15.5.2011 | 13:44
Frasaforkálfar LÍÚ
Það hefur löngum loðað við talsmenn LÍÚ að slá fram orðaleppum sem þeir éta hver upp eftir öðrum.
Ef þetta verður niðurstaðan, siglum við flotanum í land
Útgerðarfyrirtæki þurfa að segja upp fólki og leggja skipum ef frumvörp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða verða að lögum.
Þetta eru hótanir sem landsmenn þurfa singt og heilagt að sitja undir frá þessum talsmönnum. Nú er ég enginn sérfræðingur í útgerð og það litla sem ég hef fest hönd á í tillögum sjávarútvegsráðherra, þá er verið að færa heimildir milli herbergja en ekki verið að gera þær upptækar. Heldur aukið í, ef eitthvað er.
Frá mínum bæjardyrum séð, er þetta frekar málið að LÍÚ brjóti odd af oflæti sínu, hafi samband við sjávarbyggðirnar og segi: Hei strákar, - við eigum báta og höfum reynsluna. Hvernig vinnum við þetta best saman?
Ef þetta verður niðurstaðan, siglum við flotanum í land
Útgerðarfyrirtæki þurfa að segja upp fólki og leggja skipum ef frumvörp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða verða að lögum.
Þetta eru hótanir sem landsmenn þurfa singt og heilagt að sitja undir frá þessum talsmönnum. Nú er ég enginn sérfræðingur í útgerð og það litla sem ég hef fest hönd á í tillögum sjávarútvegsráðherra, þá er verið að færa heimildir milli herbergja en ekki verið að gera þær upptækar. Heldur aukið í, ef eitthvað er.
Frá mínum bæjardyrum séð, er þetta frekar málið að LÍÚ brjóti odd af oflæti sínu, hafi samband við sjávarbyggðirnar og segi: Hei strákar, - við eigum báta og höfum reynsluna. Hvernig vinnum við þetta best saman?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.