Sjötíu erlendir fangar í boði þjóðarinnar.

Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar er mjög á móti því að nota vinnubúðir við Reyðarfjörð sem fangelsi fyrir fanga með lágmarksgæslu, með þeim rökum að flestir eru af Reykjavíkursvæðinu og þar af leiðandi erfitt um samskipti fanga við ástvini.  Það er svo sem gott og blessað.  En eiga fangar að búa við meiri réttindi hvað aðbúnað varðar og samskipt við fjölskyldur sínar en venjulegt vinnandi fólk? 

Við núverandi ástand í þjóðfélaginu, er mörg fyrirvinnan sigld utan til vinnu, og þá eru samskiptin við ættingjana ekki mikil utan síma og Facebook.  Hvers vegna eiga fangar að  hafa ríkari réttinsi á samskiptum við ástvini en þetta fólk?  Hvað með ótal sjómenn fjarri heimabyggð svo vikum skiptir, vinnandi menn sem þó hafa ekkert til saka unnið?

Með góðu móti er hægt að vera með um 100-200 fanga á Reyðarfirði, í búðum sem rúmaði um 1500 manns þegar allt var á fullu við að byggja álverið.  Þessi aðstaða var fullboðleg vinnandi fólki og er þar af leiðandi fullboðleg fyrir fólk í afplánun. 

Í afplánun er verið að tala um það fólk, sem er núna á fullu úti í þjóðfélaginu og er enn að bíða eftir að taka út sína refsingu.  Ef þessu fólki er treystandi að vera úti meðal fólks fyrir afplánun, er rökrétt að álykta að það sé hægt að hleypa þeim út í helgarleyfi eftir einhverri formúlu sem þeim verði sett.  Þannig er hægt að uppfylla manngæsku forstjóra Fangelsismálastofnunar um samvistir fanga við ástvini.

Til upplýsinga eru flognar 4-5 ferðir daglega til Egilsstaða, sem er steinsnar frá vinnubúðunum á Reyðarfirði, svo ekki sé minnst á kostnaðinn við það fangelsi, sem mun ekki kosta nema brot af nýju á Hólmsheiðinni og væri hægt að taka í notkun á nokkrum vikum.

Ögmundur, - hugsaðu út í það!


mbl.is Um 20% fanga útlendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband