Jón Knútur á ferð og flugi.

RÚV lokaði starfsstöð sinni í lok árs 2008 og hætti með svæðisútvarpið.  Síðan hafa þaðan borist út á öldur ljósvakans í mýflugumynd fréttir af svæðinu, oftast neikvæðar.  Eign RÚV var seld, en þeir leigja útsendingahlutann áfram til að geta með einhverri samviskudruslu sagt að það sé ennþá starfsemi á svæðinu.

Jón Knútur fréttahaukur, hefur nú tímabundið smokrað sér inn sem fréttamaður, vegna fjölgunar í fjölskyldu hins fastráðna.  Nú bregður svo við, að ýmsar fréttir hafa ratað og hlotið náð fyrir niðurskurðaraugum fréttastjórans í Efstaleiti. 

Merkilegt nokk, þar fljóta inn og samanvið jákvæðar fréttir af mannlífinu á svæðinu og í góðri samvinnu við Hjalta Stef. og Heiði Ósk, sem hafa myndvætt fréttaefnið af sinni alkunnu snilld.

Hafið þökk fyrir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband