Þegar Guð rétti Móse boðorðin tíu....

...á Sínaífjalli, fylgdi þykkur doðrantur frá Bruxell í kaupbæti, eða því trúa a.m.k. pappírstætararnir í íslenska möppudýragarðinum.

Þeirra ríkistrú er; ef ekki er hægt að útfæra hlutina á A4 blaði, þá er ekki hægt að framkvæma hlutinn.    Þetta vissu hvorki Wright-bræður, Edison né nokkur annar uppfinningmaður á síðustu öldum. 

Sem betur fer.  Þá værum við enn i tofkofunum, -tæknilega séð.

Þessi pappísthriðjuverk á öllum sviðum er komið þvílíkt langt út fyrir allan þjófabálk, að það er hvorki  hægt að hlægja né gráta vegna þessara vinnubragða.

Ísland er umkringt náttúrulegum landamærum, Atlandshafi, og það langt frá lofthelgi annarra landa að ekki er löglegt að fljúga það á eins hreyfils vél, - nema með undanþágu. Lögin heimila ekki íslenskum einkaflugmanni að fljúga lengra frá landi, en að loftfar geti svifið til lands ef eitthvað á bjátar.  Undanþágu er hægt að veita gegn ströngum kröfum.

Flestar einshreyfils vélar eru í vandræðum að uppfylla þessi skilyrði, þegar flogið er til Grímseyjar, hvað þá ef stefnt er lengra.  Þetta er því miður ekki er hægt að rökræði á nokkurn vitrænan hlut við pappístætara yfirvalda né höfðu fyrrverandi samgönguráðherrar nokkra tilburði í þá átt að fá undanþágu á þessu rugli hjá reglugerðaprentsmiðjum í ESB sukksambandinu.

Eitt er athyglivert fyrir íslenskan einkaflugmann, sem ekki má fljúga út fyrir landsteinana án undanþágu.  Bróðurpart eyðublaðanna skal fylla út á ENSKU. 

Þetta toppar ruglið.  Ekki má fljúga utan, en menn verða að vera klárir í ENSKU.  Er ekki allt í lagi hjá yfirvöldum?

Einkaflugmenn verða því að sameinast í aðgerðum gegn þessum óaðgengilegum kröfum yfirvalda. 

Lýst er eftir tillögum.


mbl.is Frúin flýgur ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það hljóta einhverjir að fara að gera eitthvað þetta er ekki hægt hvað höfum við að gera með klikkað esb kjaftæði +jóku

gisli (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 14:01

2 Smámynd: Þorkell Guðnason

Það væri þarft verk að leggja niður eftirlitsstofnunina sem stóð fyrir því að þetta regluverk var kokgleypt og dembt yfir okkur án nokkurrar viðvörunar.  Bein tengsl hennar við flug eru  sambærileg við það, að nánast enginn starfsmaður Vegagerðarinnar væri með bílpróf.

Ef ég lýsi bara því sem snýr persónulega að mér sem einstaklingi: Þetta veldur því að  milljóna króna flugvél er afskrifuð sem ónýt á Íslandi og þá er lítið með 300m2 flugskýlið að gera, frekar en aðrar íslenskar fasteignir.  Hvernig reiknar maður svo núvirði, – á annað þúsund flugtíma – kostaðra úr eigin vasa og alls þess tíma og fyrirhafnar sem viðhaldi réttindanna hefur tengst?  Til viðbótar er grundvellinum kippt undan hjartans áhugamáli, ástríðum og lífsmáta í marga áratugi.  Hverju verður svo fórnað næst?  Skyldu jeppamenn, mótorhjólafólk eða hestamenn verða næstu fórnarlömb regluverksins ???

Þorkell Guðnason, 17.3.2011 kl. 16:40

3 Smámynd: Einar Steinsson

Miðað við bloggið hjá Ómari hefur þetta ekkert með ESB að gera heldur stofnun sem heitir EASA eða svo vitnað sé í Ómar:

"Þetta nýja regluverk kemur frá EASA sem er nokkurs konar samband flugmálastjórna Evrópu og öll Evrópulönd eiga aðild að nema örfá lönd á Balkanskaga."

Einar Steinsson, 17.3.2011 kl. 20:50

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Einar.

Heldur þú að EASA (The European Aviation Safety Agency) hafi bara dottið niður af himni í Evrópu, án þess að reglugerðafargan Bruxelles-veldisins hafi verið undanfari þess?

Stjórnvald verður ekki til eins og skátahreyfing, -í grasrótinni. 

Stjórnvald þróast í gegnum stjórnmálamenn og pappírstætara, sem eru að byggja upp skrímsli til að viðhalda sjálfu sér og auka "þörfina" á því að einhver með "viti" sé stöðugt að anda ofan í hálsmálið á þeim sem eitthvað eru að bardúsa, hvort heldur það er í atvinnuskyni eða vegna afþreyingar einstaklings.  Þetta heitir á góðri Íslensku; - óþolandi forræðishyggja!

Benedikt V. Warén, 17.3.2011 kl. 21:26

5 Smámynd: Hvumpinn

Ekki annað að gera en skrá vélarnar úr landi, og annaðhvort á N-númer eða á Isle of Man á M- register. Laus við EASA

Hvumpinn, 19.3.2011 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband