13.8.2011 | 16:24
Í blóðugri samkeppni við prófessor Þórólf Matthíasson.
Undanfarnar vikur hefur mátt lesa úttekt prófessors Þórólfs Matthíassonar á íslensku sauðkindinni. Þar fer hann mikinn við að sýna fram á hve erfitt er að stunda sauðfjárbúskap með hagnaði og er ekki í vandræðum að gefa þar heilræði. "Stór bú skulu það vera". Hængur getur þó verið á. Sauðburður er á vorin, þegar háskólar eru að útskrifa hagfræðinga og aðrar afætur út í samfélagið. Það er því ekki auðvelt að reka stór bú, þar sem ungviðið er ekki tiltækt til aðstoðar. Í barneignum hefur einnig orðið samdráttur og á búi þar sem hjón eru með eitt barn í háskóla geta hlutirnir orðið snúnir.
Í þessari krossferð gegn sauðfjárbændum nefnir prófessorinn ekki afleidd störf við sauðfjárræktina s.s. slátrun, kjötvinnslu og verslun.
En hvað þýðir að fárast út af því. Heilbrigð skinsemi er ekki kenndi í háskólum. Séu menn ekki með hana meðfædda eða fá innblástur í foreldrahúsum, þá verður málið snúið eins og eftirfarandi samtal ber með sér.
Trúarsamtök voru með jörð í rekstri og á miðjum sauðburði stóð mikið til og þurfti að taka drastískar ákvarðanir í trúarbragðaheiminum í höfuðborginni. Á sveitalínunni (þetta var fyrir Facebook) heyrðist eftirfarandi samtal:
- Þið verðið að koma í næstu viku á fundinn, - því fleiri því betra.
- Þetta kostar okkur heilmikið
- Hafið ekki áhyggjur af því, sjóðurinn borgar
- Ja....en það getur samt orðið nokkuð snúið.
- Nú? Afhverju......?
- Við erum í miðjum sauðburði.
- Er það eitthvað vandamál? Frestið honum bara.
---------------------------
Í kreppunni miklu 1930 tapaðist mikið fé, margir töðuðu aleigunni þegar allt hrundi. Allir fóru á taugum og hagspekingar lögðu eitt og annað til sem skilaði litlum sem engum árangri. Þegar farið var að rýna í hrunið eftir á, komust menn helst að því, að vegna þess að svona heimskreppa hefði aldrei komið áður, þá voru viðbrögðin fálmkennd. Ljósi punkturinn var að þetta mundi aldrei gerast aftur, - allir hefðu lært á reynslunni.
Hvað gerðist svo? Lærðum við eitthvað á kreppunni 1930? Hvað hefur fjölgað mikið í stétt hagfræðinga síðan? Hver er arðsemin við þá fjölgun? Muna menn ekki 2007? Erum við komnir upp úr kreppunni? Hvað hafa hagfræðingar lagt til? Eru þeir samstíga í ráðleggingum?
Í ljósi fyrri yfirlýsinga er þó sérkennilegast af öllu, þegar prófessor Þórólfur Matthíasson er að bera saman sauðfjárbú og störf við álver. Þá er mér eiginlega öllum lokið.
Skrifar blóðugar fantasíusögur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér er gott svar við ruglinu í honum Þórólfi!
http://timinn.is/uppljostrarinn/threfoeld_hagfraedivilla_%C3%BEorolfs.aspx
Halldór Björgvin Jóhannsson, 13.8.2011 kl. 17:05
Já ég er sammála þér að Duran Duran var miklu betri hljómsveit en Wham!
Billi bilaði, 13.8.2011 kl. 22:54
Tengdirðu við vitlausa frétt?
. (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 02:31
Nei Jakob, tengingin var við þessa frétt.
Mér finnst tengingin vera þegar Elí segir að honum "finnst gaman að láta ímyndunaraflið ráða ferðinni og fór bara að skrifa því hann langaði til þess". Ekkert endilega að það sé neitt vit í því sem hann segir eða ímyndar sér. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það.
Þórólfur er á sama rólinu og Elí. Eitthvað sem hann heldur og ímyndar sér og vill skrifa um. Hirðir ekki um staðreyndir. Munurinn er hinsvegar sá, Þórólfur er (var?) virtur vísindamaður og getur ekki leyft sér að bera á borð fyrir allmenning staðleysur.
Benedikt V. Warén, 14.8.2011 kl. 21:27
Mér líst helvíti vel á þetta Elí og hlakka til að fá í hendurnar íslenska alvöru fantasíu. enda les Ég ekkert annað en fan-fi og sci-fi ég hreinlega sé ekki afþreyingar gildið í raunveruleika sögum .. fáum við ekki nóg af honum á hverjum degi..
Endilega halda áfram að skrifa drengur .. það er gáfa sem er ekki öllum gefinn..
PS "Ég verð reyndar að segja að það er skömm af þessum kommentum hér að ofan ..þau hafa ekkert með þessa grein að gera og ætti að fjarlægja."
Hjörleifur Harðarson (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 08:55
Alltaf í boltanum Hjörleifur minn!
Benedikt V. Warén, 15.8.2011 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.