Vandamál að vera austan við 17° vestur.

Oft veltir maður fyrir sér hvað þarf til brunns að bera til að vera gjaldgengur innan og saman við erkefni samtímans, sérstaklega ef eitthvað þarf að byggja upp út um hinar dreifðu byggðir.  Lítum á nokkur dæmi.

Dæmi A:  Háværar kröfur hafa verið uppi um að hafa staðsettar sjúkraflugvélar á Ísafirði og í Vestmannaeyjum Nokkrum sinnum hefur verið orðið við því, en ekki hefur verið hlustað á þau rök austfirðinga, sem er þó lengst frá tæknivæddu sjúkrahúsunum í Reykjavík.Austurlandið liggur austan við 17°vestur.

Dæmi B:  Þegar byggt var við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli, voru smíðaðir hallandi veggir til að "lúkka" við ílla ígrundaða hönnun Leifsstöðvar.  Ekki einasta er þetta fokdýrt, heldur kallar þetta á endalaus vandamál við frekari stækkun.  Skásettir útveggirnir auka loftrými flugstöðvarinnar umtalsvert á kostnað gólfplássins, svo nemur hundruðum fermetra.  Hver er tilgangurinn.  Fegurðarsjónsmið.  Á svipuðum tíma mátti Ferjuhöfnin á Seyðisfirði  sæta því, að hver einasti aukafermillimeter var skorinn í burtu, sem nokkur smuga var á að skera.  Húsið var því strax of lítið og krubbulegt, önugt  fyrir starfsemina og skoðun á stærri bílum þurfti að fara fram utan dyra.  Síðar var ljótum kassa bætt við húsið til skoðunar á stærri ökutækjum.  Þá voru öll fegurðarsjónamið látin lönd og leið.Enda Seyðisfjörður austan við 17° vestur.

Dæmi C:  Stórt menningar- og ráðstefnuhús er nú risið við höfnina í Reykjavík og þar var engu til sparað, nægu fjármagni til að dreifa og ekkert skorið við nögl.  Þegar stóru verkefni um álver og virkjanir var hrint í framkvæmd á Mið-Austurlandi, voru fjármunir af skormum skammti settir í að styrkja þá vegi, sem mestu þungaflutningarnir fóru um frá Reyðarfirði að Kárahnjúkum.  Ekkert fjármagn fannst til að hægt væri að breikka tvær einbreiðar brýr á Fljótsdalhéraði eða endurbæta vegstubb í Vallahreppi, sem er að hverfa þar ofaní drulluna.  Þaðan af síður fannst fjrmagn að leggja í og bæta sjúkraskýlið á Egilsstöðum, þrátt fyrir mikla aukningu starfsmanna á svæðinu.   Mið-Austurland er að mestu austan við 17° vestur.

Dæmi D: 
Stórkallalegar og fáránlegar hugmyndir eru uppi um byggingu ofursjúkrahúss við Hringbraut.  Þessi áform eru ekki í nokkru samræmi við heilbrigðismálin í heild sinni né núverandi stöðu ríkissjóðs hvað þá að vera í einhverjum takti  við heilbrigða skynsemi.   Það virðist hins vegar ekki hamla framkvæmdagleðinni né virðist skortur á fé vera vandamáli í þessari óraunhæfu spilaborg.  Á sama tíma er fækkun í heilbrigðisgeiranum og ekki hægt að borga fólki mannsæmandi laun og það flytur unnvörpun úr landi.  Síðan er þrengt svo að fjarhag Heilbrigðisstofnunar Austurlands, að liggur við öngþveiti. 

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í Reykjavík fór í utanríkisferð til Austurlands á dögunum.  Þar upplýsti hann, tárvotum augum , að ríkiskassinn væri svo rosalega alveg  galtómur, að ekki væri nokkur leið hefja jarðgagagerð milli Eskifjarðar og Norðfjarðar (Oddskarðsgöng eru 632 m.y.s.), þrátt fyrir samþykktir Alþingis.  Ekki var vikið einu orði að því, að verið var að setja Vaðlaheiðargöng í útboð á þessum sömu þrengingatímum (Víkurskarð er 325 m.y.s.).  En auðvita sjá allir hugsandi menn, hve mikill faratálmi Víkurhóll (eða - skarð) er í þessu samhengi.  Aðalsjúkrahús austfirðinga er bara illa aðgengileg  og liggur stofnunin á snotrum stað þar sem heilu fjallasalirnir umlykja hana.  Aðkomurnar eru tvær, af sjó og yfir hæsta fjallveg Íslands.  Og til að vera alveg heiðarlegur þá er þar einnig malarflugvöllur sem er fær, - stundum. En skýringin er náttúrulega alveg morgunljós.   Austurland er að mestu austan við 17° vestur.

Dæmi E:  Stórtæka hugmyndir um uppbyggingu í ferðaþjónustu á Grímsstöðum hefur verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum og í boggheimum síðustu dagana.  Þar sýnist sitt hverjum.  Hér er ágætt dæmi um að gera eitthvað annað, sem er eina hugmynd VG í atvinnuuppbyggingu landsins.  Það stendur hinsvegar alveg þversum í meltingavegi þeirra af óskiljanlegum ásæðum.  En þegar grannt er skoðað er, nefnilega.... hérna..... hér,......-

....Grímsstaðir  austan við 17° vestur.

Þetta eru bara smá sýnishorn.  Niðurstaðan.  Þeir sem búa austan við 17° vestur er afgangsstærð, - nema í  kosningum og til að afla gjaldeyris. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góð grein hjá þér Benedikt, en í raun má segja að þeir sem búa austan við 21°40' W, sunnan við 64°2' N, vestan við 22°5' W og norðan við 64°11' N, séu afgangsstærð í íslensku þjóðfélagi.

Gunnar Heiðarsson, 3.9.2011 kl. 14:11

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Pelli ég hef lengi haft grun um að Ísland endi við 17°vestur, nema sem nýlenda eða þá sem landsvæði til að hafa skatttekjur af.  Ég ráðlegg þér, ef þetta fer í taugarnar á þér, að skoða þig um á 69°norður nánar tiltekið í Hálogalandi þaðan sem víkingarnir komu til Íslands í denn, frekar en að treysta á að Ömmi eða Kínverjinn breyti nokkru um þetta. 

Magnús Sigurðsson, 3.9.2011 kl. 14:22

3 Smámynd: Björn Bjarnason

Góð grein. Ég held samt að hagfræðiformúlan sé að útgjöld til samneyslu minnki í hlutfalli við fjarlæð frá póstnúmeri 101 í Reykjavík.

Þannig fær Reykjavík hlutfallið 1/1, Hafarfjörður 1/10 og hlutfallið er orðið 1/1400 fyrir austan.

Björn Bjarnason, 3.9.2011 kl. 15:05

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þakka innlitið Gunnar.  Spurningin, sem ég velt upp áður, er ekki tímabært að veita þessu svæði, innan rammans sem þú nefnir, frelsi frá Íslandi til athafna lausn frá meintri afskiptasemi landsbyggðarinnar.  Þeir eru hvort eð er að verða eins og Vadikanið.  Þar eru teknar ruglaðar ákvarðanir, vitlausar yfirlýsingar samþykktar og landsbyggðinni gert að borga.

Magnús:  Ef frelsið gengur í gegn, sem ég minnist á hér að ofan, verður gósentíð á Austurlandi og þú getur flutt í kotið þitt aftur og notið blíðunnar á Stöðvarfirði en þangað til..........????    

Benedikt V. Warén, 3.9.2011 kl. 15:14

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þakka innlitið Björn.  Til að lækka þennan stuðul og til þess að gæta jafnréttis milli ríkis og sveitarfélaga, verður að bylta skattkerfinu og gjörbreyta.  Öll skattinnheimta verði í höndum bæjar- og sveitarfélaga, sem síðan verði gert að greiða í einn sjóð skv. höfðatölu, öll sömu krónutölu miðað við hvern einstakling óháð aldri og stöðu.

Benedikt V. Warén, 3.9.2011 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband