Hví banna heilbrigðisyfirvöld ekki þennan gjörning?

Af hverju má gefa súpu úr heimaeldhúsum, en ekki selja heimabakað í góðgerðarskyni.  Er einhver munur á hættumati heilbrigðisyfirvalda hvort selt er eða gefið er úr heimaeldhúsi. 

Er ekki verið að hugsa um neytendann og vernda hann?  Hvernig getur þá það sem er frítt verið minna hættulegt að innbyrða en það sem selt er. 

Eru yfirvöld að fela sig á bak við þröngan, ósanngjarnan lagabókstaf?  Andi laga og reglna á ekki að vera íþýngjandi eða ósanngjarn og laus við mismunun.  Eru lögin ekki fyrir fólkið í landinu?  Eru þau ekki sett til að gæta réttlætis og sanngirnis? 

Úr fréttum RÚV:
"Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur bannað skátum á Héraði að selja heimabakaðar kökur sem foreldrar þeirra hafa bakað. Til stóð að heimabakaðar marenstertur og aðrar hnallþórur yrðu seldar á skátakaffi í félagsheimilinu Valaskjálf á morgun; 17. júní.

Eftir inngrip heilbrigðisyfirvalda þurfti bakstur Skátafélags Héraðsbúa hinsvegar að byrja upp á nýtt í viðurkenndu og vottuðu eldhúsi."

Og aftur úr fréttum RÚV:
"Bannað er að selja heimabakað bakkelsi í góðgerðaskyni. Þessu komust nokkrar mömmur á Akureyri að, þegar þær vildu standa fyrir múffubasar um næstu helgi, til styrktar góðu málefni.

Kökubasarinn Mömmur og möffins var haldinn í fyrsta sinn í fyrra í Lystigarðinum á Akureyri í samvinnu við bæjarhátíðina Eina með öllu.  Hugmyndina á Auður Skúladóttir en hún ákvað að nýta bakstursáhuga sinn til góðs og hvatti aðrar mömmur til þess sama. Í fyrra seldust eitt þúsund heimabakaðar múffur og söfnuðust fjögur hundruð þúsund krónur sem runnu óskipt til fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri."

Mömmurnar fá þó ekki að endurtaka leikinn í ár því samkvæmt löggjöf um matvæli er bannað að selja hverskonar mat; kökur, smákökur eða sultur, sem framleiddur er í óvottuðu eldhúsi.

Auður segir að sér finnist þetta mjög leiðinlegt. Margar konur hafi hlakkað til að koma því þetta hafi verið vel lukkað. Gestirnir hafi jafnframt verið afar ánægðir."

Er ekki rétt að heilbrigðisyfirvöld fyrir norðan, girði sig í brók og stoppi þennan gjörning á Dalvík, svo ekki verði hægt að væna þau um vingulshátt og tvískinnung.


mbl.is Súpugöngurnar hafnar á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Pelli, svo er náttúrulega stórundarlegt að það skuli ekki vera búið að taka fyrir það að eldamennska á heimilum fari fram án þess að fólk sé klætt í gul öryggisvesti og fólki skuli leyfast að fara í sturtu án þess að vera í björgunarvesti og skóm með stáltá.

Magnús Sigurðsson, 6.8.2011 kl. 06:22

2 identicon

Þannig að ef ég býð mömmu heim í mat (er þá víst að gefa henni mat er það ekki?), þarf ég að hafa sérstök leyfi frá yfirvöldum og tilskilin réttindi frá heilbrigðisyfirvöldum Íslands ?

Nei, það eina sem er að gerast þarna að menn eru að bjóða fólki í mat.

Ekki vera svona lokaður af.

Ingvar (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 20:09

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ingvar.  Ef mamma þín torgar 80 lítrum af súpu, finnst mér þetta í góðu lagi.  Átti góða mynd af henni við stóra súpuskál? 

Spurningin er síðan hvort elda heima eða ekki og hvers vegn má stundum og stundum ekki.  Hvað er hættulegt við að baka heima og selja til góðgerðamála ef elda má súpu til að gefa enn stærri hóp?  Hvar endar ruglið í löggjafanum?  Hvenær fær skynsemin að njóta vafans, ekki lagabókstafurinn.

Benedikt V. Warén, 9.8.2011 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband