16.8.2011 | 14:10
Enn eitt ESB ruglið gleyp hrátt á Íslandi.
Sparperur eru enn eitt ruglið sem ekki á við á Íslandi. Það sama á einnig við víða erlendis einnig. Það er verið að hita upp með rafmagni og ódýrar glóperur gera það sannarlega.
Þegar keyptar eru dýrar sparperur, þarf á móti að eyða meira í upphitun, - frá sama orkugjafanum.
Hver þá sparnaðurinn? Það er verið að eyða sömu orkunni í rafmagnsofnunum! Er þetta ekki skólabókadæmi um EXEL-leiðina, bara notað í útreikningi það sem hentar.
Sparperur eru dýrari í framleiðslu, þyngri sem kemur niður á hærri flutningskostnaði og dýrari í förgun.
Sjá nánar:
http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/938393/
Sparperur hækka hratt í verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vert er að geta þess líka að ein sparpera inniheldur 2-3mg af kvikasilfri en það magn getur auðveldlega mengað 10 til 15tonn af vatni.
Vert er að geta þess að kvikasilfur getur verið baneitrað og safnast fyrir í mönnum.
Eggert Sigurbergsson, 16.8.2011 kl. 14:42
Rétt hjá þér Eggert. Ég nefndi dýrari förgun vegna þess að það eru mörg mismunandi efni í sparperunum, sem þarf að flokka á viðeigandi hátt þ.m.t. kvikasilfrið.
Benedikt V. Warén, 16.8.2011 kl. 14:54
Reyndar er það svo að það gömlu góðu glóperurnar fást í Þýskalandi m.a. Ástæðan er sú að það var þýskur snillingur sem notar reglugerðarruglið hjá ESB til að flytja þær inn frá Asíu og selur þær síðan sem hitagjafa (og ljósið er aukaafurð) og þannig hefur hann komist framhjá þessu banni, þ.e. hann má ekki auglýsa þær sem perur heldur eingöngu hitagjafa.
Það er margt skrýtið í kýrhausnum en ennþá skrítnara í ESB :)
Larus (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 16:36
Larus. Það er bara snilld að geta smokrað sér fram hjá þessu rugli.
Benedikt V. Warén, 18.8.2011 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.