"Framtakssjóður Reykjavíkur" / Íslenskir lífeyrissjóðir í reddingum sunnanlands.

Í fréttum RÚV í hádeginu í dag:

"Stefnt er að því að ljúka endurfjármögnun á skuldum Hafnarfjarðarbæjar innan þriggja vikna. Viðræður standa yfir við lífeyrissjóðina um að þeir endurfjármagni erlend lán bæjarins, en skuldir upp á fjóra og hálfan milljarð króna hafa verið í vanskilum frá því í apríl."

RÚV 23.08.2010:

"Framtakssjóður Lífeyrissjóðanna keypti hluta af eignasafni Vestia af Landsbankanum nú fyrir helgi. Meðal þeirra fyrirtækja sem þeir keyptu, var Húsasmiðjan, en Landsbankinn yfirtók hana þegar hún var að þroti komin."

framtakssjodur.is:

"Markmið FSÍ um samfélagslega ábyrgð

8. Stjórn FSÍ og starfsmenn hans eru meðvitaðir um þá ábyrgð sem fylgir því að ráðstafa fjármunum hluthafa FSÍ, sem eru almannafé, og taka jafnframt tillit til samfélagslegrar ábyrgðar í rekstri fyrirtækja.  FSÍ tekur ekki þátt í fjárfestingum sem orka tvímælis út frá almennum siðferðisreglum."

Hafa stjórnarmenn haft 8. grein að leiðarljósi?

Framtakssjóður var ekki til þegar verið var að virkja við Kárahnjúkana, en það voru lífeyrissjóðirnir hins vegar sem standa nú að Framtakssjóði.  Hver var þáttur þeirra í Kárahnjúkavirkjun?  Enginn minnir mig.  Kárahnjúkavirkjun malar nú gull.

Lífeyrissjóðirnir eru hins í því að sópa upp gjaldþrota fyrirtækjum og redda þeim með því að eyða í  þau almannafé.  Það er ekki flókið verk, svo framarlega að þau fyrirtæki séu stödd í landmnámi Ingólfs heitins Arnarsonar.

Það sannar best það sem ég skrifa, að þeir treystu sér ekki til að eiga 33% í kapalverksmiðju á Seyðisfirði, sem er með góða arðsemisspá og ekki í samkeppni við aðra sambærilega á Íslandi, en tóku Húsasmiðjuna upp á arma sína 100% sem er tæknilega gjaldþrota og í bullandi samkeppni við aðra í sama geira.

Er ekki ljóst að Íslenskir lífeyrissjóðir eru í reddingum sunnanlands í nafni Framtakssjóðs.  Legg því til að þeir breyta nafninu í Framtakssjóður Reykjavíkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband