7 milljarða (AFAR DÝRT HÓTEL ÞAÐ!), annan dag verður svo beðið um heimild til að leggja flugvöll, sannaðu til (enda ætlar hann að kaupa flugflota) og notað sem röksemd, að annars þurfi dýran heilsársveg til Grímsstaða og að það raski náttúru landsins enn meira. Ennfremur yrðu verktakar hér virkjaðir með að mæla með slíkri flugvallargerð, og einhverjir flugáhugamenn á borð við þig yrðu eflaust fljótir að leggja það fram sem röksemd inn í umræðuna, að mikil þörf væri á slíkum varaflugvelli, til öryggis hér fyrir flugumferð og ferðalanga.
O.s.frv.
En þú talar um samsærishugmyndir. Samt er það vel ekkt staðreynd í samtíð okkar, að Kínverjar eru með útrásaráform í gangi víða í vanþróuðum löndum og leggja sig trúlega sérstaklega eftir bananalýðveldum, þar sem ríkir geððþóttasiðferði í löggjöf og landsstjórn.
Jón Valur Jensson, 4.9.2011 kl. 13:20
Svo þarftu að átta þig á því, Benedikt, að áhyggjur af þessu máli eru ekki bara nokkurra Íslendinga með innanríkisráðherrann í fararbroddi, heldur einnig margra erlendra fjölmiðla líka, evrópskra og asískra þar á meðal.
Jón Valur Jensson, 4.9.2011 kl. 13:40
Þú ert dæmalaus Jón Valur. Gerir engan mun á hálfkæringi og öðru. ..."afþvíbara"....
Þú spyrð á síðu þinni: „Hvernig eignaðist Huang Nubo 100 milljarða?“ Ég hef ekki svar við því. Tel mig hins vegar vita ýmislegt um flugvelli, eins og þú imprar á og ég fór aðeins yfir það til að reyna slá ögn á örvæntingu þína. Bara svona rétt til að snúa kvæði mínu í kross og auka á angist þína í staðinn, þá er flugvöllur á Grímsstöðum. Hann er ekki upp á marga fiska í þinni heimsýn, - en flugvöllur samt.
Það gæti hins vegar leitt það af sér, að auðveldara verði að byggja þarna annan og öflugri. Svona rétt til að kynda undir sæmsæriskenningar þínar, þá er eins líklegt að það verði lítið mál, vegna þess að þar er hægt að benda á að eingöngu sé um endurbætur að ræða, - ekki nýtt verkefni.
Mér sýnist hins vegar eins og þú vitir mun meira um verkefni Huang Nubo en hann sjálfur. Þú hefur allar stærðir á tæru. Hve mikið land þarf undir hótel og hve mikið land þarf undir golfvelli, allar stærðir á hreinu og ég veit ekki hvað og hvað.....!?
Þú virðist ekki eingöngu vera vel að þér í lanfræðilegum úttektum hjá hótelkeðjum og golfvallafyrirtækjum, heldur einnig kínverskri alþýðumenningu ásamt því að vera búinn að skoða ýmsa fleti á kínveskri ferðaþjónustu, svona rétt í framhjáhlaupi.
Það sem mig undrar mest í þessu samhengi og ruglar mig í óneitanlega ríminu eftir að hafa lestið vangaveltur þínar hér og þar og allstaðar, - hvers vegna ert þú ekki sjálfur búinn að græða a.m.k. 200 milljarða?
Benedikt V. Warén, 4.9.2011 kl. 14:13
Jón Valur: Ég gef minna en ekkert fyrir áhyggjur erlendra fjölmiðla.
Benedikt V. Warén, 4.9.2011 kl. 14:14
Það er kannski einmitt vegna þess, að þarna er vísir að flugvelli, að þessi staður er takinn henta þeim kínversku.
Það eru allir sammála því nema kannski þú, að það þarf ekki marga hektara undir eitt hótel og ekki einu sinni undir golfvelli, 20-30 væri kappnóg, engin þörf á 30.000 hektörum (= 300 fkm).
Annað sá ég ekki svaravert í þessu svari þínu.
Jú, hitt svarið: Þú hefur áður sagt að þú gefir ekki mikið fyrir álit Financial Times (eða eitthvað í þá veru, og eru þar þó sérfræðingar í viðskiptamálum og vita meira um útrásarævintýri Kínverja en við tveir samanlagðir). Nú gengurðu enn lengra og segist "gef[a] minna en ekkert fyrir áhyggjur erlendra fjölmiðla."
En tortyggnin gagnvart þessum Huang er ekki aðeins íslenzk, heldur alþjóðleg. Þú blæst á það og vilt að aðrir fylgi þér í þinni trúgirni.
Jón Valur Jensson, 4.9.2011 kl. 15:03
... talinn henta ...
Þetta þýðir m.a., að þaðan og þangað er a.m.k. oft flughæft.
Jón Valur Jensson, 4.9.2011 kl. 15:06
Jón Valur: Já sæll, maður lifandi . Bara allir sammála um að það þurfi 20-30 hektara undir hótel og golfvöll, ekki 30.000hektara. Mér þykir aldeilis týra. Hvernig fannstu það út? Ertu búinn að tala við alla? Ert þú semsagt að upplýsa það hér, að ferðaheildsalar á Norður- og Norðausturlandi séu sammála þinni túlkun? Mér þykir þú aldeilis segja fréttir.
Ögmundur getur verið á öndverðu meiði við mig og það er reiðilaust af minni hálfu þó að hann lesi öll þau erlendu blöð sem hann kesmt yfir, sérstaklega Financial Times og þá málið er dautt. Hann gerir hvort eð er ekki annað á meðan.
Ég átta mig samt ekki ennþá hvers vegna þú ert á móti sölu Grímsstaða. Á jörð sem þú ert búinn að finna allt til foráttu. Vitlaust að byggja hótel, ekki hægt að spila golf, samt hægt að fljúga (þó engin þörf sé á því). Af hverju gleðst þú ekki yfir því, að einhver er tilbúinn að losa átthagafjötrana á þeim öldungum sem þar búa?
Ertu bara á móti þessu af því að kaupandinn er kommúnisti? Eða er það vegna þess að hann er að gera þetta á landsbyggðinni?
Benedikt V. Warén, 4.9.2011 kl. 16:28
Sé alltaf betur og betur að ég kaus rétt í síðustu forsetakosningum, ég skilaði auðu. Úrvalið Grís, Pís og Benedikt. Þvílíkt hörmungarmannval.
Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 20:15
"Ertu bara á móti þessu af því að kaupandinn er kommúnisti?" spyrðu.
Nei, veigamesta ástæðan er sú, að mjög margt sýnist mér benda til þess, að hann sé hér einungis sem leppur kínverskra stjórnvalda, sem hafi allt annað í hyggju en þú telur, Benedikt. -Fleiri ástæður hef ég, en hvorki í sjálfu sér þjóðernisuppruna hans né pólitískan lit, þótt hvort tveggja tengist "veigamestu ástæðunni".
Ef Grímsstaðir væru óskastaðsetning allra golfara, bæði vegna tíðarfars og auðvelds aðgangs, mætti auðvitað setja heila 60 ha undir þetta, þ.e.a.s. 1/500 af því sem hann eða þeir kínversku vilja kaupa.
Jón Valur Jensson, 4.9.2011 kl. 21:15
Nú sýður á heilasellunum í mér; "Grís, Pís og Benedikt á 30.000 hektara golfvelli".
Pelli þarf allt þetta pláss til að skoða norðurljósin og heldurðu að geti verið að girðingastaurar gaddavír og hengilásar fylgi ekki með í kaupunum?
Magnús Sigurðsson, 4.9.2011 kl. 21:37
Góður Magnús!
Jón Valur Jensson, 5.9.2011 kl. 03:04
Afsakið, "grís", já, hvað var það nú að gera hér?
Jón Valur Jensson, 5.9.2011 kl. 03:05
Kristján Sigurðsson: Þakka þitt málefnanlega innlegg.
Magnús, velkominn í hópinn. Ég vissi að það væri hægt að hella í sig Gammel Dansk og verða örlítið ruglaður í höfðinu, drafandi og tala tóma steypu. Er hægt líka að hella í sig Gammel Norsk?
Velti því hins vega fyrir enn fyrir mér. Hvers vegna truflar stærðin ykkur svona gríðarlega. Þetta lýsir sér sem yfirþyrmandi minnimáttakennd í bland við forræðishyggju á háu stigi. Ef maðurinn hefði vilja kaupa sér risahjólhysi, án þess að eiga bíl til að draga það, skiptir það þá máli. Ykkar svar hefði náttúrulega verið eitthvað á þá leið, að hann fengi bara að kaupa hjólagrindina, uns hann geti sýnt fram á að hann kunni að hjóla.
Benedikt V. Warén, 5.9.2011 kl. 09:06
Það er nú bara þannig Pelli minn, að þegar einhver segjast ætla að byggja golfvöll á Grímsstöðum þá fer að sjóða á sellunum í mér og þarf ekki Gammel Dansk eða Norsk til.
En það er áhugavert að sjá hvernig Danskurinn og Norskurinn tæklar svona kauptilboð, þeir eru jú í sama heimi og við, þar verða einlægir athafnamenn sem kaupa svona landeignir að búa á þeim ca. 70% ársins með þann bústofn sem við á ef svo ber undir, sem er reyndar ekki í landi Grímsstaða.
Það væri kannski rétt að spyrja frelsarann Huang Nubo hvort hann treystir sér til að spila golf á Grímsstöðum þó ekki væri nema 10% ársins, úr því að hann þarf 30.000 hektara til þess en ekki bara vegna norðurljósanna. Ennþá áhugaverðara er að sjá hvernig Kínverjar tæklar svona kauptilboð heima hjá sér, það er gert á svipaðan hátt og í okkar ástkæra heimabæ þegar við fáum lóðir undir húsin okkar, nema hvað leigusamningurinn á Kína er styttri, að mér skilst 70 ár.
Annars ráðlegg ég þér að taka þér bíltúr suður í Álftafjörð og skoða þar gaddavír, keðjur og hengilása, þú gætir örugglega skoðað þig um í friði núna í hauströkkrinu því í þeirri fyrrum blómlegu sveit logar varla orðið nokkuð ljós, ekki einu sinni norðurljósin. Þarna hafa alþjóðlegir fjárfestar ásamt landsliðinu í kúlulánum hreiðrað um sig og skreitt sveitina með gaddavír, keðjum og hengilásum og eina lífsmarkið er að verða þegar fréttamenn fjölmiðlanna umkringja Stórhól sem er eins og í ævintýrinu, að verða síðasti bærinn í dalnum.
Magnús Sigurðsson, 5.9.2011 kl. 10:12
Magnús. Þarna er löggjafinn að klikka eina ferðina enn, ekki hefur enn verið sett undir þann leka að hægt sé að kaupa á Íslandi í gegnum skúffufyrirtæki. Landakaupum fylgir ábyrgð og skyldur. Það má ekki girða þannig að það hindri upprekstur. Ekkert bannar þér og þínum að fylgja síðan þeirri slóð, - fótgangandi. Þarna þarf sennilega að skerpa á og beita viðurlögum ef ekki verður eftir farið.
Það er auðvitað sorglegt að horfa upp á ljósin slokkna í þessum blómlegu byggðum. Það er hins vegar heimatilbúið vandamál. Þér ætti því að hugnast ljósadýrðin á Grímstöðum, því væntanlega verður ekki pukrast um hótelgangana í myrkrinu.
Auðvita á ekki að selja land skilyrðislaust, enda held ég að þú getir ekki hermt þá skoðun upp á mig.
Við þurfum ekket endilega að taka okkur aðra til fyrirmyndar. Við erum sjálfstæð þjóð (ennþá) og gerum hlutina á okkar hátt. Skynsemin þarf samt að vera förunautur í öllum okkar ákvörðunum, ekki bræðurnir Hroki og Dónaskapur.
Benedikt V. Warén, 5.9.2011 kl. 10:28
Það er nú fleira en löggjafinn sem er að klikka á Íslandi Pelli minn, dómstólarnir hafa ekki verið alveg fríir að því líka þegar aurar eru annars vegar.
Annars hef ég ekkert á móti því að auðmenn byggi hótel á Íslandi og skoði norðurljósin en það er þetta með 30.000 hektara golfvöll á auðnum Íslands sem nær suðunni upp á heilakvörnunum og hvort það er þá nokkuð sem mæli gegn 300.000 hektara golfelli?
Það gæti nefnilega farið á endanum með Ísland, svipað og Álftafjörðinn, að þessar 320.000 hræður sem búa hér í norðhjaraauðninni hafi hvergi hektara til að stinga niður fæti án þess að spila golf því eins og þú veist þá er illa séð að fleira en rollur séu frítt á golfvöllum.
Magnús Sigurðsson, 5.9.2011 kl. 11:42
"Hvers vegna truflar stærðin ykkur svona gríðarlega?" spyr þú, Benedikt. Af hverju spyrðu ekki hann Guðmund Andra Thorsson sem skrifar um þetta í Fréttabaðið í dag, hér: http://visir.is/obyggdirnar-kalla/article/2011709059943 (og bullar að vísu svolítið um Icesave í leiðinni, í meðvirkni sinni með vesalings Þjóðverjum eða þýzkum bönkum, sem koma Icesave-lygaskuldinni ekkert við).
En þetta er rétt hjá Magnúsi. Staðsetningin er lygileg. Eru ekki Grímsstaðir hæsti bær yfir sjávarmáli á Íslandi - eða næstur á eftir Mörudal? Það hlýtur að vera gaman að spila golf þarna í öllum snjónum!
Láttu bjóða þér, Benedikt, ef ykkur tekst þetta, þér og þínum skoðanasystkinum, þetta yrði mjög spennandi golfferð!
Jón Valur Jensson, 5.9.2011 kl. 16:27
Til hamingju Benedikt, þegar þú er á öndverðum meiði við landsþekkta þrasara sem mætti halda að gangi með blöðkur eins og vagn- og námuhestar forðum, þá hlýturðu að vera á réttri leið. Húrra !!!
drilli, 5.9.2011 kl. 17:14
Drilli, ég sem hélt eitt augnablik að þú ætlaðir að óska Pella til hamingju með að vera loksins gjaldgengur í víðsýna kaffi latte knúppinn.
Magnús Sigurðsson, 5.9.2011 kl. 17:43
Drilli sýnir enga hæfni hér í að rökræða málefnið.
"Argumentum" ad hominem er hans aulalega aðferð.
Jón Valur Jensson, 5.9.2011 kl. 18:16
Þeir taka það til sín sem eiga.
drilli, 5.9.2011 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.