31.3.2011 | 00:48
Molbúaháttur stjórnenda Reykvíkurborgar.
Það er verið að byggja stórhýsi við höfnina, sem aldrei mun standa undir sér. Þar var krafa borgarinnar að ríkið kæmi myndarlega að verkefninu, ekki eingöngu við hönnun og byggingu hússins, heldur mun þurfa að veita rekstrarstyrki um alla framtíð í þetta verkefni.
Það á að reyna að lokka allskonar atburði og ráðstefnur inn, sem fram að þessu hefur verið sinnt af öðrum annarsstaðar. Hvernig verður það tæklað gagnvart samkeppnislögum? Hvað heitir slík ríkisstyrkt samkeppni?
Hvað munu margir sækja atburði í þetta hús? 250.000 íslendingar?
Það er dálítið sérstakur þakklætisvottur sem Borgarstjórn sýnir okkur, sem tökum þátt í því að borga þetta sukk, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ekki á að auðvelda okkur landsbyggðartúttunum að berja herlegheitin augum, nema gegn enn meiri þóknun við að lengja leiðir í musterið.
Nenni ekki lengur að benda á annað, s.s. nálægðina við hátæknisjúkrahúsið. Þeir skilja hlutina betur, hver og einn af gömlu símastaurunum í Loðmundafirði, en samtals allir ráðamenn Reykjavíkurborgar.
Vonandi tekst Ögmundi að skjóta að einni lúku af seðlum, til þess að borgarráðið fallist á þessar löngu tímabæru framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli. Sá umbúnaður sem innanlandsflugið býr nú við, er ekki eingöngu smánarblettur á Reykvíkungum, það er skömm af þessu fyrir alla þjóðina.
Þjóð sem byggir höll yfir afþreyingu 250.000 manna ætti kinnroðalaust að geta skaffað rúmlega fokhelt hús fyrir um 500.000 manns, sem árlega láta sig hafa það að fara um núverandi flugstöð.
Það er ekki svo, að verið sé að biðja um höll.
Reisi nýtt hús við flugvöllinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.