Skiptir það máli?

Lög eða ekki lög.  Stjórnvöldum virðist það ekki skipta megin máli.  Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, var uppvís að því að fara á skjön lög og það eitt gerðist, - hún forhertist. 

Í siðmenntuðum samfélögum hefði viðkomandi staðið upp úr stól ráðherra vegna vanhæfi.  En það er ekki til siðs á Íslandi.
mbl.is Brutu stjórnvöld lög?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrimur J ætti að finna ser eitthvað annað að gera, það eru ekki virtar neinar leikreglur a fjarmalamörkuðum i dag en hefði svo verið þa hefðu allir sparissjoðirnir verið i lagi.

Það hefði kannski verið eðlilegt að einn eða tveir sparisjóðir hefðu fallið í eða rétt eftir hrun en ekki að þeir séu að tína tölunni alls staðar á landinu tveim árum eftir hrun, það er heldur ekki eðlilegt að stóru bankarnir séu alltaf að hagnast um leið og þeir neyðast til að afskrifa lán og hækka laun starfsmanna úr öllu hófi. Ástæður þess að sparisjóðirnir eru látnir falla á kostnað stóru bankanna eru í fyrsta lagi að reyna að tryggja Seðlabanka eitthvað af 800 milljarða króna kröfum á stóru bankanna hvort sem að um víkjandi lán eða ástarbréfagjörninga í gegnum Icebank var að ræða, en öll þessi lán voru ólögleg,(ef storu bankarnir hefðu matt fa vikjandi lan þa hefðu astarbrefagjörningarnir aldrei verið gerðir) en svo í öðru lagi þá var og er mjög dýrt fyrir ríkið að ábyrgjast innistæður stóru bankanna með því að færa þau yfir í glænýja banka sem ekki eru á sama grunni og gömlu, en meðan að únnlán væru að skila sér inn í gömlu þrotabúin sem að síðan myndu greiða af þeirri ríkisábyrgð sem að ríkið lagði fram þá situr ríkið uppi með vaxtakostnað á meðan. Hinsvegar þá er þetta mjög ósanngjarn leikur af ríkinu gagnvart stofnfjárhöfum sparisjóðanna vegna þess að stóru bankarnir eru ekki viðskiptabankar heldur fjárfestingabankar á pappírunum en það vita ekki margir.

Reikniregluverkið Basel 2 var fundið upp til að leysa Basel 1 af hólmi. Basel 1 er frá 1988. Í Basel 1 þá var útlánastuðullinn 1 en þá gastu fengið 10 milljóna lán á 10 milljóna íbúð að nafnvirði Basel 1.

Basel 2 er fundið upp 1999 og er tekið upp í mörgum bönkum úti 2001 en stóru bankjarnir hérna taka það upp 2003 en þá lækkaði útlánastuðullinn í 0,5 og fólk gat  fengið tvöfalt hærri lán síðan 2007 þá lækkaði útlánastuðullinn í 0,35. Í Basel 2 þá breyttust áhættugrunnarnir töluvert. (Það var samþykkt á þingi í febrúar 2007 að síðustu bankarnir tækju upp Basel 2 um áramótin 2007-2008 en stuttu seinna þá eru nokkrir þingmenn sem að selja bréfin sín en með því að fresta rannsókn á sparisjóðunum þá gátu þingmenn leyft 4 ára riftunarfrestinum að líða út og það var hægt að brjóta á sparisjóðunum til að reyna að bjarga stóru bönkunum)

Áhættugrunnarnir eru þrír og flokkast undir fjármagnskipan í cad- hlutfalli, en cad hlutfall er byggt upp svona (meðalstaða eigna, lánsfjármögnun, fjármagnskipan,vaxtamunur)  

Áhættugrunnarnir heita Tier 1, Tier 2, Tier 3, en hafa ber í huga að banki getur einungis innihaldið einn af þessum áhættugrunnum þó um blandaðan rekstur sé að ræða og verður það að miða út frá megin starfsemi bankan, þetta nær líka til dótturfélaga svo að það gengur ekki upp að einn að einhver af stóru bönkunum verði móðurfélag sparisjóðs eða eigi á einhvern annan hátt ráðandi hlut í sparisjóði né sameinist homum

Tier 1 er fyrir fjárfestingarbanka og er innramatsaðferð en þá ber FME minni ábyrgð á því sem að þar fer fram og byggist upp á hlutafé, yfirverð hlutafjár, víkjandi skuldabréfum og óráðstöfuðu eiginfé eða varasjóð öðru nafni, Það er hægt að krefjast hærra eiginfjárhlutfalls hér en í Tier 2.

Tier 2 er fyrir viðskiptabanka og sparsisjóði en þa'ð er staðallaðferð þannig að það þýðir ekkert fyrir FME að segja að þeir viti ekki neit þeir bera sína ábyrgð líka. Tier 2 inniheldur endurmat breytileg skuldabréf, víkjandi lán og afskriftreikning.

Tier 3 er fyrir banka eins og Hraðpeninga og inniheldur einungis víkjandi lán til skamms tíma.

Þó stóru bankarnir hafi verið fjárfestingabankar fyrir hrun þá er ekki þar með sagt að þeir geti rekið dótturfélög sem fjárfetingabank eftir hrun en ef við tökum og kryfjum aðeins Tier 1 og rekstrarumhverfi banka hér á landi í dag þá vill ég benda áhlutafé og yfirverðhlutafjár(allt fyrir ofan 1) þar sem .þetta er hlutafé sem bankinn á í öðrum félögum á opnum markaði þá passar þetta ekki en þau hlutafélög sem ekki eru á opnum markaði myndu krejast endurmats en það er ekki innan Tier 1, víkjandi skuldabréf, það kaupir þau engin af íslenskum banka í dag, varasjóður er heldur ekki til staðar þar sem það voru einungis gerðar áættlaðar afskriftir og allt umfram þær rennur aftur til gömlu þrotabúanna svo að rekstrargrundvöllur fyrir Tier 1 fyrir innanlandsstarfsemi á Íslandi er engin. Þar að auki þá er eigið fé nýju bankanna byggt á mjög ólöglegan hátt þeir högnuðust á gengishagnaði vegna ólöglegra lána, þeir yfirtaka félög og breyta skuldum yfir í hlutafé sem þeir meiga ekii þar sem í því felst endurmat á hlutafé, þeir innihalda mjög litla afskriftareikninga þó svo að Tier 1 banki þurfi ekki að hafa nema 1,25 prósent í afskriftum, þeir eru með ólögleg víkjandi lán og fá ríkisábyrgðir á víkjandi skuldabréf, þeir telja upp hlutfé í sjálfum sér og yfirverð þess sem eigið fé sem að stenst ekki bókhaldslega þar sem það er bókfært hjá eiganda bankans, þeir endurmeta vexti á lán sem þeir meiga ekki vegna þess að Tier 1 inniheldur ekki endurmat. Fyrir utan það þá voru KB og Glitnir að skila inn starfsleyfi um daginn og meiga ekki reka fyrirtæki að þeim sökum.

Ef ég tek Byr sparisjóð fyrir þá ætla ég að benda á að haustið 2009 þá lágu samningar við kröfuhafa fyrir með það að afskrifa og að ríkið kæmi þess í stað með stofnfé á móti og það var ekki krafist þess af kröfuhöfum að stofnfé yrði fært niður þar sem vitað mál var að það lá inn á afskriftareikningum og eigendur fengu síðast sitt. Fjármálaráðuneytið var ekki sátt við þetta og fór að bjóða kröfuhöfum upp á víkjandi skuldabréf og ríkisskuldabréf auk þess að jarða Byr sparisjóð í fjölmiðlum. En það eru engin víkjandi skuldabréf né ríkiskuldabréf innan áhætttugrunsins svo að það getur ekki hafa verið ætlunarverk fjármálráuneytis að láta þessar samningaviðræður takast. ef FME hefði gefið Byr sparisjóð færi á að gefa út breytileg skuldabréf sem síðan hefðu breyst í stofnfé ef ekki hefði náðst að greiða af þeim, en þá hefði það bara bitnað á stofnfjárhöfum sem að höfðu tekið út arð og ekki komið yfirvöldum neit við eða þá að Seðlabanki hefði veitt víkjandi lán til að mæta mjög ýktum afskriftareikning eða fjármálaráðuneytið komið með aukið stofnfæé en Seðlabankinn og ríkið hafa hingað til getað mætt stóru bönkunum án þess meira aað segja að það sé á löglegan hátt þannig að stofnfjáraukning hefði bara verið til að jafna leikinn þá væri Byr sparisjóður í fullu fjöri í dag. 

Svo er ömurlegt að vita til þess að með því að leyfa stóru bönkunum að brjóta af sér með því að endurmeta vexti á lán og yfirtaka félög og breyta skuldum yfirí hlutafé en stóru bankarnir höfðu áður hagnast vegna gengislána þá neyðast sparisjó'irnir til að afskrifa meira, þar að auki þá lánuðu sparisj´joðir í raun og veru í erlendri mynt. bara ólögmætt endurmat úr peningamarkaðsjóðum hjá stóru bönkunum kostaði Byr 8 milljarða, yfirtakan á SP og Húsasmiðjunni var líka ráðlögð af fjármálaráðuneyti en ef þessi félög hefðu farið í mál við Landsbankann þar sem lánin til þerra voru gengislán þá stæðu þau vel í dag en Byr átti 35% ´SP og 43% í Húsasmiðjunni auk þess voru lán til stærstu eiganda vel endurheimtanleg ef að stóru bönkunum hefði ekki verið leyft að brjóta á þeim. Byr á líka 15 milljaðra heildsöluinnlán inni í Íslandsbanka og Landsbanka sem að mepð dráttarvöxtum næðu 22 milljörðum 

valgeir (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 17:08

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta á ekki bara við um þessi litlu afmörkuðu mál er varða fyrrverandi sparisjóði, það er bara lítið brot af heildarmyndinni. Nú hafa nefninlega komið fram upplýsingar sem benda til þess að meirihlutinn af starfsemi allra hinna "nýju" fjármálafyrirtækja brjóti í bága við lög. Sem þýðir ósköp einfaldlega að ekkert hefur breyst frá því fyrir hrun, við erum ennþá með allt of stórt og meira en minna kolólöglegt fjármálakerfi. Athugið að þetta á jafnt við um hinn gjaldþrota Seðlabanka Íslands.

Rétt er að benda á að um er að ræða glæpi, sem bera lögum samkvæmt álíka eða þyngi refsingar, en nauðgun. Um verslunarmannahelgi voru nokkrar slíkar kærðar og skyndilega var fólk út um allt land komið í uppnámi yfir því. En fjármálakerfið nauðgar okkur öllum margoft á degi hverjum, og það er látið viðgangast. Kannski ætti að gera þetta að þjóðaríþrótt, fyrst það er svona vinsælt að láta nauðga sér?

Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2011 kl. 20:40

3 identicon

astæða þess að eg er svo oft að benda a Basel 2 er vegna þess að fari Basel 2 ekki upp a yfirborðið sem fyrst og erlendir vogunarsjoðir latnir taka a sig skellinn þa þarf samfelagið að taka sig algjört innan þriggja ara og hver  a þá að aðstoða okkur fyrst að þjóðverjar misstu allt álit á okkur þegar Byr og sparisjóður keflvíkinga voru teknir yfir. Er ekki skára fyrir þjóðfélagið að fylgja leikreglum og láta gömlu þrotabú stóru bankanna taka skellinn núna frekar en að horfa fram á algjört hrun seinna, svona spurning um nauðlendingu eða brotlendingu í efnahagslífinu. Tökum nauðlendingu núna meðan kostur er á vegna þess að venjuleg lending stendur alls ekki til boða.

það eru engar líkur á að bretar og hollendingar fari í mál heldur yfir Icesave þar sem að afleiðumarkaðurinn í Evrópu býður ekki upp á slíka áhættu og það hef ég marg oft bent mönnum á. 

valgeir (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband