Látinn forseti rekinn úr starfi?

Eitthvað er eftirfarandi á skjön við raunveruleikann, en þessi frétt er núna á mbl.is

"Þrettán yfirmenn í pólska hernum og aðstoðarvarnarmálaráðherra landsins hafa verið reknir í kjölfar skýrslu sem birt var um flugslysið í Smolensk í Rússlandi þar á meðal Lech Kaczynski forseti Póllands."

Samkvæmt mínum heimildum fórst
Lech Kaczynski, þáverandi forseti Póllands í umræddu flugslysi.  Það er því, svo ekki sé dýpra í árina tekið, mjög harkalegt gagnvart honum að reka hann einnig úr starfi.

mbl | 10.4.2010:
"Flugvél með forseta Póllands, Lech Kaczynski, hrapaði nú á áttunda tímanum í nágrenni við rússneskan flugvöll. Samkvæmt rússneskum fjölmiðlum létust 87 manns í slysinu. Að sögn Sergei Antufiev, fylkisstjóra í Smolensk, lifði enginn slysið af."

Skv. Wikipedia:" Lech Aleksander Kaczyński (fæddur 18. júní 1949 í Varsjá, dáinn 10. apríl 2010 í Smolensk) var forseti Póllands frá 23. desember 2005 til 10. apríl 2010 þegar hann lést í flugslysi ásamt eiginkonu sinni og 95 öðrum, sem margir hverjir voru háttsettir í her Póllands. Erindi þeirra til Rússlands var að taka þátt í minningarathöfn vegna fjöldamorða Rússa á pólskum liðsforingjum í Katynskógi í seinni heimsstyrjöldinni."


mbl.is 13 reknir vegna flugslyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Merkilegt að ekki skuli enn vera búið að laga þennan texta í fréttinni.

Ætli það þurfi að senda þeim tölvupóst um klúðrið?

Landfari, 8.8.2011 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband